Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 33
DV Fókus LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST2004 33 Fánýtvit- neskja tengd heimmshaidi í veröldinni er til mikiö magn af bókum fuilum af fánýtmn, ef ekki bókstaflega ónauðsynleg- tnn, upplýsingum um alla mögulega hluti. Bandaríkja- menn fara auðvitað þjóða fremstir í útgáfu slflcra bóka og í einni af þeirra ónauðsynlegu bókum er þó nokkuð af fánýti tengdu heimilinu. Milljónir ryk- maura í ósköp venju- legri rúm- dýnu lifa og starfa rúm- lega milljón ryk- maurar. Góða nóttí Tungumálavandræði Framleiðendur Coigate-tann- kremsins lentu í nokkrum vand- ræðum um, árið, þegar i markaðs- [ setja átti [ vöruna í' spænsku- mæiandi löndum. Þar um slóðir merkir heiti tannsápunnar nefnilega „farðu og hengdu þig". Hagfræði spilastokksins Spil eru ekki merkt hjörtum, spöðum, tíglum og laufum af Jómri tilviljun. , Þau tákna | hvorki meira I né minna en máttarstólpa efnahagslíf- ins á miðöld- um. Hjartað táknar kirkjuna, spaðinn er merki hers- ins, laufin standa fyrir akuryrkj- una en tígullinn er auðvitað tákn verslunar og viðskipta. ísskápar á Noröur- pólnum Vissulega eiga margir íbúar norðurheims- skautsins ísskápa. Þeir nota þá til að varna því að matur frjósi. Forðið tannburst- unum Bandarískir tann- læknar segja ráðlegt að geyma tann- bursta f tveggja metra fjarlægð frá salerninu. Þegar sturtað er niður þyrlast bakteríur um loftið en ekki heila tvo metra. Felix Bergsson leikari segir nánast ómögulegt að skemmta börnum á öskudag, þau séu yfirleitt vönkuð af sykuráti. Hann talar þar af áralangri reynslu og á heimili hans, Baldurs Þórhallssonar stjórnmálafræðings og tveggja barna þeirra, er sykur og hvítt korn sjaldan á borðum. Gazpacho Steinunnar Olínu á la Felix sig iolaldakjöt ái tára „Við Baldur rjúkum út í garð í sumarlok, tínum rifsber og sultum eins og brjálæðingar," segir Felix Bergsson leikari. „Eg er nú heldur meira í eldhúsinu en gef mér senni- lega alltof lítinn tíma í þetta, svona hvunndags a.m.k. En hér eru böm í heimili og það þýðir að maður eldar á hverjum degi. Ég vildi stundum að ég væri skipulagðari og undirbúnari í þessu en yfirleitt er orðið of seint að taka úr frystinum. Við reynum að borða mikinn fisk, kjúklinga og fol- aldakjöt með reglulegu millibili, eins og gert er á heimili tengdaforeldra minna. Mér skilst á þeim sem til þekkja að folaldakjöt sé hollast af rauða kjötinu, í því sé ákaflega æski- leg ómega-fita. Mér firrnst það betra í gúllas en nautakjöt og léttsteikt fol- aldakjöt er brjálæðislegt. Hesta- mönnunum á heimilinu finnst ekki tiltökumál að háma í sig folaldakjöt, tilfinningarnar fá ekkert að spila með okkur í því." Sykuróð börn Börnin á heimilinu em 12 og 14 ára. „Og þau em ekkert farin að taka til hendi í eldhúsinu. Sonurinn borð- ar ekki alveg hvað sem er en dóttirin gefur öllum mat tækifæri. Þau hafa alltaf sótt í hamborgara, pítzur og skyndibita, þetta er bara tíðarand- inn. En við reynum að forðast hvítt brauð og pasta og erum yfirleitt meðvituð um hvað við látum ofan í okkur. Hér em gosdrykkir ekki keyptir eða kókópöffs, við reynum sem sagt að halda okkur frá hvítu komi og sykri. Við höfum haldið barnaafmæli hér í mörg ár og aldrei borið fram sykraða drykki, blöndum heldur ávaxtasafa saman við sóda- vatn. Þegar við tókum þann sið upp, fundum við mikinn mun á krökkun- um. Þeim leið svo mikið, mikið bet- ur. Og ég hef mikið skemmt bömum um tíðina, en á öskudag er það ekki hægt. Bara ekki hægt. Þau verða eins og eiturlyfjaneytendur af öllu sæl- gætisátinu, missa alla athygli. Maður talar við þau og þau horfa á mann tómum augum og em svo allt í einu rokin," fullyrðir Felix af langri reynslu. Nesti og skólamatur Gmnnskólamir byrja eftir helgina og Felix hálfkvíðir nesti og skólamat. „Sonurinn er í Hagaskóla og getur skotist heim til mömmu sinnar í há- deginu. Hann tekur þá yfirleitt bara ávöxt eða grænmeti með sér. Dóttir- in er í Vesturbæjarskólanum og hef- ur verið þar í hádegismat, en er ekk- ert mjög ánægð. Sannast sagna hafa nestismálin iðullega verið vesen, það er ekki hægt að senda þau með kjúklingabringur eða egg þegar eng- inn er kælirinn. En við reynum