Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1891, Qupperneq 86
Á Borgnndarhólmi, sem er lítil eyja, fiskaðist 1887. 63,000
pd. af laxi, sem veiddist, allur úr sjó; að meðaltali var hver
lax að þyngd 19 pd. En frá íslandi var að meðaltali í 5 ár 1889
—1884 ttutt 37,700 pd. af laxi. Mundi eigi vera hægt að veiðí*
lax í sj ó við ísland eins og við Borgnndarhólm, einkum á vorin
fyrir framan laxár mynni.
Línur þær, er Borgundarhólmsmenn leggja í sjó fyrir
eru mjöglíkar linum þeim, sem lagðar eru fyrir þorsk við ísland,
bæði hvað snertir gildleika línuássins og lengd milli öngultaum-
anna. Aunglarnir eru nokkuð minni sem svarar nr. 9 og beittir
nýrri smásíld.
Aðalmunurinn á veiðiaðferðinni við þorsk og lax er sú: að
þorskalínur eru vanalega lagðar við sjáfarbotninn, en laxalínur
ofarlega, 1—2—3 faðma frá yfirborði sjáfarins.
*
Björgunarfjelagið enska á nú 293 björgunarbáta; með
þeim frelsaði það, árið sem leið, úr sjáfarháska 626 menn, og2b
skip. Útgjöld þess voru næstliðið ár 1,152,000 kr.
* * *
Árið 1887 voru 149 frönsk skip við fiskiveiðar kringum ís'
land, en árið áður voru skipin 205. Bæjarbúar í Fécamp, Saint'
Malo og Dieppe hafa í bráð hætt að senda skip til íslands; þeim
þykja veiðarnar ekki svara kostnaði.
*
, .. í{t
Árið 1889' náðust á Flateyri við Ömmdarfjörð 63 hvalir og
við Langeyri 65.
* * *
Hraðritari einn við ríkisþingið í Berlín hefur reiknað svo, að
þingskörungurinn Rickert talaði 153 orð á mínútunni, fríherra
Stumm 148, Bismarck 144 og Bamberger 129 orð.
, * *
I Vesturheimi reyndu nokkrir hraðritarar með sjer, hver
þeirra gæti skrifað flest orð á 5 mínútum. Sá sem reyndist
snjallastur ritaði á 5 mín. 1337 orð, annar ritaði 1308 orð, en
þar næst hinir mest 1000 orð.
*
Næstliðið ár reyndu menn í Frakklandi hve hraðfleygar
brjefdúfur væru. Sú hraðasta flaug 33 d. mílur á 2 klukkutímum
og 40 mínutum. Önnur flaug 66 d. m. á 6 tímum og 30 mínút-/
um og sú þriðja, og yngsta, flaug 47 mílur á 5 tímum og 15
mínútum; þannig hefur 1. dúfan flogið á einni stund 12’ Js mil.,
önnur liðugar 10 og sú þriðja nærri því 9 (2 þingm. leiðir) míluri
^ í ^
Gufuvagnalestin. sem fer milli Lundúna- og Edinborgar, er
hraðskreiðust allra gufuvagnalesta í norðurálfunni. Á8'/i klukku
tíma fer hún 85 danskar mílur, eða 10 mílur á klukkutíma. Naest
henni er vagnlestin, sem fer milli Berlín og Köln; hún fer 79 d.
mílur á klukkustundunni, eða því nær 8 mílur á klukkutimanum.
X. G.