Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Page 44
í holdgefandi efni og andardráttarefni; en nú hafa fæstir þá
skiptingu.
Af hinum líflausu (óorganisku) fæðsluefnum er ratnið hið
nauðsynlegasta, og auk þess hafa yms fleiri þýðingu fyrir líka- '
mann t. d. fosforsúrt og kolasúrt kalk fyrir heinin, járn fyrir
hlóðið, flúorkalk fyrir tennurnar, og auk þess matarsalt (klórna-
tríum), kali, natron, magnesía og brennisteinn.
1 vanalegum matyælum eru flest af þeim efnum, sem líkam-
inn þarf yið; en þó eru þau blönduð saman eptir ýmislegum
hlutföllum. Vanalega er í fæðu af plöntu- og dýraríkinu mest 4
af holdgjafalausum efnum, að undanteknum eggjum, þar er
meira af holdgjafanum; hvað öðrum matvælum viðvíkur, þá er
einna mest af holdgjafa í kjöti og baunum. Samsetningin af
öllum efnum er jöfnust í mjólk og korntegundum. Yms mat-
væli eru mjög mismunandi að því, hvað mikið er í þeim af
óorganiskum efnum, sem með þarf til lífsins; í kjöti er mest
af fosfor og kalí, í mjólk klór og fosforsúrt kaík; miklu minna
er af slíkum efnum í korntegundum og kartöflum; í kálmeti er
lítið af beinlínis nærandi efnum, en mikið af ymsum salttegund-
um, og því er það hentugt til viðmetis við öðru, sem minna
hefur af slíku. Ur drykkjarvatni getur líkaminn og fengið þau
„óorganisk" efni, sem hann þarf; í uppsprettuvatni er meira af
þeim en í ám og fljótum.
kí þessu sést, að eigi er hollt og þarflegt fyrir líkamann
að fá alltaf hina sömu fæðu, því þá fær hann ofmikið af sumu,
en oflítið af öðru, og að það er hentugast og bezt, að blanda 1
efnunum sem haganlegast saman í réttum hlutföllum.
Fyrir iöngu hafa menn af óskiljanlegri náttúruhvöt, sein
smekkur, hungur og þorsti hafa skapað, löngu áður en eínafræði
og líffræði þekktist, lært að hagnýta sér matvælin sem bezt og
gjöra þau sem hæfilegust fyrir líkamann. þegar matvælin eru
steikt eða soðin, verða þau betri til meltingar; við hitann
bráðna t. d. fituefnin í keti og vöðvataugarnar verða lausari í
sér; vér borðum salt með kjötmeti, af því oflítið er af því í
sjálfu ketinu; þau næringarefni, sem dragast út við hitann, verða
eptir í soðinu eða súpunni, svo allt hagnýtist sem bezt; í korn-
tegundum og jurtafæðu mýkjum vér með hitanum hvolfavefína
og fjarlægjum það sem er íllmeltandi; við brauði etum vér
smjör, af því oflítið er af fituefnum í því 0. s. frv. Smekkurinn
er- optast ágætur vörður til að gæta þess, að menn neyti að
eins þeirra hluta, sem þarfir eru. Auk hinna eiginlegu matvæla
eða nærandi efna neytum vér og margra hluta, sem eigi eru *
beinlínis til fæðu, en þó geta gert ymsar góðar verkanir í lík-
amanum, þegar þeirra er neytt í hófi, t. d. kaffl, te og vín, sem
örva blóðrásina og hafa áhrif á heilann og taugakerfið.
A leið sinni gegnum líkamann verða matvælin fyrir mörgum
breytingum, uns þau hafa komizt í það form, sem þarflegt er.
Aðalvegir meltingarinnar eru alkunnir, fæðan er tuggin, og
hreyfð með tungunni, og á meðan verka munnvatnskyrtlarnir á
hana til þess að uppleysa hana og breyta henni; í eiuum af
(42)