Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 78
■*
Málshættir.
fFramli. frá almanaki fvir áriö 1904,).
Sér eigaar smali fé, pótt engan eigi sauðinn.
Sér framsýnn veg. þótt sitji í myrkri.
Sér kann jafnan hygginn hóf.
Sérvizkan er óviti verri.
Sér æ gjöf til gjalda.
Settu eigi hól á sjálfsgjörðir.
Sezt spé í sjálfs kué.
Sjaldan bítur gamall refur nærri greni.
Sjaldan er bagi að bandi.
Sjaidan er gagn að göngukonu og góu ís.
Sjaldan er gýll fyrir góðu, nema úlfur eftir renni.
Sjaldan er lymskur lundhastur.
Sjaldan er búdrjúgt, sem margar eru matseljur.
Sjaldan hlýtur húkandi happ.
Sjaldan launar deigur ljár langa brýnslu.
Sjálfs er höndin hollust.
Sjálfs eru vítin verst.
Skaðinn gjörir mann hygginn, en ekki ríkann.
Snauður má löngum að litlu lúta.
Sníddu pér stakk eftir vexti.
Stór byrgði Ijej’gir sterkan hrygg.
Stór eru pín lúngu ef ég er hjartað, sagði stúlkan.
Svei báðum, að þeim ólöstuðum.
Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.
Svo er hestur, sem liann er hafður.
Svo má brýna deigt járn, að biti.
Svo má góðu venjast, að gæðalaust pyki.
Svo skal leiðann forsmá, að ansa honum engu.
Taktu ekki stærri byrði en borið getur.
Tamt er fólskum friði að spilla.
Tíðin tekur og gefur alla hluti.
Trautt skaltu trúa fljúgandi fleini og fallandi báru.
Tvisvar verður sá feginn, sem á steininn sezt.
Ungur má, en gamall skal.
(66)