Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST2004
Fréttir DV
Núna upplifa menn það að
einhverjir ákveðnir
pótentátar hafi komið sér
einhvern veginn að kjöt-
kötlunum. Þeir bara
ákveði hvernig hlutirnir
skuli vera, án allrar um-
ræðu. Efeinhver dirfist að
hafa aðra skoðun, þá fer
hann á dauðalistann.
Páll Magnússon
Varaöi þingmann
við að tengjastAI-
freð Þorsteinssyni
og Kristni H. Gunn-
arssyniumof.
Árni Magnússon
Krónprinsinn um-
deildi íhugar slag
gegn Guðna
Ágústssyni.
Björn Ingi Hrafns-
son Sagður geyma
„dauðaiista" með
nöfnum á þeim sem
séu ekki þóknanleg-
ir forystunni.
FRETTASKYRING
Kalt stríð í Framsóknarflokknum og meiri læti en oftast áður. Greinilegur klofn-
ingur í þingflokknum. Margir fLokksmenn ósáttir við forystuna. Þeir sem tala gegn flokksforystunni eru
settir á sérstakan „dauðalista“. Aðferðin til að komast áfram er að vera undirgefinn foringjanum og ráð-
gjöfum hans. Halldór Ásgrímsson sagður ráðfæra sig við fáa sem síðan láta hina óþægu finna fyrir sér.
Guðni Ágústsson þarf að vara sig þar sem Árni Magnússon sé að undirbúa varaformannsframboð.
Kranprinsar Halldórs setja ójiæga
Iramsóknarmenn á dauðalistann
Enginn fæst til að segja nokkuð krassandi á meðan bandið
rúllar. En þegar spjallið er „off the record" losnar um málbeinið.
Þá heyrist í framsóknarmönnum og -konum. Það er greinilega
kurr undir niðri.
Reiðin beinist einkum gegn nán-
ustu ráðgjöfum Halldórs Ásgríms-
sonar, ungu mönnunumÁrna Magn-
ússyni, Birni Inga Hrafnssyni og Páli
Magnússyni. Björn Ingi er aðstoðar-
maður Halldórs en Árni félagsmála-
ráðherra er af mörgum talinn krón-
prins flokksins, sá sem ætlunin er að
taki við af Halldóri þegar hann hættir
sem formaður. Páll er aðstoðarmað-
ur Valgerðar Sverrisdóttur í við-
skipta- og iðnaðarráðuneytinu. Ekki
eru allir flokksmenn yfir sig hrifnir af
þeirri stöðu sem þessir menn hafa
náð í Framsóknarflokknum. í þeim
hópi eru þingmenn, ráðherrar, borg-
arfiilltniar og forystumenn í félaga-
samtökum flokksins.
Þingmenn á dauðalista
Nú er klofningur í þingflokknum.
Meirihluti þingflokksins stendur
með Halldóri og hans mönnum en
þrír þingmenn eru fallnir í ónáð for-
ystunnar og eru komnir á það sem
kallað er „dauðahstinn" í máli
manna. Þetta eru Kristinn H. Gunn-
arsson, Jóm'na Bjartmarz og Siv Frið-
leifsdóttir. Á „dauðalistanum" eru
einnig Elsa B. Friðfinnsdóttir fyrrver-
andi aðstoðarkona Jóns Kristjáns-
sonar í heilbrigðisráðuneytinu sem
er sambýliskona Kristins H. og borg-
arfulltrúarnir Alfreð Þorsteinsson og
Anna Kristinsdóttir. Allt þetta fólk
hefur talað gegn vilja ráðandi afla í
flokknum. Eftir deilurnar um stöðu
kvenna í flokknum hefur fjölgað á
Ustanum. Jafnvel er talið að varafor-
maðurinn Guðni Ágústsson sé á list-
anum.
Einn heimildarmaður DV segir að
áður fyrr hafi fólk getað tekist á um
sjónarmið í Framsóknarflokknum en
nú snúist málið um takmarkalausa
fylgispekt við þá sem stjóma. Bjöm
Ingi haldi utan um „dauðalistann" og
þeirri aðferð sé beitt að ef fólk tali
ekki á þann veg sem krónprinsarnir
vilja, þá gangi þeir upp að þeim með
vísifingurinn á lofti og segi fólki að
passa sig á því að láta ekki bendla sig
við þá sem ekki séu nógu þægir,
nema hafa verra af. Þetta kemur
þeim á óvart sem hafa verið virkir í
starfi flokksins áratugum saman.
„Núna upplifa menn það að ein-
hverjir ákveðnir pótentátar hafl kom-
ið sér einhvem veginn að kjötkötlun-
um, þeir bara ákveöi hvernig hlutirn-
ir skuli vera, án aUrar umræðu. Ef
einhver dirfist að hafa aðra skoðun,
þá fer hann á dauðalistann," sagði
framsóknarmaður sem rætt var við.
Sagðar em sögur miUi fólks í Fram-
sóknarflokknum af því þegar PáU
Magnússon hafi varað þingmenn við
því að tengjast um of Kristni H.
Gunnarssyni og Alfreð Þorsteinssyni.
