Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 75
Ágúst 13. I'er fram almenn atkvæðagreiðsla i Noregi
um það, hvort slíta skuli sambandi við Svíþjóð.
368,200 alkv. með, en 184 móti.
— 17. Nýr samningur gerður milli Japans og Kóreu,
er veitir Japönum þar aukin verzlunarrjettindi.
— S. d. Peary leggur á stað í nýja heimskautsför.
•— 18. Rússakeisari augl. reglur um kosningar til
hins fyrirhugaða þings og fyrirkomulag þess. Sér-
stök nefnd skipuð til að kveða á um hluttöku
Póllands og Asíufylkjanna í kosningunum.
— 21. Alment verkfall í Póllandi vegna óánægju með
keisaraboðskapinn.
— 22. Víða í Rússlandi látin í Ijósi óánægja yfir
ýmsum atriðum í boðskap keisarans.
— 24. Ilerlögum lýst yfir Varsjáfylki í Pólfandi.
— 31. Hefst fundur i Karlstad á Vermlandi í Svíþjóð
til þess að semja um skilyrðin fyrir aðskilnaði
Noregs og Svíþjóðar. 4 fulltrúar frá hvoru land-
inu um sig. Fundir haldnir fyrir luktum dyrum.
Sept. 4. Orusta við Rakú milli Tartara og Armeninga.
— 5. Komúra og Witte skrifa undir friðarsamninga
milli Rússa og Japansmanna. Helstu friðarskil-
yrðin þessi: Rússar verði burt úr Mansjúriumeð
alt herlið sitt og láti af hendi járnbrautina suður
frá Harbín; Japanar fái yfirráð yfir Port Artliúr, hálfa
Shakalíney og verndarvald yflr Koreu. Rússar greiði
Japönum fyrir framfærslu hertekinna manna.
— 7. 1000 menn falla í óeirðum i Kákasus, en marg-
ar þúsundir særast.
— 8. Jarðskjálftar miklir á Suður-Italíu.
— 17. Koma þær fregnir frá Karlstad, að samningar
takist, en til þessa helst búist við striði milli Norð-
manna og Svía.
— 25. Karlstads-samningurinn opinberaður í Stokk-
hólmi og Kristjaníu.
— 28. Witte kemur heim til St. Pétursborgar frá,
Ameríku; er skömmu síðar veittur greifatitill.
(63)