Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST2004 Helgarblað DV Skotínní niisgripum fyrár ref Blaðamaður sem sérhæfirsig í að skrifa um dýr og náttúrulífvar nærdauðaen lifi eftir að hafa verið tekinn I misgripum fyrir ref.l réttarsal í Bret- landi kom fram hvernig veiðimaður- inn Anthony Burns skaut á Trevor Lawson, 38 ára, eftir að hafa talið hann ref. Lawson varskotinn í brjóst- ið en tókst að hringja íeiginkonu sína: „Ég er að deyja." Lögreglan telur að Burns hafí hunsað reglur um skot- veiði en hann heldurþví fram að þetta hafi verið slys. Réttarhaldið helduráfram. Grétuvið jarðarför systranna Foreldrar tvíburasystranna Claire og Diane Sanderson grétu þegar lagið I WillAlways Love You varspilað við jarðaförina. Yfir 150 vinir og ættingjar fylgdu systrunum til grafar. Þær voru fórnarlömb Marks Hobson. Hann barði Claire, 27 ára, til dauða og kyrkti Diane. Hobson myrti einnig eldri hjón sem urðu á vegi hans. Eftir mikla leit fann lögreglan hann í hefurhann nú verið VtniriKlr neita að nefna morðingjann Vinir hins 22 ára Damians Cope sem lésterhann varskotinn í höfuðið neit- uðu að bera vitni fyrir rétti á Englandi.Móðir hins myrta eræfvið drengina og segirþá hafa brugðist sér og Damian. Þeim sem grunaður er um verknaðinn, Andrew Wanoghu, 24 ára, varsleppt í vikunni vekna skorts á sönnunargögnum.„Mér skal takast að fá þennan djöful aftur í réttarsal- inn,"sagði móðirin sem hafið hefur sérstaka baráttu gegn byssueign í landinu. Vinir Damians sögðu lögregl- unni að hann hefði hvíslað nafn morðingjans sjö mínútum eftir að hann hafði verið skotinn. Samkvæmt sérfræðingum er afar ólíklegt að hann hafi lifaö svo lengi. Unglingsstúlka hringdi í bresku neyðarlínuna árið 2002. Heimilisfaðirinn hafði gengið berserksgang eftir að eiginkonan sagði honum að hún hefði haldið við karateþjálfarann sinn. Heimilisfaðir gengur berserksgang „Hjálp! Mamma mín hefur verið stungin. Hættu! Hjálpið mér! Mamma hefur verið stungin, hjálp- ið mér," sagði 14 ára stúlka í símtali við neyðarlínuna í desember 2001. Símtalið kom frá fallegu heimili í Rotherham, Yorkshire, en heimilis- faðirinn hafði gengið berserksgang, ráðist á konu sína og stungið sjálfan sig fyrir framan börnin. „Hættu pabbi," heyrðist hinum megin á línunni. „Hlustaðu á mig,“ sagði hjálparliðinn. „Hvar er Sérstæð sakamál mamma þín? Geturðu séð hvort hún andar?" „Hún er hér en hún á í erfiðleikum með að anda," sagði stúlkan grátandi. „Hvar er pabbi þinn?" „Hann liggur hér við hliðina á mér. Drífið ykkur! Hún er að deyja." „Við erum á leiðinni elskan. Er eitthvað blóð á mömmu þinni?" „Já, hún er öll í blóði." „Farðu og náðu í hreinan klút og settu yfir sár- ið. Athugaðu svo hvort pabbi þinn andar." „Pabbi, pabbi. Ertu vak- andi? Pabbi er að deyja líka. Hjálpið mér!“ Vinnan í fyrirrúmi En Les Humes dó ekki og þann 24. júlí 2002 mætti hann í réttarsal- inn og viðurkenndi að hafa banað eiginkonu sinni, Madeleine Humes, eftir að hún hefði ítrekað ögrað honum. Rétturinn heyrði Humes lýst sem rólegum og vinnusömum fjöl- skylduföður sem hefði breyst eftir að kona hans tilkynnti að hún væri óhamingjusöm því hann ynni of mikið. „Hafði ekki áhyggjur, hugs- aðu um peningana," hafði Les sagt. Vinur hans sagði réttinum að Les hefði verið niðurbrotinn þegar hann komst að því að Madeleine hefði haldið fram hjá honum með karateþjálfaranum sínum. Eftir að hún hafði skipað honum að flytja út reyndi hann að minnka við sig vinnu svo hann gæti eytt meiri tíma með fjölskyldunni. „Hún sagði honum að hún þyrfti tíma til að hugsa málin svo hann flutti til ætt- ingja sinna." Þegar hann hann leit í heimsókn þann 30. september sagði Madel- eine honum að sambandinu væri lokið. „Hún vildi ræða eitthvað við