Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Qupperneq 146
að dýpt, en við New-Foundland að eins 60 ín. djúp-
ur. Par gengur Pólstraumurinn undir hann af því
hann er kaldari og þar af leiðandi þyngri. Menn
geta með berum augum séð, hvar þessir tveir höf-
uðstraumar mætast. Golfstraumurinn er bláleitur,
en Pólstraumurinn grænleitur, og svo er skörp að-
greining þessara strauma, að á fárra skipslengda
millibili getur verið mismunur á hita 10°, 15° í Golf-
straumnum, en 5° í Pólstraumnum.
Mörg hundruð ár eru síðan, að menn tóku eftir
'Golfstraumnum; þessum látlausa suðvestan hafstraum,
sem flutti með sér ýmsar trjáviðartegundir (rekavið),
sem uxu í heitu löndunum, og enda suðræna ávexti.
Pelta styrkti Kólumbus í þeirri trú, að stór lönd og
frjósöm væru í suðvesturátt.
Til að gera það ljóst, hverja þýðingu að Golf-
straumurinn heíir, skal hér sett meðaltal af kaldasta
og heitasta mánuði í þremur löndum á sömu br.-
gráðu, sem sé nálægt 60°: Rama í Labrador, þar
sem Pólstraumurinn liggur við, Bergen í Noregi,
þar sem Golfstraumurinn vermir og Pétursborg í
Rússlandi, þar sem meginlandsloftslag ræður.
Rama: Bergen: Pétursborg:
Ivaldasti mánuður -f- 20,s° -f 0,9° 9,3°
Heitasti —— -f 8,t° -f 14, i° + 17,7°
Meðaltals árshiti ~ 5° + 7,7° + 3,7°
Er það hugsanlegt, að aðalhafstraumar jarðarinn-
ar breytist svo, sem hin síðari mynd sýnir? Jú!
Menn geta hugsað allar fjarstæður, en ekki eru mikl-
ar líkur til þess, að slíkt komi fyrir. Reyndar sýnir
þó reynzlan, að stórar byltingar hafa verið síðan, að
stórir skógar af Suðurlanda-trjátegundum uxu á Græn-
landi og hér á landi, og svo þegar ísöidin gekk yfir
þetla land og mikinn hluta Evrópu.
Þegar byrja átti að grafa Panama-skurðinn, milli
hann Miðjarðarstraumur fra Afríku, þar til liann kemur inn í
Mexíkóílóann, en þaðan er sami straumurinn nefndur Golfstraumur.
(96)