Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Page 78

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Page 78
Maður sem hugsaði um ekkert annað enn munn og maga, var spurður: Hvað gjörir þú á milli máltíðanna? Jeg melti, svaraði hann. * * * Negri átti í sparasjóði og vildi taka út 1 dollar. Fjehirðir: Eptir lögum sjóðsins má ekki útborga minna en 3 doilara. — Negrinn: pá. tek jeg 3 dollara. pegar hann var búinn að taka við þeim segir hann: Nú legg jeg 2 doll. í sparisjóðinn aptur, lögin eru líklega ekki því til hindrunar herra minn. Hann kom ekki að tómum kofanum hjá gamla surt, sagðí svertinginn um leið og hann gekk út. * * * I ameríkönsku blaði er sagt frá að það sje ekki furða þó stundum verði áflog í kirkiunni í Montana, því stundum kalli sumir hrekkja klápar í miðri pijedikununni. -Já, þetta er nú satt- — Já, þessu getur maður þreifað á, — Nei, þetta er lýgi gamlj hrosshaus. — Ó! farðu nú hoppandi gamli hrognadallur«. pó slarkast þetta optast nær af, nema ef presturinn verður eitthvað úríllur, þá eru kjaptshöggin og áflogin sjálfsögð. * * * Rimman var hroðaleg, orustan hörð, og Jónas bóndi skriðinn inn undir lausarúmið. — »Kondu framm undan rúminu, svínið þitt, raggeitin, liddan, ef þú þorir«, öskraði konan á gólfinu nieð rúmfjölina reidda. — »Nei, kella mín, ekki gjöri jeg það fyrrenn mjer sýnist, jeg ætla nú að sýna þjer að jeg er herra í mínu húsi, og læt ekki ógna mjer til að gjöra annað en jeg sjálfur vil*- . * * * Húsið stóð í björtu báli og húsráðandinn var að bjarga þvl er hann gat; en í fátinu og flýtirnum kastaði hann tengðarmóðm' sinni út um gluggann, en bar sængina sína gætilega ofan stigann- * * Mark Twain var eitt sinn að leika við drenginn sinn; segir þá kona hans: »þjer þykir vænt um drenginn þinn — er ekki svo Sam?« — «Ó! ekki vil jeg segja það, en jeg virði hann vegnn föður hans«. * * Herra minn góður, hvað er þetta! Eruð það ekki þjer sem dóuð hjerna um daginn eða er það þá hann bróðir yðar? Nei, það er ekki jeg, það var hann bróðir minn, en jeg var þó miklu sjúkari en hann. * ^ * Móðirin: þ>að er ljótt að grípa svona fram í, og taka orðið frá munninum á mjer. — Jóhanna litla. Ó! nú veit jeg hvað hann Óli var að gjöra við hana Stínu fram á ganginum áðan. * * * Kennarakonan. Getirðu sagt mjer Óli litli hvað krapta- verk er? — Óli: Já, mamma sagði í gær að það væri kraptaverk ef ungi presturinn okkar vildi giptast kennarakonunni.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.