að vera ffumlegir í þessum nestismál- um, skipta nokkuð ört svo þau verði ekki leið, grænmeti og ávextir gera mestu lukkuna sýnist mér." Felix segir leikara helst ekki setjast að þungum og miklum mat fyrir sýn- ingar. „Ef sýning byrjar kl. 20, reynir maður að fá sér eitthvað létt en stað- gott um sexleytið. Við reynum samt að vera nokkuð stífir á sameiginleg- an kvöldverði fjölskyldunnar, enda er t.d. dótturinni mjög misboðið ef byijað er að borða áður en hún er sest. Kvöldmaturinn er samverutími fjölskyldunnar og félagslega mikil- vægur ekki síður en næringarfræði- lega," segir Felix og gerir sig lfldegan tíl að opna nokkrar dósir af niður- soðnum tómötum. „Ég ætía að búa til kalda, spænska tómatsúpu, gazpacho. Vinkona mín, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttír, kenndi mér að 6 dósir niðursoönir tómatar 4 smáttsöxuð hvitlauksrif 1/2 franskbrauð, skorpan skorin af sneiðunum, skorin niður, ofurlítið af hvítlauk nuddað á hana, ollu hellt yfir og bakað í ofni Bleyta það sem eftir er afbrauðinu með vatni Skammtur afgóðri ólífuolíu eftir smekk Pipar og tabasco-sósa eftir smekk Allt maukað í matreiðsluvél vel og lengi, hellt í skál og kælt í ísskáp í um 2 klukkustundir 6 ísmolum skellt útlum leið og hún er borin fram. Harðsoðin egg Niðurskornar agúrkur Niðurskornar paprikur, grænar, rauðar og gular Bökuðu brauðmolarnir úr ofninum Borið fram Ismáskálum svo hver og einn ráði magninu búa hana tíl en ég hef í einu breytt út af hennar uppskrift. Hún vill bara hafa græna papriku með en á þessu heimili viljum við hafa paprikumar í öllum regnbogans litum. f þennan rétt einan má nota hvítt brauð. Mér finnst líka gaman að prófa niður- soðna tómata sem hafa verið krydd- aðir á ýmsan máta, nóg er úrvalið," segir Felix Bergsson leikari að lokum. Kræklingur og humar Humarhúsið er eitt þriggja beztu veitingahúsa landsins. Þetta er gam- alflottur staður með fínni mat- reiðslu á fiski og frábæmm humri grilluðum, með hvítlaukssmjöri og stöngum af kexi og grænmeti, kjör- inn til að sýna útíendingum að hér sé siðmenning. Ef við fáum okkur í forrrétt ferskan íslenzkan krækling í skelinni úr Hrísey, er stemmningin fullkomin, toppurinn á tilverunni. Ameríska konan á næsta borði ktmni þó ekki gott að meta, sendi humarinn tvisvar fram til að fá hann meira eldaðan og gafst ekki upp fyrr en hann kom brenndur og seigur inn á borð. Sagt er, að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér. Franskur staður með Michelin-stjörnu hefði samt neitað að eyðileggja humarinn og vísað frúnni á McDonalds. Frakkar láta ekki spilla sinni siðmenningu. Dýrt er að borða í Humarhúsinu, næstdýrast á landinu. Kræklingur- inn kostar 1650 krónur sem forréttur og 500 gr af stórum humri kosta 5550 krónur. Meðalverð aðalrétta er 3700 krónur og þriggja rétta máltíða 6700 krónur. Ég hygg að einungis Vox á Nordica sé dýrari veitinga- staður. Úrvalsstaðir á borð við Holt- ið, við Tjörnina og Sjávarkjallarann eru nokkru ódýrari. Humarhúsið er ekki nýklassískt í þeim skilningi, að verið sé að dedúa við matinn í eldhúsinu fram eftir öll- um degi. Eflaust má kalla það góða nýklassísk að hafa vandaða þjón- ustu og tauþurrkur í hádeginu. En borðdúka vantar alveg. Frekar er staðurinn nýfranskur vegna snöggr- ar matreiðslu. Finna má þó nýklass- íska þættí í hliðaratriðum á borð við kartöflustöppu undir þremur fisk- réttum. Þetta voru vel útvatnaður salt- fiskur með kirsuberjatómötum, lime og vanillu; pönnusteiktur þorskur með kræklingi og pönnusteikt rauð- spretta með humar. í öllum tilvikum var fiskurinn ferskur og hæfilega lít- ið eldaður, rann á tungunni. Ég skildi hins vegar ekki kalda kartöflu- stöppu, sem jafnan leyndist undir fisldnum. Ekki heldur, að eldislax skuli vera boðinn á veiðitímanum. Fleira gott má fá í Humarhúsinu. Ég minnist fennel-, kúmen- og túr- merik-grafins lambahryggs í þunn- um sneiðum á löngum og mjóum diski, með ávaxtasultu öðru megin og fetasmjöri hinum megin. Ég minnist líka magnaðrar fiski- súpu dagsins með laxabitum. Enn- fremur sérstæðs og skemmtilegs þrí- eykis með humarhölum, uxahala- tægjum og stökkri parma-skinku. Jónas Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.