Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Síða 40

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Síða 40
garðinum'1 sem kallaður var. Briggið sigldi fyrir öllum seglum út úr höfninni; vindur stóð á hlið, og bylgjurnar léku að skipinn svo dælt, að það iagði sig meir og meir, og seglunum var óðum fækkað, því að golan hafði þegar vaxið og var nú orðin bálviðri. Skipstjóra þótti engu hætt og hlýddi því eigi ráði stýrimanns síns, að leita aptur til hafnar, „Við náum fyrir skerin", sagði hann, „og þá stendur hann prýðisvel". En vindurinn tók á almætti sínu, éins og til að sýna honum, hver þeirra væri sterkari. það hvein í köðiunum, rærnar svignuðu og sundruðust í mél, seglin rifnuðu, og pjötl- urnar þutu og flugu út yflr sæinn, er reis í ofurreiði. Storm- urinn lék að skipinn eins og knetti, það hoppaði á bárunum, og einum skaflinum eptir annan velti yflr það og sveiflaði Öllu írá, er fyrir varð. Eyin, er lá fyrir hafnar mynninu, skyggði á, svo að nú sást skipið eigi lengur af ströndinni; þar stóðu mörg hundruð manna á öndinni af ótta, í hlé við kiappirnar og hátana, sem stóðu uppi. Sumir tóku aldrei sjónpípurnar frá augunum og horfðu alltaf út á sjóinn, en enginn mælti orð. „Nú tekur því fyrir eyna", sagði gamall sjómaður loksins. „það heggur niðri", hrópaði annar, og manngrúinn á strönainni hljóðaði upp af skelflngu og meðaumkun. Briggið var strandað. — Möstrin voru höggvin, og bátuin skotið fyrir borð, en þeir brotnuðu við hliðar skipsins og tveir menn drukknuðu þegar. Hinir tóku dauðahaldi í það, sem eptir var af þiljuskjólinu, og hvað, sem þeir gátu fest hönd á — en var nokkur bjargarvon í þessu ofsaveðri? þeir, sem á ströndinni stóðu og horfðu á, voru alveg utan við sig. j>á heyrðist einhver segja með bænarrödd: „Magnús, þú mátt til að hjálpa, þú verður að fara á stað með bátshöfnina þína, annars drukkna þeir allir. Sérðu ekki, að þeir eru að baða höndunum. Heyrirðu það ekki, ég bið þig að gjöra það fyrir mig.“ En Magnús hirti eigi um bænir Guðrúnar'; hann lét ser nægja að yppta öxlum, því að við skipbrotið var ekkert að gjöra — hann átti annars að vænta en dauðans í bárusænginni köldu. „Vilji Magnús ekki gjöra það, þá skal ég fara“, sagði ein- hver í dimmum karlmannsróm. „Hver kemur með?“ j>að var Bjarni, sem talaði. Hann stóð á ströndinni og sýndist hærri en ella, og andlit hans var enn alvarlegra, en það átti að sér. „Mér er ekki meira að reyna það en Bjarna", sagði fyrst einn, og svo annar, og þannig varð dugnaðardæmi hans fljótt til fyrirmyndar. Sex röskir menn stóðu þegar sjóklæddir. Margir hjálpuðu til að setja hátinn fram, og mörg hjörtu báðu honum góðrar ferðar, þegar hann loksins var kominn út úr briminu. þá mættust augu tveggja, og sá fundur færði förinni heill. Bjarni fékk það svar í augum Guðrúnar, að ást hans væri tekið, og það lypti þreki hans á flug og margfaldaði styrkleik vilja hans. Förin heppnaðist vel; hann hreif skipbrotsmennina úr kverk- (38)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.