Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Síða 71
Árbók útlanda 1905.
Janúar 1. Rússar (Stössel) gefast upp í Port Arthúr
fyrir Japansmönnum (Nogi). Af Rússum hafa fallið
í umsátinni 10 þús., er 14 þús. eru sárir ogsjúkir;
af Japansmönnum hat'a fallið 11 þús., en 44 þús.
eru sárir og sjúkir.
— 2. Blaðið »Times« flytur bréf L. Tolstois til Rússa-
keisara, ritað fyrir 2 árum, er T. hélt að hann
mundi deyja.
— 4. Japanskir fánar dregnir upp í Port Arthúr.
— 5. Rússar yfirgefa Port Arthúr, alls 48 þús. manna.
Herforingjunum geíið frelsi gegn drengskaparheiti
um að taka ekki framar þátt í ófriðinum.
— 11. Deuntzers-ráðaneytið í Danmörku beiðistlausn-
ar. 13. s. m. tekur J. C. Christensen-Stadil, áður
kirkju- og kenslumálaráðherra, að sér að mynda
nýtt ráðaneyti.
— 16. Hefst verkfall járnsm.verkm í St. Pétursborg.
— 18. Combes ráðaneytið í Frakklandi beiðist lausn-
ar. 21. s. m. tekur Rouvier að sér að myndanýtt
ráðaneyti.
— 22. Verkfallsmenn í St. Pétursborg ganga í hátíða-
göngu til vetrarhallar lceisarans, með Gapon prest
í fylkingarbroddi, en eru skotnir svo þús. skiftir.
— 23. Hefst uppreisn í Moskva.
Janúar 24. Hefjast uppreisnir í Odessa, og Sevastopol.
— 25. Trephoff settur til valda í St. Pjetursborg til
þess að kæfa uppreisnina.
— S. d. Maxim Gorki tekinn fastur í Ríga.
— S. d. Hefst stórorusta milli Rússa og Japansmanna
sunnan við Múkden í Mansjúríu og stendur til 29.
s. m. 700 þús. taka þátt i orustunni. Hvorugir
vinna á.
— 26. Hefjast óeirðir í Ríga og Helsingfors.
— S. d. gera 30 þús. manna verkfall í Moskva.
(59) [c* ,