Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Síða 155
Hról/ur á Hœðarenda: »í gær bað eg um 300 kr.
lán i bankanum, en pá spurði annar gæzlustjórinn,
hverjir væru ábyrgðarmenn minir. En í pví bili
greip bankastjórinn fram í og segir mjög alvarlegur:
»Hvað eruð pið að tala um ábyrgðarmenn? Pekkið
þið ekki lántakandann, hann Hrólf á Hæðarenda?
Eg held að ábyrgðarmenn séu par óparíir«. En undir
eins og petta nafn var nefnt, varð engin fyrirstaða að
lánið fengist, enda pakka eg pað ekki, pví eg átti
3000 kr. í sparisjóðsbók í bankanuniK1).
Eitt sinn var' Hrólfur að hrósa Óskar syni sínum
fyrir sjómensku og aflasæld; hann kæmi með bátinn
hlaðinn á keipa af fiski, pó aðrir yrðu naumast íisk-
Varir, en einn galli væri á honum samt, að hann
■væri ónýtur að tala á fundum og pyrði ekki að segja
^einingu sína.
fá sagði einn viðstaddur: »t*á er hann ekki lík-
ur föður sinum, pví að porað hefir gamli maðurinn að
segja meiningu sína hver sem í hlut átti«.
t*ví svaraði Hrólfur brosandi og sagði: »Til hvers
er að hafa pessa stóru sál, ef ekki á að brúka hana,
Þegar á liggur«.
★ *
Coghill hafði oft marga rekstrarmenn, pegar hann
var að kaupa hesta. Einn, sem var lengst rekstrar-
fflaður hjá honum, hét Böðvar, en Coghill kallaði
hann ætíð Bölvaður í staðinn fyrir Böðvar.
En pessi Böðvar átti son, sem Böðvar hét, og
einnig varð hesta-rekstrarmaður hjá Coghill, pegar
hann fékk aldur til pess, en afleiðing af pví varð sú,
að pegar Coghill kallaði til feðganna, pá sagði hann
oftast ))Slóri bölvaður« og »Lilli bölvaðurn.
Sumir, sem ekki þektu Coghill, kunna að álíta, að þetta nafn
bölvaður væri stygðaryrði frá honum, en því fór íjarri; honum
Þótti vænt um feðgana báða.
1) Hrólfur varfátækurmaður, en glaðlyndur og ætíð ánægð-
hr með sig og liíið, einkum þegar eitthvað var á llöskunni.
(105)