Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1891, Qupperneq 63
leiðbeining um hvernig para skuli AÐ TIL |)ESS
AÐ FRELSA MENN FRÁ DRUKNUN.
. 1. Áður enn menn kasta sjer í vatnið, eiga menn að fara
ullum fötunum, eins fljótt og mögulegt er, eða ef ekki ertími
'I þess, þá þó að losa um öll bönd, svo fötin ekki fyllizt af
vatni og dragi menn í kaf.
2. Legar menn eru komnir nálægt þeim manni, sem þeir
að frelsa, þá skulu þeir hrópa hátt og greinilega, að hann
síe í engri hættu.
, . 3. Menn mega ekki taka í manninn meðan hann ber í
Wingum sig í vatninu, sem óður væri, því það getur verið hættu-
legt fyrir mann sjálfan, heldur bíða nokkur augnablik eptir því
i ae hann verði rólegri.
i 4. Svo eiga menn strax að synda beint að honum, taka
Iast í hárið á bonum, og um leið velta honum á bakið, eins fljótt
: °g menn geta, og kippa snöggt í hann, því þá flýtur hann betur;
, Sv<> skulu menn velta sjer sjálflr á bakið, og synda þannig til
! !ands, að menn halda með báðum höndum fast í hárið áhonum.
3áðir liggja þá á bakinu, þannig að bakið á þeim, sem er að
jh'ukna, hvílir við brjóstið á þeim, sem bjargar. Á þennan hátt
''Omast menn fyr og betur í land, enn á nokkurn annan hátt, og
,r*enn geta jafnvel synt með fleiri enn einn. Hagurinn við þessa
aðferð er ekki minnst í því fólginn, að bæði sá, sem bjargar og
| 8a> sem bjarga skal, geta haldið höfðinu uppi úr vatninu.
! 5. pegar menn eru að drukna, og missa ráð og rænu, þá
j ílna þeir tökin á manni, og sleppa manni að lokum algjörlega.
j Þo það sje almennt álitið, að þeir, sem eru að drukna, sleppi
\ jjtai tökum á manni, þegar þeir eru örendir, þá þarf þó sá, sem
leynir til að bjarga, naumast að óttast það, því slíkt ber varla við.
I, . 6. Ef maðurinn er sokkinn, og engar öldur eru á vatninu,
1 j*8, geta menn þó átt vissa von á því, að hann liggur beint
1andir loptbólum þeim, sem við og við koma upp á yflrborð
' atnsins; þó verða inenn að taka tillit til fjöru, flóðs og þar af
í ^ðandi strauma, því þá leita loptbólurnar ekki þráðbeint upp.
j Það er opt hægt að vekja mann til lífs, þó hann sje sokkinn.
* „• 7, þegar menn reyna að bjarga manni, sem er sokkinn, þá
j e'ga menn einnig að taka í hárið á honum, en aðeins með
: ?ni>ari hendinni, en brúka hina höndina, og fæturna, til þess að
K°inast upp aptur.
| . 8. Úeir sem bjarga, keppa opt allt ofmikið eptir að komast
f *and. Ef menn geta átt von á, að bátnr komi til að bjárga,
i straumurinn er frá landi, þá er miklu ráðlegra að þreyta ekki
* . It'óti straumnum, heldur aðeins kasta sjer á bakið, og halda
‘Jer rólega uppi, þangað til báturinn, eða önnur hjálp kemur.
9. þessar reglur gilda jafnt, hvort sem það er í öldugangi
s.jo eða í straumvötnum.
S. H.
(49)
4