Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Qupperneq 39

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Qupperneq 39
L J>að fengi hann að sjá. Hann fékk líka að sjá það, þegar hún emn góðan veðurdag um vorið lofaðist Magnúsi. „l>á er nú séð fyrir henni; nú kemur að okkur hinum“, sögðu stúlkurnar, og þar brostu enn þá vinalegar en fyrr til Bjarna, þegar þar mættu honum á leið sinni. En hann tók ekki eptir því; hann leit út fyrir að hafa enn meira að hugsa en fyrr. Hún móðir hans gamla hristi höfuðið, Þegar hann sat svo heima hjá sér í haðstofunni, og var alltaf nugsandi; það var eins og steini væri af henni létt, þegar hanu t, *°r norður til kaupavinnu um sumarið eins og Magnús. Hún nélt kannske, að hann fengi annað að hugsa um þar. En hvað leið nú Guðrúnu? það fer margt undarlega í heiminum. Áður hafði hún verið skemmtin og glaðlynd, en nú var hún þögul og fálát, og væri hún stöku sinnum kát, þótti vinstúlkum hennar sem gleði sú væri henni ekki eiginleg, enda var hægt að sjá, að hún kom ekki frá hjartanu. Var það af því Magnús var í'arinn burt? Engann veginn; því hún var orðin þannig áður en hann fór. Enginn skildi neitt í þessu. Hún tók ekkert eptir þvf, þegar márinn flaug rétt yfir höfði hennar, eða stakk sér niður í sjóinn, svo nálægt henni, að skvetturnar vættu hana, þegar hún var að ganga fram með sjónum. Hún tók ekki eptir neinu. Tryggi hundurinn hennar, hann Snati lagði trýnið sitt í kjöltu hennar, þegar hún sat á túninn, og einblíndi svo á hana; hún klappaði honum, en . hugurinn fylgdi ekki hendinni; hún gjörði allt eins og í draumi, en sál hennar var langt bnrtu. Grösin og blómin greru að vorinu og visnuðu aptur að haustinu — en hún hafði naumast vitað af sumrinu. Haustið kom, og ungu mennirnir komu allir heim úr kaupavinnunni. þeir höfðu nóg að tala um, og nóg að gjöra að gainni sínu að, og Magnús sparaði hvorugt. Hann þurfti að gorta af svo mörgu, að hann hafði ekki tíma til, að taka eptir, að Guðrún hló ekki með að sögum hans og kinnar hennar voru orðnar fölar. Hún hló ekki, hún hlýddi heldur ekki á sögur hans, þó að svo kynni að sýnast. Hvað var hún að hugsa um? Hún hugs- aði um augun, djúpu og dreymandi, sem höfðu horft á hana, um höndina, sem hafði titrað í hennar, og um röddina hljóm- fögru, sem einungis hafði sagt: „þar sjáumst við aptur, Guðrún!“ Yfir allar Magnúsar löngu ræður hljómuðu þau orð, eins og sálmalag heyrist í kirkjunni yfir óp barnanna, sem leika sér w fyrir utan hana. Yfir fjallinu stóðu skýflókar nokkrir. „Hann ætlar að gjöra storm", sögðu sjómennirnir. Bara að honum skelli ekki á, fyrr en briggið, seinasta verzlunarskipið, sem einmitt nú er að létta akkerum, er komið fyrir skerin í útnorðri frá kaupstaðnum. Fáninn danski hékk á hvítu stöngum veralunarhúsanna, og frá gaffalrá briggskipsins; skipverjar sungu, meðan þeir voru að ■ létta akkerum. Kveðjuskotum var skotið frá fjórum gömlu fallbyssunum, sem voru hálfsokknar niður í jörðina á „fallbyssu-

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.