Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1891, Page 76

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1891, Page 76
orðin því jafnhliða, og þegar sólarhringurinn var á enda, þá þrammaði það framtijá dómkirkjustöplinum einmitt á rjettum tíma. [>að gjörði hvorki meira nje minna, en skyldu sína, og sýndi ávatlt þenna meðaltíma. þetta er nú samt sem áður mjög efa- samur áreiðanlegleiki hjá úri, og fór jeg því aptur með það til úrsmiðs. Hann sagði, að standurinn væri brotinn. Jeg sagðist vera mjög glaður yflr því, að ekki gengi meira að pví, en þegar satt skal segja, þá hafði jeg ekki minnstu hugmynd um, hvað hann meinti, en svona frammifyrir ókunnum manni, gafjegekki um, að láta mikið bera á vanþekking minni. Úrsmiðurinn gjörði við hinn áminnsta stand, en það, sem úrið vann, að einu leitinu, því tapaði það að hinu. Pjrst gekk það stundarkorn, svo stansaði það, svo tók það snögglega á sprett, og svo stansaði það aptur, en í hvert skipti, sem það tók sjirettinn, sló það eins og byssa, þegar úr henni er hleypt. í nokkra daga, gekk jeg með svæfil á brjóstinu, og rölti svo loks af stað með það til úrsmiðs. Hann tók það í sundur, tægju fyrir tægju, og sneri og sneri pörtunum undir sjónauka sínum; síðan sagði hann, að það væri eitthvað bogið við stöðvarann. Hann gjörði við það, og setti það af stað aptur. Nú gekk það vel, að því undanskildu, að þegar klukkuna vantaði 10 mín. í tíu, þá festust vísirarnir saman, og frá því augnabliki urðu þeir samferða, eins og einn vísir væri. Enginn lifandi maður gat sjeð livað tíma leið á slíku úri, og því fór jeg aptur með það til úrsmiðs, til þess að fá nú góða aðgjörð á því. Hann sagði, að glasið væri beiglað, og að fjöðrin væri ekki vel bein; auk þess þyrfti nokkur hluti verksins aðgjörðar við. Hann gjörði við þetta, og svo gekk það alveg rjett, að því undanteknu, að þegar það hafði gengið ofur rólega í 8 tíma. J'á fór það skyndilega að suða eins og býfluga, en vísirarnir tóku til að snúast eins og skópparakringla, og það svo ótt, að þeir misstu sitt upphaflega sköpulag og virtust að vera, bara eins og fínn kongulóarvefur, sem væri strengdur yflrskífuna. þeir skeið- uðu yflr alla klukkutíma sólarhringsins á 6-7 minútum og svo íór það í spón með háum hvelli. Með þungum hug fór jeg aptur til úrsmiðsins; þar beiðjeg og horfði á, að hann tók sigurverk mitt í sundur; var jeg þá að hugsa um, að yfirheyra hann stranglega, því þetta fór að verða alvarlegt mál, að mjer þótti. Úrið hafði upprunalega kostað 200 dollara, og nú ímyndaði jeg mjer, að jeg væri búinn að kosta til aðgjörða á því að minnsta kosti 2000 dollurum. J>egar jeg virti hann betur fyrir mjer, þekkti jeg þar gamlan kunningja frá fyrri dögum. Hann hafði verið maskínumeistari á gufuskipi og þó í löku meðallagi, þar ofaní kaupið. — Hann rannsakaði verkið mjög nákvæmlega, alveg eins og hinir aðrir úrsmiðir höfðu gjört, og svo ljet hann í ljósi álit sitt um það í sama drembilega rómnum og hinir: »pað missir ofmikla gufu .... þjer verðið, að hengja stóra skrúfulykilinn á öryggis- pípunal« sagði hann.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.