Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST2004 Helgarblaö : s_%j^iuiiyV£ Menn drepa enn og deyja í írak vegna úrslita ævafornrar orrustu sem réði skiptingu múslima í sjíta og súnníta Dóttursonur Múhameðs spá- manns féll í orrustu í borginni Kar- bala sem nú er í írak. í liði hans voru raunar aðeins 72 menn og voru allir brytjaðir niður. Þessir at- burðir gerðust árið 680 eða fyrir 1.324 árum. Eigi að síður skipta þeir enn miklu máli í trúarlífi múslima og eiga sinn þátt í róst- unum sem nú ríkja í írak. Barist er í írak og kann að vefj- ast fyrir ýmsum hér á Vesturlönd- um sem ekki eru innvígðir í sögu íslams að skilja ýmislegt sem þar er á seyði. Auk andstöðu við Bandaríkjamenn og hersetu þeirra er nú allt komið upp í loft milli trúflokkanna súnníta, sem telja tæp 90 prósent allra múslima, og sjíta, sem eru miklu færri en öflug- ir í frak og þá ekki síður nágranna- ríkinu íran. Meðal annars hefur verið barist í hinni helgu borg Kar- bala og hér á eftir segir ffá upphafi þess klofnings sem leiddi til skipt- ingar múslima í sjíta og súnníta en þungamiðja þeirrar sögu gerðist einmitt í Karbala. Aðeins þrír fylgismenn í byrjun Múhameð kom fram á sjónar- sviðið á fyrstu áratugum sjöundu aldar. Þótt fræðimenn séu reyndar í vaxandi mæli farnir að efast um að hún sé endilega kórrétt, sú út- gáfa af tilkomu íslams sem um ald- ir hefur verið höfð fyrir satt, þá er réttast hér að fylgja einfaldlega hinni hefðbundnu útgáfu. Sam- kvæmt henni hafði Múhameð mótað kenningar sínar um árið 620 en fékk fáa fylgismenn til að byrja með. Þrír þeir fýrstu eru - í réttri röð - Khadíja eiginkona hans (eða sú fyrsta þeirra), bróðursonur hans Alí og svo tengdafaðir hans, Abú Bakr. Með tímanum fjölgaði þó fylgismönnum og ráðamönn- um í borginni Mekka, þar sem Mú- hameð kom fyrst fram á sjónar- sviðið, tók að standa ógn af fylgis- mönnum hans. Árið 622 voru Mú- hameð og stuðningsmenn hans því reknir frá Mekka til Medína og við þann atburð miða múslimar upphaf trúar sinnar og tímatals. í Medína óx vegur Múhameðs hins vegar hratt og árið 630 lögðu hann og menn hans Mekka undir sig. Og höfðu þá ráð alls Arabíu- skaga í höndum sér. Múhameð tók þegar að undirbúa útrás trúarinn- ar og þess samfélags sem hann vildi byggja á henni en hann fékk hins vegar ekki lengi að njóta vel- genginnar. Hann lést árið 632. Alí verður imam, ekki kalífi Eftir lát hans var tengdafaðir hans, Abú Bakr, valinn arftaki hans sem leiðtogi hinnar nýju trú- ar og fékk embættið fljódega nafn- ið kalífí sem þýðir einfaldlega arf- taki. Sagt er að mestöll fjölskylda Múhameðs hafi að vísu þá þegar haldið fram hans hlut og fullyrt að Föstudagur er heigidagur múslima Sjltar viö bænastund í mosku sinni í Karbala. Múhameð sjálfur hafi viljað að bróðursonurinn AIí leysti sig af hólmi en klíka Abú Bakrs innan fjölskyldunnar í samvinnu við yfir- völd í Mekka og Medína varð stuðningsmönnum Alís yfirsterk- ari. Alí tók sér hins vegar embætti imam sem synir hans og síðar aðr- ir arftakar tóku að erfðum. Alí hafði verið í miklum metum hjá Múhameð sem meðal annars má sjá af þvx að spámaðurinn hafði gefið honum dóttur sína, Fatímu. Abú Bakr bældi niður uppreisn gegn hinu nýja trúarveldi í Arabíu sem hefði getað drepið íslam nán- ast í fæðingu en síðan lést hann eftir aðeins tvö ár á valdastóli. Arabar hefja útrás um öll Miðausturfönd Arftaki Abús Bakr varð Omar sem var ekki úr fjölskyldu Mú- hameðs og hafði reyndar í fýrstu verið andsnúinn íslam. En eftir að hafa snúið við blaðinu varð hann ötulastur fylgismanna og síðan leiðtoga í hópi múslima og það var á valdatíma hans sem íslam hóf hina gífurlegu útrás frá Arabíu- skaga er leiddi til þess að á fáein- um árum lögðu Arabar undir sig gervöll Miðausturlönd. Omar þótti mikill foringi en var myrtur af údenskum þræl sínum árið 644. Þá varð kalífi Usman nokkur af ætt Ummajída og hann hélt áfram útþenslu múslima um Miðaustur- lönd og Norður-Afríku. Til að treysta sig í