Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Page 89

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Page 89
Liggi slripið til drifs á pokinn að vera áveðra útaf bógnrnn. Strengur sá, sem bundinn er í pokann ætti helzt að vera nokkuð langur, svo pokinn liggi nokkuð langt frá skipinu þegar það rekur undan vindinum. Ef skipið siglir með hliðvindi á pokinn að_ vera áveðra útaf bógnum fast við skipshliðina, en þó gjörir olían minnst gagn í þeirri veðurstöðu, því skipið hleypur framhjá áður en olían getur breitt úr sjer. 7. þegar menn á smábátum vilja ná lendingu í álandsvindi og brimj, á að hella olínnni í sjóinn og halda bátnum fyrir framan ólögin þartil olían hefir breytt sig yflr sjóinn fast upp í lend- ingu, en gæta þarf að veðurstöðu og hvernig straumurinn liggur, áður en olíunni er helt i sjóinn. 8. Smátt og smátt þarf að draga olíupokana inn í bátana eða eða skipin, til þess að skoða hvort nóg af olíu er í þeim«. Fjelag það í Lýzkalandi sem að framan er getið, hjelt í næstl. febrúar mán. 19. aðalfund sinn i Berlin. Fræðimaður frá Hamborg gaf meðal annars fundinum þær upplýsningar, að olía úr einni teskeið gæti breiðst yfir 3,115 □ álnir af vatni, og að það væri nægilegt að brúka 4 ptt. af olíu um klukkutímann. Fundarmenn gjörðu góðan róm að ræðu hans og slitu fund- inum með þeirri ósk, að upplýsingar hans og annara, yrðu öflugt meðal til þess, að eyða vantrú manna á verkun olíu í sjáfarháska. T. G. Meðalaldur. Meðan menn eru ungir og heiisuhraustir, hugsa menn sjald- an um dauðann. Ef lífsþrekið er mikið, flnnst æskumanninum það nærri því ónáttúrlegt, að líkami hans eigi i vændum að sæta álíka hnignum og apturför, eins og líkami þeirra gamalmenna, er hann þekkir. Jbá fyrst fara menn nokkurnveginn að trúa því, þegar æskumóðurinn er horfinn og heilsuna tekur að bresta. En trúin er þó næsta hálfvelgjublandiu, og flestir hafa innilega von um, að þeim sje ætlað óvanalega langt líf, og það þó þeir sjeu mjög lasburða. Jpað er auðvitað að það er ómögulegt að segja með neinni vissu hve mörg ár hver einstaklingur eigi eptir að lifa, en á hinn bóginn má sjá það aftöflum lífsábyrgðarfjelaganna, hve lengi menn geta gjört sjer von um að lifa, ef ekkert sjerlegt óhapp vill til. Fjelög þessi hafa semsje látið semja nákvæmar skrár sem sjá má af, hve lengi menn á ýmsum aldri eigi eptir að lifa að meðaltali, en til þess hafa menn reiknað meðaltalið af æflárum mörg þúsund manna í ýmsum stjettum. A þessum reikningum er byggð fjárupphæð sú, er menn verða að borga þegar menn kaupa sjer lífsábyrgð. Hjer fylgir stuttur útdráttnr úr skrá lífsábyrgðarfjelags eins í Lundúnum, og má sjá af henni hve lengi menn að meðaltali eiga eptir að lifa, þegar menn ha'fa lifað svo og svo marga ára tngi. (st) - Á

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.