Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Side 71

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Side 71
mönnura hans mætti fylgja henni með hringinn til vinar síns, og sagði að liann mundi þá undireins fá borgunina. Kaupmaðurinn, spurði ekki frekar um þetta, og ljet einn af undirtillum sín- um fylgja konunni. Hún ók með honum beina leið til lækn- isins, gekk fyrst ein inn til hans og sagðist hafa frænda sinn í för með sjer, og af því að það væri sárt fyrir sig, að sjá upp á hvað þeirra færi á milli, bað hún um að lofa sjer að bíða í her- berginu við hliðana á. Læknirinn ijet svo unglinginn, sem beið með hrínginn fyrir utan, koma inn, og þá tók konan hringinn írá honum og sagði brosandi: þarna er nú maðurinn, sem ætlar að borga reikninginn. Hún fór svo út og sagðist ætla að bíða í herberginn við hliðina á; en þegar hún var pangað komin fiýtti hún sjer burt og ók af stað það sem hestarnir komust. Búðar- maðurinn stóð á meðan frammi fyrir lækninum og beið eptir að fá reikninginn borgaðann. »pjer vitið góðurinn minn að jeg er læknir«, sagði læknirinn, »segið mjer nú hvað að yður gengur«. »það gengur enginn skapaður hlutur að mjer» sagði maðurinn, sem fór að gruna margt. Já, það veit jeg vel að þjer ekki haldið, en látið þjer mig taka á lífæðinni. Búðarmaðurinn hjelt að læknirinn væri að gjöra gabb að sjer, og svaraði í bræði, að hann væri kominn til þess að fá borgaðann reikninginn, sem hann væri með. J>arna koma grillurnar fram í honum hugsaði læknirinn. það er hægt að hugsa sjer hvernig nú fór. Lækn- irinn vildi, eins og auðvitað er, ekki borga, og búðarmaðurinn hjelt, að læknirinn væri í vitorði með þjófnum, varð fokreiður og hótaði að láta sækja lögreglu þjónana. það lág við, að læknirinn ljeti flytja búðarmanninn á vitflrringahús, en til allrar heppni töluðust þeir nánar við, og þá sá læknirinn, að konan hafði gabbað hann herfilega. Barónsfrúin var horfin, og fannst ekki, Kaups kaups. Stúdent nokkur sem var á ferð í fjarlægu landi, sendi systir sinni af stríði bijef, sem ekkert var í annað en »mjer líður vel«, og ekki greitt burðargjald fyrir. Systirin skyldi spaugið, og sendi samdægurs þunganböggul án þess að greiða burðargjald. þegar sendingin kom til bróð- urins, átti hann erfltt með að greiða gjaldið, en þorði þó eigi að senda böggulin tilbaka, af því hann hjelt, vegna þýngslanna, að eitthvað fjemætt væri í honum, sem einsog á stóð, hefði komið honum vel; en þegar hann reif upp böggulin, sá hann, að send- ingin var ekki annað en blágrýtis-stcinri, og miði hjálagður, er þetta stóð á: »Við fijettina að þjer liði vel, fjell þessi þungi steinn frá hjarta mínu«. Heppilegur misgáningur. Stjórnendur stórrar verksmiðju, þóttust hafa ástæðu til að efast um ráðvendni verkstjórans, þeir skrifuðu honumþvíog skip- uðu honum að finna sig næsta ruorgun. Af gáleysi var skrifað ntan á bijeflð til fjehirðisins. Næsta morgun fjekk stjórnar- nefndin svo látandi bijef frá fjehirðinum. »Hjermeð sendi jeg

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.