Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST2004
Helgarblað DV
ÉÉÉÉÍI
SKÉðH
la
Lífið er fullt af sögum, sem betur fer,
ekki bara fréttum. Sum atvik verða
okkar minnisstæðari en önnur. Til
dæmis eru fyrstu fundir hjóna og sam
býlinga þess eðlis að þeir gleymast
seint. DV fór á stúfana og fékk að
heyra nokkrar eftirminnilegar slikar
sögur.
Hún missti öll nótnablöfiin á gólfifi
Magnús Þór Gylfason nemur viðskiptafræði við Háskólann í
Reykjavík. „En einu sinni var ég í Hamrahlíðarkórnum. Ég man
vel eftir æfmgunni þegar Elva Dögg Melsteð bættist í hópinn. Og
nokkrum æfingum síðar settist ég hjá henni í pásu og bauð henni
út að borða. Elvu varð
svo ofboðslega
mikið um að hún
missti allar kór-
nótumar á gólfið.
Enhún sagðijávið
matarboðinu og
við snæddum
saman á Café Óp-
eru í Lækjargöt-
unni. Síðan höf-
við verið
Var sem eldingu loslin í Austurslræti
Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona segist nokkrum sinnum hafa séð manni
bregða fyrir á götum borgarinnar fyrir bráðum 30 árum. „En svo var ég á göngu
eftir Austurstræti og mætti honum, þá var sem ég yrði eldingu lostin. Eftir nokkr-
ar rannsóknir fann ég út hvar drengur þessi bjó, að hann var í tónlistamámi og
heitir Þorkell Jóelsson. Og bara hringdi í hann, það var ekkert flóknara en það.
Ég bauð honum aö hitta mig á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, í Þjóöleikhús-
kjallaranum að kvöldlagi. Það fór ákaflega vel á með okkur á þessum fyrsta fúndi
og ég vissi strax að þetta var minn maður, enda ævinlega fljót aö henda mér út í
hlutina. Hann er rólegri í tíðinni, mér fannst hann lengi að ákveða sig, svona
miðað við mig. Ég meina, ég vildi helst að hann tjáði mér ást sína strax daginn
eftír en það tók einhveija daga og við rugluðum saman reitum okkar. Síðan em
þrjú böm og næstum þrír áratugir. Við erum heppin að því leytí að vinna okkar
og áhugamál em að mestu svipuð, honum finnst þó nauösynlegra en mér að
fara í útreiðartúra, veiðiferðir og jeppast upp á jöklum. Þá hringa ég mig frekar í
sófanum meö góða bók,“ segir Sigrún Hjáhntýsdóttir söngkona.
um vio verio
saman og eigum
tvö börn en við
syngjum ekki
lengur saman,
höldum þó sam-
bandi við gamla
kórfélaga. Við
höfum svipuð
áhugamá! en
það sem skilur í
milli notum við
til að bæta hvort
annað upp,“
segir Magnús
Þór Gylfason
viðskiptafræði-
nemi.
Þorkell, Diddú og
yngsta dóttirin Mel
korka „Ég vissistrax
að þetta var minn
maður, hann var held-
urlenguraðáttasig."
Kristjan og Sirrý
„Ég fékk i hnén og
vissi strax að þetta
var Maðurinn."
Magnús Þór, Elva Dögg
og dóttirin Matthildur
„Bauð henni út að borða á
Café Óperu og síðan höf-
um viö verið saman."
Gekk að okunnni konu og kyssti hana
Kristján Franklín Magnús var einn íjölmargra að sækja Grafík-
ball í Félagsstofnun stúdenta fyrir tuttugu árum. „Þar sá ég glæsi-
lega unga konu, gekk að henni og kyssti hana,“ segir Kristján.
Sigriöi Amardóttur sjónvarpskonu var óskaplega bmgðið. „Ég var
19 ára og hann sex árum eldri, en ég man alltaf hvað ég fékk í hnén,
ég vissi strax að þetta var Maðurinn. En ég bara forðaði mér og við
hittumst ekki aftur fyrr en
viku seinna. Á balli á Hót-
el Borg gengum við bara
hvort að öðm, síðan em
sem sagt tveir áratugir og
tveir synir," segir Sigríð-
ur. Þau hjónin segjast
bæði eiga sameiginleg
áhugamál og sitt hvor.
„Ég er meira íyrir fót-
boltann, að stunda og
horfa á hann. Hún hef-
ur ekki mjög gaman af
honum en er mikil
göngukona. Og ég
skrepp stundum í
veiðitúra, saman njót-
um við svo ferða út í
náttúruna heima og
erlendis. Við höfum
lagt vinnu í okkar
hjónaband og upp-
skorið hamingu og
ánægju fyrir vikið,"
segir Kristján Frank-
Iín Magnús leikari.