Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Page 79

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Page 79
Móðirin: J>ú átt að vera góður drengur og greiðugur við fátæku börnin, því »sælla er að gefa en þyggja«. Drengurinn: Já það er nú satt með laxerolíuna. ^ ^ Kennarinn: Er egg karl- eða kvennkyns? Drengurinn: pað er ekki hægt að segja það, fyrrenn búið er að unga því út. * * * Háskoti sem hafði gefið öðrum löðrung stóð fyrir rjettinum °g var dæmdur til að greiða 10 kr. sekt eða sitja 14 daga í fangelsi. Hann kaus að greiða sektina og lagði 20 kr. á borðið “Hjer eru 10 krónurnar og 10 kr. borga jeg fyrirfram, því jeg ®tla að gefa þrælnum á kjaptinn þegar jeg kem út. . * tj: V Englendingur sem var á ferð um hálöndin í Skotlandi, þar sem fáir læknar eru, spyr fylgdarmann sinn Donald: Hvað gjörið þið þegar heimilisfólk ykkar verður veikt og ekki næst til læknis? Við gefum því 1 staup af brennivíni. — Ef það hjálpar ekki? ~ t>á gefum við 2-3-4-Ö staup. — Já, en ef þið a’efið 20 staup og það dugar samt ekki hvað gjörið þið þá? — Já, ef þeim batnar ekki af 20 staupum, þá vil jeg segja að þeir eigi ekki skilið að fá að lifa. * Presturinn: Mikið fjaskalega feitt svín eigið þjer þarna. Bóndinn: Já, það segið þjer satt prestur góður, þess væri oskandi að við værum einsvel búnir undir dauða okkar einsog það. T. G. ÝMISLEGT. # Eíkisskuldir i Frakklandi eru hærri en í nokkru öðru landi í heiminum, sem sje 14,208 mill. krónur, en af stórríkjum í Evrópu hefir þýzkaland minnstar ríkisskuldir, eru þær þó ekkert lítilræði 558 mill. kr. Ríkisskuldir Englands eru 12,615 mill. kr.. í Rússlands 9,688 mill. kr., Ítalíu 8,165 mill. kr., Austurríkis með j Ungveqalandi 6,208 mill. kr. I _ Við þessar stórkostlegu ríkisskuldir hvílir ákafleg útgjalda ( byrði á þjóðunum. þó ekki sje reiknað nema 4 °/o þá eru rent- urnar af ríkisskuldum Frakklands 568,.: mill. kr., sem þjóðin verður árlega að greiða ofan á allar aðrar landsþarfir. pýzkaland sem skuldur minnst af þessum 5 ríkjum verður þó að svara árlega í rentu af ríkisskuldum 22,3 mill. kr. * $: "4: j Herkostnaður ríkjanna í Evrópu er hræðilegur, t. d. hefir þýzka ríkið lánað 805 m'ill. kr. síðan 1875 til að auka her sinn og hervirki, fyrir utan ærna gjald, sern árlega er lagt á þjóðina, og fyrir utan þá 5 milliarda er þjóðverjar fengu við friðarsamn- inginn við Frakka 1871, og sem að miklu leyti voru brúkaðir til herbúnaðar. Fasti herinn á þýzkalandi er 1,113,000 manns. Auk þess eru

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.