Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 75
Íað gengi makalaust nákvœmlega; en það var ómögulegt, allt, sem
essi auli gat skilið, var það, að órið gengi fjórum mínútum of
h®gt, og þess vegna þyrfti nauðsynlega, að snúa stillinálinni.
Af þessari ástæðu framkvæmði hann líka þenna svívirðilega glæp,
"jeð miskunnarlausri ró, en jeg dansaði liringinn í kringum hann
eins og vitlaus maður, og sárhændi hann, að snerta ekki við
urinu framar.
Úrið mitt fór nú að flýta sjer. það flýtti sjer æ meir og
jueir með hverjum degi. Áður en vika var liðin, var það búið að
■a ógurlega hitaveiki, og sló æð þess sjálfsagt 150 slög á mínút-
unni. pegar liðnir voru tveir mánuðir, voru allar klukkurp bæn-
Uin orðnar langt á eptir því og það þá orðið liðugum þrettán
uögum á undan almanakinu. pað var komið á kaf í nóvember-
snjóana, þó að októberblöðin hjengu enn á trjánum. pað rak
s'’° gríðarlega eptir húsaleigu, víxlurn og þessháttar hlutum, að
slíkt var með öllu óþolandi.
Jeg fór því með úrið til annars úrsmiðs, til þess að fá það
sett rjett. Hann spurði mig hvort nokkurntíma hefði verið gjört
v'ö það áður. Jeg neitaði því, og sagði að það hefði aldrei þurft
?Ögjörð, fyr en þetta. þegar hann heyrði þessi orð mín, skein
'flgirnisleg gleðin úr augum hans þegar hann opnaði úrið; síðan
stakk hann stækkunargleri í augnatóptina og tók að stara á verkið
[ úrinu. Hann sagði, að það þyrfti að hreinsa það, og bera á
Pað olíu, og loks pyrfti að setja það ijett og nákvæmlega.
Eptir að búið var að hreinsa úrið, bera á það og setjaþað
"rjett., fór það heldur en ekki, að seinkasjer; það tók að höggva
haegt og hægt, eins og þegar hringt er líkfararklukku. Jeg fór
að koma ofseint til járnbrautarstöðvanna, og á öllmannamót; en
Pað, sem verst var af öllu var það, að jeg íjekk engan miðdags-
inat. Einusinni átti jeg að fá víxil borgaðan, eptir þrjá dagay
en úr þeim teigði úrið mitt svo, að þeir urðu að fjórum dög-
um, 0g þá vildu skuldunautar mínir eigi framar borga víxilinn.
“eg fór að smáhrökklast apturábak; fyrst þangað til í gær, svo
þangað til í fyrradag, svo þangað til í vikunni, sem leið, og
smámsaman fór jeg að verða var við, að jeg drógst áfram í
hinni hátíðlegu einveru minni í hitteðfyrra vikunni, en tíminn
hljóp frá mjer, sem óður væri. Mjer fannst einhver hulinn skyld-
leiki með mjer og •múmíunni. á forngripasafninu, mig eins
°g hálflangaði til að fara að spjalla við hana, ef þess væri kostur.
Jeg hjelt því aptur af stað til úrsmiðs; hann tók það allt
i sundur, ögn fyrír ögn, meðan jeg beið, og svo sagði hann að
óróinn væri farinn að láta sig. Hann sagðist mundi geta gjört
við þetta á jiremur dögum; og það gjörði hann líka. Upp frá
þessu hjelt úrið nokkurskonar meðaltíma. Hálfan daginn hljóp
það eins og fjandinn hefði lofað því góðum hlutum, og linnti
ehki látum, að ólmast áfram, þar til jeg loksins hætti að heyra
®jálfan mig hugsa; og á meðan þessi gállinn var á því, þá gat
náttúrlega ekki eitt einasta úr 1 öllu landinu gengið á við það;
hinn helming dagsins, fór það aptur á móti að hægja á sjer,
°g drattaðist þá aldrei úr sporunum; loks voru öll önnur úr
(61)