Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 76

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 76
orðin því jafnhliða, og þegar sólarhringurinn var á enda, þá þrammaði það framtijá dómkirkjustöplinum einmitt á rjettum tíma. [>að gjörði hvorki meira nje minna, en skyldu sína, og sýndi ávatlt þenna meðaltíma. þetta er nú samt sem áður mjög efa- samur áreiðanlegleiki hjá úri, og fór jeg því aptur með það til úrsmiðs. Hann sagði, að standurinn væri brotinn. Jeg sagðist vera mjög glaður yflr því, að ekki gengi meira að pví, en þegar satt skal segja, þá hafði jeg ekki minnstu hugmynd um, hvað hann meinti, en svona frammifyrir ókunnum manni, gafjegekki um, að láta mikið bera á vanþekking minni. Úrsmiðurinn gjörði við hinn áminnsta stand, en það, sem úrið vann, að einu leitinu, því tapaði það að hinu. Pjrst gekk það stundarkorn, svo stansaði það, svo tók það snögglega á sprett, og svo stansaði það aptur, en í hvert skipti, sem það tók sjirettinn, sló það eins og byssa, þegar úr henni er hleypt. í nokkra daga, gekk jeg með svæfil á brjóstinu, og rölti svo loks af stað með það til úrsmiðs. Hann tók það í sundur, tægju fyrir tægju, og sneri og sneri pörtunum undir sjónauka sínum; síðan sagði hann, að það væri eitthvað bogið við stöðvarann. Hann gjörði við það, og setti það af stað aptur. Nú gekk það vel, að því undanskildu, að þegar klukkuna vantaði 10 mín. í tíu, þá festust vísirarnir saman, og frá því augnabliki urðu þeir samferða, eins og einn vísir væri. Enginn lifandi maður gat sjeð livað tíma leið á slíku úri, og því fór jeg aptur með það til úrsmiðs, til þess að fá nú góða aðgjörð á því. Hann sagði, að glasið væri beiglað, og að fjöðrin væri ekki vel bein; auk þess þyrfti nokkur hluti verksins aðgjörðar við. Hann gjörði við þetta, og svo gekk það alveg rjett, að því undanteknu, að þegar það hafði gengið ofur rólega í 8 tíma. J'á fór það skyndilega að suða eins og býfluga, en vísirarnir tóku til að snúast eins og skópparakringla, og það svo ótt, að þeir misstu sitt upphaflega sköpulag og virtust að vera, bara eins og fínn kongulóarvefur, sem væri strengdur yflrskífuna. þeir skeið- uðu yflr alla klukkutíma sólarhringsins á 6-7 minútum og svo íór það í spón með háum hvelli. Með þungum hug fór jeg aptur til úrsmiðsins; þar beiðjeg og horfði á, að hann tók sigurverk mitt í sundur; var jeg þá að hugsa um, að yfirheyra hann stranglega, því þetta fór að verða alvarlegt mál, að mjer þótti. Úrið hafði upprunalega kostað 200 dollara, og nú ímyndaði jeg mjer, að jeg væri búinn að kosta til aðgjörða á því að minnsta kosti 2000 dollurum. J>egar jeg virti hann betur fyrir mjer, þekkti jeg þar gamlan kunningja frá fyrri dögum. Hann hafði verið maskínumeistari á gufuskipi og þó í löku meðallagi, þar ofaní kaupið. — Hann rannsakaði verkið mjög nákvæmlega, alveg eins og hinir aðrir úrsmiðir höfðu gjört, og svo ljet hann í ljósi álit sitt um það í sama drembilega rómnum og hinir: »pað missir ofmikla gufu .... þjer verðið, að hengja stóra skrúfulykilinn á öryggis- pípunal« sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.