Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 15
X>V Helgarblað LAUGARDAGUR 2 1. ÁCÚST2004 15 r ná mér í mann og eignast börn strax. Ég hef hvort sem er ekki tíma og held að ef ég ætti börn gæti ég ekki gert allt sem ég er að gera. Kærasti er ekki eitthvað sem ég er að leita að. Hann kemur bara ef hann kemur en á meðan er ég bara ástfangin af líf- inu." f kvöld á Menningarnótt ætlar Eivör að halda tónleika í húsi ís- lenskrar erfðagreiningar ásamt Bill Bourne sem er frá Kanada. Þau ætla að spila efni nýju plötunnar og fara svo saman til Noregs í næstu viku þar sem Eivör mun spila fyrir sjálfan Harald konung. indiana@dv.is nóg Betur sjá augu en auga, segir máltækið, og ekki verður betur séð en dýrin fjögur sem hér birt- ast myndir af hafi tekið það máltæki full hátíð- lega, eða réttara sagt for- eldrar þeirra, því ekki er hægt að kenna neinum um sitt eigið útlit. Að sjálfsögðu er um van- sköpun að ræða, galla í byggingu dýranna, en í þessum tilfellum virðast þau þó ekki hafa borið skaða af. Tekið skal fram að eftir því sem við vitum best eru þessar myndir allar fullkomlega ófalsaðar og sýna raunveruleg og lif- andi dýr sem áttu góða ævi þrátt fyrir tvöfeldnina í h'fi þeirra. Einu sinni er ekki Prestur skellir hesti Séra Ásmundur Gunnlaugsson (1793-1860) var lengi prestur á Staðarhóli. Hann var mikill hestamaður og heljarmenni að auki. í braski sínu með hesta þótti hann ekki alltaf vandur að meðulum og lenti í ótal málum af því tilefni. Einu sinni kom að Staðarhóli Eggert bóndi Jónsson að Sauðhúsum sem vildi krefja hann um rauðan hest sem prestur hafði kastað eign sinni á. Skrýddist prestur hempu er hann sá Eggert koma til að skjóta honum skelk í bringu og fylla hann virðingu. Prestasagan Eggert bar þó ekki meiri virðingu fyrir presti en svo að hann sviptist á bak Rauði. Séra Ásmundur gerði sér þá lítið fyrir, greip hestinn glímutökum og skellti honum í jörðina svo / I t hann féll kylliflatur í jörðina með knapanum. Þessu reiddist Eggert svo að er hann komst á fætur lét hann menn halda prestinum meðan hann skar mark séra Ásmundar af eyr- um hestsins með miklum þjósti og tróð svo eyrunum blóðug- um í barm prests. Mæltist þetta illa fyrir og var presti um síðir dæmdur hesturinn. Fyrrum fótboltastjarnan George Best er enn og aftur til umQöllunar í bresku pressunni Flekaði 19áratilvon- andi brúði og montaði sig við brúðgumann Fyllibyttan og fyrrum fótbolta- maöurinn George Best táldró táningsstúlku sem var aö fara að ganga i hjónaband - og hringdi svo i unnusta hennar til aö monta sig afþvi. Fót- boltahetjan sagöi hinum niðurbrotna kærasta hinnar 19 ára Pauiu Morris að hann væri alger aumingi. Hinn 58 ára gamli Best hélt síðan áfram og sendi strákgreyinu skilaboð i sima hans þar sem hann gortaði afþvi hversu góð tilvonandi brúðurhans hefði verið í rúminu. Oliver Baker, 18 ára, gekk á fund æskuástarinnar Paulu með kramið hjarta og hún játaði á sig syndina.„George Best var hetjan mín. Nú hefur þessi hrukkótti gamli maöur stolið kærustunni minni, “ sagði Oliver. Þessi fyrrum leikmaöur Manchester United dró sjúkra- liðann Paulu á tálar á búll- unni sem hann drekkur jafn- an á.Hann er einstæður eftir að Alex eiginkona hans sparkaði honum fyrir kvennafar. „Ég spurði Paulu um þetta eftir að viö sáum Best á krá. Hann var alltafað setja höndsína á læri hennar. Ég sagði honum að hann mætti ekki gera þetta. Hannfórog Paula fóraðgráta.“ Hann bætti við:„Hún grýtti mér til hliðar eins og árin okkarþrjú saman skiptu engu máli. Paula lét blekkjast affrægð Best. Hann mun sparka henni eins og öllum hinum stelpunum en það er Ijóst aö ég tek aldrei við henni aftur.“ George Best Alltaf sami vitleysingurinn. Nú eyðilagði hann hjóna- band 19 ára krakka. Seruerslun framhaldsskólanena r tr Brennu Njals saqa 990 kr. wmmmm 15% afslattur af öllum orðabókum Stilabækur frá 30 kr. .. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.