Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Page 6
að sigurverk syna 4 mínútur yfir hádegi, þegar súlspjaldið sýnir
hádegi sjálft (kl. 12); við 24. Okt. stendur 11 44'; það merkir: að
þá skulu sigurverk sýna 11 stundir og 44 mínútur, þegar súl-
spjaldið sýnir hádegi, o. s. frv.
í þriðja dálki er töluröð, sem sýnir hvern tíma og mínútu
tungl er í hádegisstað á hverjum degi; þar af má marka sjávai-
föll, flóð og íjörur.
í yzta dálki til hægri handar stendur hiö forna íslenzka tímatal;
eptir því er árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta og 4 daga um-
fram, sem ávallt skulu fylgja þriðja mánuði sumars; í því er
aukið viku 5. eða 6. hvert ár í nýja stíl; það heitir sumarauki
eða lagníngarvika.
Ávið 1907 er sunnudagsbókstafur: F. — Gyllinital: 8.
Milli jóla og langaföstu eru 6 vikur og 5 dagar.
Lengstur dagurí Reykjavík 20 st.56m., skemmstur3 st.58 m.
Myrrvab 1907.
1. Sólmyrkvi 14. Janúar, sjest ekki á íslandi. Hann sjest
í því nær allri Asíu og í þeim hjeruðum Evrópu og Afríku, seni
liggja í grend við Asíu, og verður almyrkvi í mjóu belti, seno
liggur yfir Mið-Asíu, Mongólíið og Mantsjúríið.
2. Tunglmyrkvi 29. Janúar, sjest ekki á íslandi. Hann
nær yfir 7/10 af þvermæli tunglhvelsins.
3. Sólmyrkvi 10. Júlí, sjest ekki á íslandi. Hann sjest 1
Suður-Ameríku, og verður þar hringmyndaður í mjóu belti.
4. Tunglmyrkvi 25. Júlí um morguninn. Hann stendur yfi1
frá kl. 1. 36' til kl. 4. 13' f. m. eptir Reykjavíkur klukku og er
mestur kl, 2. 55', 8/10 af þvermæli tunglhveísins. Á íslandi sjest
ekki nema byrjun myrkvans, með því að tunglið gengur undn>
þegar sólin kemur upp.
Merkúrius gcngnr fyrir sólina. 14. Nóvember geng111
plánetan Merkúríus fyrir norð-austurhluta sólhvelsins eins og
ofurlítill dökkur díll frá kl. 9 f. m. til kl. lí1/^ e. m. það fyrir-
brigði má sjá á íslandi, en tæpast með berum augum. Menn
sknlu varast að horfa í sólina án ofbirtuglers.