Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 64
kastaði miklu sterkari og magnaðri geislum frá sér
heldur en Becquerel-geislarnir eru. Hún ályktaði
petta af því, að hún gat sannað með ýmsum tilraun-
um tilveru pessara sterku geisla. En nú var eftir að
íinna petta ópekta efni — geislavaldinn sjálfan —
sem frú Curie seinna nefndi radíum.
Eríiöleikarnir voru miklir. Pað var í jarðlegund-
inni »Pechblende«, sem frú Curie fann nýju geislana
og nýja frumefnisins hlaut pví að vera að leita ein-
mitt í pessari jarðtegund, sem aðallega er unnin í
Jóakimsdal í Bæheimi. Austurríki á par námu, sem
aðallega er rekin í pví skyni, að vinna úraníum úr
jörðinni; en úraníum er notað við glergerð. Til pess
að vinna úraníum úr »Pechblende« er jarðtegund
pessi brædd með sóda, síðan blönduð vatni og upp-
leysist pá einmitt sá hlutinn, sem lieíir úraníum inni
að halda, en frá hinu, sem eftir verður, komu ein-
mitt pessir sterku geislar, sem frú Curie hafði fundið
og par er pví radíums að leita. Nú var pað sýnilegt,
að mikið mjmdi purfa af »Pechblende« til pess að
vinna mætti úr pví litið eitt af nýja efninu — radíum.
Frú Curie leitaði nú fyrir sér um kaup á pessari
dýrmætu mold. Stjórnin austurríska varð vel við
málaleitun hennar og sendi henni til Parísarborgar
heila smálest (2000 ®) af peirri jarðtegund, sem hún
bað um, svo nú virtist vera úr nógu að moða. Eftir
langar og flóknar efnafræðilegar tilraunir, sem pau
unnu bæði að, frú Curie og maður hennar, hepn-
aðist peim að einangra efnið klórbaríum, sem í pví
ástandi, sem pað lá fyrir, reyndist sérstaklega geisla-
ríkt, og ályktuðu pau Curie-hjónin pví, að hér myndi
liggja fyrir hið nýja efni — radíum — í sambandi
við klórbaríum. Pessi tvö efni voru svo skilin í
sundur og sigurinn var unninn — radíum var fundið.
En menn geta gert sér í hugarlund, að verkið heflr
verið erfitt, pvi að úr 2000 pundum af jarðtegund-
inni reyndist ekki að vera meir en 2/10 úr grammi af
(14)