Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Qupperneq 58
á Flateyjarhöfn á Breiðafiröi. A Dynjanda í Arn-
arfirði lirakti í sjóinn 40—50 fjár.
Janúar 8. Páll Pálsson, vinnupiltur frá Kotströnd í
Ölfusi varð úti.
— s. (i. Finnur Vigfússon frá Eskifirði, Bjarni Ei-
ríksson frá Bakkagerði í Reyðarfirði, Pjetur Jóns-
son og Sigmar Hallgrímsson frá Haukstöðum á
Jökuldal, urðu úti. — S. d. gekk stórbrim með
ofsaveðri í Ólafsfirði, sem gerði stórskemdir á
skipum og bátum.
— 10. Guðmundur Jónsson vinnumaður frá Vaðnesi
í Grímsnesi fórst niður um ís á Soginu, ásamt
nokkrum kindum er hann rak á undan sér.
— 13. Ofsaveður með úrfelli gekk í Skagafirði, pá
í'auk brúin á Svartá hjá Reykjum og brotnaði.
— 10. Botnverpingur strandaði á Breiðamerkursandi,
menn bjöiguðust.
— 17. Hús pöntunarfélagsins á Vopnafirði brann til
kaldra kola með öllu sem í var.
— 21. Verzlunarhús Gríms Laxdats á Vopnafirði
brann með öllu sem i var.
— 23. Oddur bóndi Stigsson í Skaftárdal, sá er sagt var
að svelt hefði dreng í hcl.drukknaði í Skaftá í Skaftárt.
— 27. Ofsaveður á Austurlandi, mest í Borgarfiði
(eystra), par fuku húspök á sæ út, af íbúðar- og
verzlunarhúsum Porsteins kaupm. Jónssonar.
— 28. Botnverpingur strandaði við Pjórsárós, menn
björguðust.
— 28.-29. Jarðskjálftakippir, sumir all-snarpir, fund-
ust í Reykjavík, Hafnarfiröi og Akranesi.
— Seint í p. m. Varð úti Ragnar Jónsson vinnu-
maður á Hólmavík í Strandasýslu.
Febrúar 14. Botnverpingur fórst og 7 menn með
honum við Reykjanesskaga, en 6 mönnum bjargað.
— 16. Eggert Guðmundsson ljósmyndari frá Sönd-
um í V.-Skf.sýslu fórst niður um ís á Kúðafljóti.
(46)