sessi lét hann víkja úr starfi mörgum embættismönnum sem Abú Bakr og Omar höfðu skipað og setja sína eigin ættingja í staðinn. Það og sitthvað fleira við starfsháttu Usmans olli óánægju og árið 656, þegar Usman hafði ríkt í tólf ár, gerði reiður múgur inmás í hús hans í Medína og gekk af honum dauðum. Kona spámannsins gerir uppreisn Nú var röðin loks komin að Alí. Helstu foringjar trúarinnar komu saman og völdu hann fjórða kalífann. En það var þó sannarlega ekki andstöðulaust. Aísja dóttir Abús Bakr hafði verið sú þriðja af níu eiginkonum Múhameðs og sú sem var í mestu uppáhaldi. Hún þótti skörungur mikill og hafði alla tíð andæft áhrifunum sem Alí hafði á eiginmann hennar og síðar arftaka hans. Nú stýrði hún vopn- aðri uppreisn gegn Alí en sú mistókst reyndar og Aísja var handsömuð. Auðvitað kom ekki til mála að taka af lífi eiginkonu sjálfs spámannsins svo hún slapp létt fr á uppreisninni og var einungis send í údegð til Medína. Þar lifði hún í 22 ár enn en kom lítt til sögu. Uppreisn Aísju var alls ekki eina mótspyrnan sem Alí mætti á stjórnartíð sinni. Einn af ættingj- um Usmans af Ummajída-ættinni hafði verið skipaður landstjóri múslima í Sýrlandi og staðið sig afar vel. Hann hét Múavíja og hafði reyndar á sínum tíma verið ritari Múhameðs. Múavíja varð nú miðpunktur andspyrnu innan- lands gegn Alí. Gekk hann á lagið þegar fyrrum stuðningsmenn Alís, svonefndir Khavarísjar, gerðu uppreisn gegn honum og varð staða Múavíjas brátt æ sterkari. Vopnaðir fylgjendur Al-Sadr í Karbala Við mosku í suðurhluta borgarinnar. ■ v. Gluggað í Kóraninn Handritið er frá 9. öld. Eitrað fyrir dóttursyni spá- mannsins? Árið 661, þegar Alí hafði setið á sínum valta valdastóli í aðeins fimm ár, var hann myrtur úr laun- sátri að undirlagi Khavarísja. Stuðningsmenn hans kusu eldri son hans og Fatímu Múhameðs- dóttur, Hasan, umsvifalaust kalífa í stað föður síns, auk þess sem hann varð imam eða trúarleiðtogi. Hasan var hins vegar lítill foringi og Múavíja sá sér nú leik á borði. Hann hótaði allsherjar uppreisn og Hasan sá þann kost vænstan að segja þegar í stað af sér. Hann fór í sjálfskipaða údegð til Medína en þar dó hann aðeins nokkrum árum seinna. Stuðningsmenn fjöl- skyldu Alís héldu því fram að eitr- að hefði verið fyrir honum og er hann gjarnan talinn í hópi píslar- votta Sjíta-múslima. Svo stutt var valdatíð Hasans að hann er yfirleitt alls ekki talinn með á listum yfir arftaka Mú- hameðs en nú settíst Múavíja í þann stól. Sonur Alís gerir uppreisn Múavíja stóð undir öllum vænt- ingum sinna stuðningsmanna og gott betur; rak endahnútinn á sameiningu Araba sjálfra og treysti enn allar undirstöður ríkisins sem nú var orðið afar víðlent. Til að halda öilum þráðum þess betur í höndum sér lét Múavíja flytja höf- uðstöðvar ríkisins frá Mekka og td Damaskus í Sýrlandi. Hann þótti í alla staði vel upplýstur, umburðar- lyndur og hæfúr stjórnandi og sat í 19 ár eða til ársins 680 þegar hann dó. Hann er talinn fyrsti kalífi Ummajída-ættarinnar þótt raunar hafi Usman verið af þeirri fjöl- skyldu líka. Ættin ríkti svo í tæp hundrað ár. Áður en Múavíja dó hafði hann gengið frá því að arftaki hans yrði Jasíd sonur hans. Og bar í fyrstu ekki á öðru en að þau valdaskipti myndu ganga átakalaust fyrir sig. En þá kom til skjalanna yngri son- ur Álís, Hussein. Hann hafði orðið höfuð fjölskyldu sinnar við lát Hasans eldri bróður síns og hafði sýnt ýmsa viðleitni td að vOja kom- ast tO aukinna valda og áhrifa. Hussein hafði hins vegar aUtaf skort ákveðni þegar á hólm var komið og hvergi staðist Múavíja snúning. Nú þegar Jasíd var tekinn við, þá taldi Hussein aftur á móti að tækifærið væri komið og lýsti yfir uppreisn gegn honum. Fjöl- skylda spámannsins yrði að kom- ast aftur tO valda í ríki því sem byggt væri á kenningum hans. Fáránlegur liðsmunur Jasíd var ekki á því að lúffa fyrir Hussein. Hann safnaði saman töluverðum her og bjóst tO varnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.