Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Side 66
tnynda þar spegilmyndir. Eins og allir vita brotna
ljósgeislarnir þ. e. breyta stefnu sinni, er þeir fara í
gegnum aðra hluti t. d. gler. Petta gera radíum-
geislar ekki; þeir halda beina leið, lita hvorki til
hægri né vinstri og komast á rás sinni í gegnutn
flesta hluti, jafnvel málma, og einmitt þetta er eitt
hið furðulegasta í eðli þessara geisla. Við radíum-
lækningar eru l. d. oft brúkaðar blýplötur — geisl-
arnir látnir fara fyrst í gegnum þær áður en þeir
komast inn i líkama sjúklingsins, til þess að áhrif
þeirra verði ekki skaðvæn.
Frú Curie heflr fundið þrennskonar radíumgeisla,
svonefnda a, b og c-geisla; a-geislarnir eru veikastir,
en c-geislarnir eru afarsterkir, komast jafnvel í gegn-
um tveggja þumlunga þykkar blýplötur án þess að
missa mikið af krafti sinum.
Einna mesta eftirtekt hafa vakið áhrif radíum-
geislanna á hold manna og dýra. Hörundið roðnar,
og ef það er nægilega lengi undir áhrifum geislanna
verður úr þessu sár, sem oft er lengi að gróa. Pró-
fessor Curie fékk einu sinni að kenna á þessu. Hann
var að gera ýmsar tilraunir; m. a. lagði hann eitt
sinn hylki með örlitlu af radíum við handlegg sinn
og lét það vera þar kyrt í 10 klukkustundir. Af þessu
myndaðist sár á handlegginn og liðu 4 mánuðir áð-
ur en sárið var fullgróið.
Pessi áhríf radíums á líkamann urðu til þess, að
menn fóru að reyna það til lækninga. Pað kann nú
í fljótu bragði að virðast einkennilegt, að efni, sem
veldur alvarlegum sárum, geti komið sjúklingunum
að liði. En hluturinn er sá, að veikt hold, t. d.
krabbamein, eyðist miklu fyr af geislunum, heldur
en heilbrigða holdið, sem næst er meininu; og hér
ganga radíum-læknarnir auðvitað á lagið. Peir reyna
að stilla svo til, að geislarnir verki nægilega lengi á
meinið til að eyða því, en þó ekki svo lengi, að heil-
brigðum líffærum, sem næst meininu liggja, stafi
(16)