Árni til metorða
Ekkert þeirra Kristins, Jónínu og
Sivjar kaus Áma Magnússon áfram
sem ráðherra. Sumir, sem DV talaði
við, segja að Ámi hafi beitt sér óheið-
arlega til að koma sjálfum sér áfram
innan flokksins. Þingmaður sagði að
Ámi hefði gengið á bak orða sinna þar
sem hann hefði verið ráðinn sem
framkvæmdastjóri gegn því að hann
væri ekki á leið í framboð. Ámi hafði
verið aðstoðarmaður HaUdórs í utan-
ríkisráðuneytinu. Á skrifstofunni unnu
á sama tíma Bjöm Ingi sem skrifstofu-
stjóri og Dagný Jónsdóttir. FuUyrt var
við DV að þau þrjú hefðu í starfi sínu
fyrir flokkinn undirbúið eigin framboð
og kosningabaráttuna. Ámi hafi fyrst
ætlað að komast í sæti ísólfs Gylfa
Pálmasonar á Suðurlandi en síðan hafi
verið ákveðið af flokksforystunni að
Ólafur Öm Haraldsson myndi hætta á
þingi tíl að rýma fýrir nýjum manni,
Áma. Nú er rætt að Ámi muni jafnvel
sækjast eftir því að ná fyrsta sætinu á
Suðurlandi af Guðna Ágústssyni í
næstu kosningum.
Þótt þau séu bara þrjú sem kusu
gegn tiUögu HaUdórs, er þama engu
að síður fjórðungur af þingflokknum
og nægur fjöldi fil að gera ríkisstjórn-
inni erfitt að koma vandasömum mál-
um í gegn í ríkisstjómarsamstarfmu.
Þetta hefur þýtt að sjálfstæðismenn
geti átt erfitt með að treysta því að
HaUdór geti klárað erfið mál í gegnum
þingflokk sirrn þar sem tryggja þurfi í
hvert sinn að Siv, Jónína og Kristinn
stöðvi ekki mál sem hafi tæpan meiri-
Muta á þingi. DV hefur heyrt að af
þessu hafi sjálfstæðismenn áhyggjur.
Jónína víkur ekki fyrir Birni
Inga
Mörgum Uggur þungt orð tíl
Bjöms Inga, aðstoðarmanns HaUdórs.
Hann hafði unnið sem blaðamaður
og þingfréttaritari á Morgunblaðinu
þar sem HaUdór virðist hafa komið
auga á hann og vUjað fá hann til Uðs
við sig og flokkinn. Bjöm Ingi var ráð-
inn skrifstofustjóri Framsóknarflokks-
ins og var fljótt kominn í innsta hring.
Hann skipaði síðan annað sætið á
Usta Framsóknarflokksins í Reykjavík-
urkjördæmi suður. í fyrsta sæti í kjör-
dæminu er Jónína Bjartmarz en á
miUi þeirra Bjöms Inga em engir kær-
leikar. Hefur Jónína sagt vinum sínum
að hún muni aldrei víkja af þingi tíl að
koma Bimi Inga að. Hún gætir þess að
vera aldrei nögu lengi frá þingi tU að
nauðsynlegt sé að kaUa inn vara-
mann.
Bjöm Ingi er á hinn bóginn sagður
gera hvaðeina tU að gera sig
ómissandi í flokknum. Á fundi sem
nokkrir af helstu mönnum
Framsóknar héldu fyrir nokkm vakti
athygU að HaUdór formaður virtist
heldur þreyttur og úriUur. Orðalaust
tók Bjöm Ingi sér þá stöðu fýrir aftan
formanninn og tók að nudda á
honum axlimar tU að losa um
spennuna. Horfðu viðstaddir á þetta
furðu lostnir en enginn kunni við að
hafa orð á.
Guðni þarf að vara sig
Guðni Ágústsson er ekki í uppá-
haldi hjá mönnum HaUdórs. Búist er
við því á næsta flokksþingi sem verður
í febrúar, að Ámi Magnússon muni
reyna að komast í æðstu stjóm flokks-
ins. TaUð er að Ámi verði að koma sér
inn í flokksstjómina, æfli hann sér að
vera raunverulegur krónprins í
flokknum. Guðni þarf líka að vara sig
að sögn flokksmanna sem þyldr hann
hafa verið fuUaðgerðalítiU og látið yfir
sig ganga. Þá undrast margir að Guðni
sætti sig við að sitja í litlu ráðuneyti,
landbúnaðarráðuneytinu. Á tímabiU
óttaðist hann að krónprinsamir
myndu reiða tíl höggs gegn honum í
þessari lotu en lfldega gerist það ekki
fyrr en í kringum flokksþingið. Það
uppgjör gætí orðið blóðugt.
Þótt gagnrýnt sé að HaUdór hafi
fyrst og fremst þessa ungu menn í
kringum sig, þá ráðfærir hann sig
einnig við fleiri. Þar em helst nefndir
Finnur Ingólfsson og Ath Ásmunds-
son fyrrum blaðafuUtrúi utanrflds-
ráöuneytísins sem nú er aðalræðis-
maður í Kanada. Þessir tveir em eldri
en tvævetur í póUtík og þekkja Fram-
sóknarflokkinn betur en flestir aðrir.
Daginn sem Siv var tilkynnt að hún
yrði ekki lengur ráðherra sást tíl HaU-
dórs á fundi á Hótel Loftleiðum í há-
deginu með Finni, Helga S. Guð-
mundssyni, Áma, Atla og Bimi Inga.
Tímirm á eftír að leiða í ljós hvem-
ig gengur að lækna þau sár sem hafa
orðið tíl í Framsóknarflokknum.
Langt er þó síðan aðrar eins innan-
flokksdeUur skóku flokkinn. Almenn-
um flokksmönnum og virkum fé-
lögum í kjördæmisfélögum og öðrum
félögum flokksins, finnst ekki hlustað
á sig og að fámenn klíka hafi tekið
flokkinn yfir.
kgb@dv.is