Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Qupperneq 38
XXXVI
Yfirmaðurinn á varðskipinu við ísland 1902 hefir samið
og skýrt frá heimildaratriðum þeim, sem töflur þessar fela
I sér. Þau eru samin aðallega eptir athugunum, sem ís-
lenzkir athugarar gerðu sama árið á þessum stöðum.
Plíineturnar 1015.
Merkúríns er vanalega svo nærri sólu, að hann sést
ekki með berum augum. 6. febrúar, ji. maí og 28. sept-
ember er hann lengst í austurátt frá sólu. 20. marz, 19.
júlí og 7. nóvember er hann lengst í vesturátt frá sólu.
Hann sést bezt kringum 6. febrúar, er hann gengur undir
21/* stundar eptir sólarlag, og um 7. nóvember, er hann
kemur upp 2^/3 stundu fyrir sólarupprás. I. febrúar sést
Merkúríus í grennd við Júpíter.
Venns skín skærast í ársbyrjun og kemur þá upp 4
stundum fyrir sólarupprás. 6. febrúar er hún lengst I vest-
urátt frá sólu og kemur upp 21/a stundu fyrir sólarupprás.
í ofanverðum febrúar kemur hún upp 1 stundu fyrir sól-
arupprás, og næstu mánuðina á eptir leynist hún í geisl-
um sólarinnar. 12. september gengur hún á bak við sól-
ina yfir á kveldhimininn, en fer þó ekki að sjást þar fyr
en undir árslokin, og sést þá um sólarlag mjög lágt á
lopti í suðri.
Marz sést ekki fyrra helming ársins. Um miðjan júlí
kemur hann upp um miðnætti, í öndverðum október kl.
10 e. m. og I árslokin kl. 8 e. m. Marz reikar allan árs-
hringinn í austurátt meðal stjarnanna í dýrahringnum, frá
Skotmannsmerki til Ljónsmerkis. í september reikar hann
suður á bóginn fram hjá tvíburunum Kastor og Pollúx, en
um miðjan desember norður fyrir Ljónshjartað, Regúlus.
Nóttina 2.—3. október verður Marz yfirskyggður af tungl-
inu (sjá „Myrkvar"). Marz nálgast allan árshringinn jörð-
ina. Fjarlægð hans frá henni er í ársbyrjun 2*/» sólíjar-
lægðir, en í árslokin ekki nema s/e sólfjarlægðar, svo að
hann skín allskært undir árslokin, og þekkist á roða-
skini sínu.
Júpíter sést í janúar snemma á kveldin lágt á lopti
í suðri og útsuðri (SV.), 24. febrúar reikar hann á bak við
sólina yfir á morgunhimininn, en fer þó ekki að sjást þar
fyr en í ágúst. 17. september er hann gegnt sólu og sést
um miðnætti í suðri 22 stig fyrir ofan sjóndeildarhring
Reykjavíkur. Hann sést áfram í suðri: í ofanverðum októ-
ber kl. 9 e. m., í ofanverðum desember kl. 6 e. m. og