Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 56
NOKKRIR MESTU AUÐMENN HEIMSINS.
Auðugasti maðurinn, sem nú er uppi, er Ameríkumaðurinn
Gould. Eigur hans voru fyrir hjerumbil tveim árum síðan
metnar í »Revue des deux Mondes« á 1200 milliónir
króna, og tekjur hans á ári hverju á 50 milliónir. |>að er
sagt að foreldrar hans hafi verið fátækir, og framan af æfinni
var hann sjálfur blásnauður; mest af þessum auð hefur hann
grætt á járnbrautum. Næstur honum er Mackay, og er hann
líka Ameríkumaður. Hann á meðal annars silfurnámur miklar,
eigur hans eru metnar á 1100 mill. kr., en árstekjurnar er 4i>
mill. krónur. Rothschild lávarður í Lundúnum er þriðji í röð-
inni og á hann 750 mill. kr. Vanderbilt, í Ameríku, er sá
fjórði; hann á 500 mill. kr.; fimmti mesti auðmaður heimsins
heitir J o n e s; hann á 450 mill. kr., og er hann einnig Amerikumður.
Astor og Russel Saga eru líka Ameríku-menn; hinnfyrnefndi
á 300 mill. kr. en hinn síðarnefndi 120. Richard Grossvenor,
hertogi af Westminster á 380 mill. kr. virði; liann er auðugastur
allra jarðeigenda í norðurálfunni; hertoginn af Sutherland og
markíinn af Bute eiga 100 mill. kr. hvor. Fátækastur þein'a
auðmanna, sem alm. þjóðvinaijl. flytur myndir af er Gordon
Bennet, í Ameriku, eigandi blaðsins New York Herald; hann
á 60—70 mill. króna. þó verður honum ekki brugðið um að
hann hafi farið illa með reitur sínar, því nú á hann nálega eins
margar milljónir, eins og tugir þeirra króna voru, sem hann
byrjaði búskapinn með.
700 menn í heiminum eiga yfir 25 mill. kr. þar af eru 200
í Englandi, 100 í Bandafylkjunum, 100 á þýzkalandi og Austur-
ríki, 75 á Frakklandi, 50 á Rússlandi, 50 á Indlandi og 125 i
öðrum löndum heimsins.
Vanderbilt hefur sagt: »það er of þung byrði fyrir einn
mann að eiga 200 milliónir dollara, eða þar fram yfir, það of-
þýngir manni, en gleður ekki. Jeg er ekki sælli enn nágranni
minn, sem á 50 milliónir; hann hefur minna um að hugsa, lifir
sælla lífi og lifir lengur«.
(48)