mig en ég vildi bara fá að fara í friði. Þá sagði hún mér frá karateþjálfar- anum. Hún sagði að hann væri hrif- inn af henni og að hún væri yfir sig hrifin af honum. Ég gat ekki trúað mínum eigin eyrum og fannst hún hafa svikið mig. Ég man ekkert eftir að hafa tekið upp hnífinn en ég veit að ég ætlaði mér að meiða hann en ekki hana," sagði Les í réttarsalnum. Lítill, gamall karl Börnin þeirra fjögur, 12 ára strákur, 7 og 14 ára stelpur og 2 ára smábarn, urðu vitni að morðinu. Humes stakk konu sína beint í hjartastað af svo miklum krafti að hnífurinn fór í gegn. „Það var blóð alls staðar. Við Les Humes „Ég gat ekki trúað mlnum eigin eyrum og fannst hún hafa svikið mig. Ég man ekkert eftir að hafa tekið upp hnífinn en ég veit að ég ætlaði mér að meiða hann en ekki hana," sagði Les i réttarsalnum. reyndum að ná hnífnum af honum en gátum það ekki," sagði elsta dóttirin við lögregluna. „Hann sagði að ef hún elskaði hann ekki lengur vildi hann deyja. Ég reyndi að hrista mömmu en hún gat ekki andað al- mennilega. Samt tókst henni að segja okkur að hún elskaði okkur. Ég reyndi að blása í hana lofti en blóð- ið spýttist úr henni." Verjandi Humes sagði Madel- eine hafa lýst karateþjálfaranum fyrir eiginmanni sínum sem litíum, gömlum karli og að honum hefði ekki dottið í hug að hann þyrfti að hafa áhyggjur af sambandi þeirra. Hann sagði ennfremur að Humes hefði tíleinkað ijölskyldunni líf sitt um leið og hann vann sig hratt upp metorðastigann í starfmu. „Sú refs- ing sem hann hefur kaUað yfir sig sjálfur er versta mögulega refsing- in.“ Sjö ára fangelsi Dómarinn dæmdi Humes til sjö ára fangelsisvistar fyrir manndráp. „Börnin þín munu líkega aldrei ná sér eftir þessa lífsreynslu," sagði dómarinn þegar hann las upp dóm- Madeleine Humes Verjandi Humes sagði Madeleine hafa iýst karateþjálfaranum fyrir eiginmanni sínum sem litlum, gömlum karli og að honum hefði ekki dottið í hug aðhann þyrfti aðhafa áhyggjur afsambandi þeirra. inn. „Fjölskylda fórnarlambsins verður líklega ósátt við þessi sjö ár en eftir að hafa borið saman svipuð mál hef ég komist að þessari niður- stöðu." Bróðir Madeleine sagði fjöl- skylduna ætla í herferð gegn svo vægum dómum svo dómarar myndu hætta að sleppa morðingj- um svona auðveldlega. „Ég fylltist ógeði þegar ég heyrði dóminn. Hann hefði átt að vera dæmdur fyr- ir morð en ekki manndráp. Svona dómar leiða til þess að fólk telur að það sé í lagi að drepa og þetta hljóta að vera ömurlegar fréttir fyrir önn- ur fórnarlömb heimilisofbeldis í landinu." Karateþjálfarinn sagði fyrir rétt- inum að hann hefði varað Madel- eine við því að segja manni sínum frá sambandi þeirra. Daginn sem hún var myrt sagðist hann hafa fengið illan fýrirboða. „Ég vissi að eitthvað væri að og ákvað að keyra framhjá húsinu hennar. Þegar ég sá lögreglubílana og sjúkrabílana dreif ég mig heim og heyrði í útvarpinu að hún væri dáin. Við gerðum ekk- ert rangt. Samviska mín er hrein. Við vorum bara ástfangin." Heimili fjölskyldunnar „Börn þln munu líkega aldrei ná sér eftir þessa lífsreynslu," sagði dómarinn þegar hann las upp dóminn en börnin fjögur urðu vitni að atburðinum. grænt salat Ljúffengt meðlæti með gulrótum, kirsuberjatómötum og balsamic-satatsósu. bragð4 fjölbreytni * orka Sjötugur maöur myrti konu sína á hrottafenginn hátt og stakk sig svo í kviðinn til að rugla lögregluna í ríminu Barði konu sína til dauða með hamri Velliðinn meðlimur gyðinga- samfélagsins í Bretlandi var dæmdur í lífstíðarfangelsi í vikunni fyrir að hafa barið konu sína til dauða með hamri. Joseph Man- soor, 70 ára, barði eiginkonu sína tfi 35 ára, 30 sinnum með hamri áður en hann skar hana á háls. „Þú hefur tekið í burtu góða konu og móður," sagði dómar- inn þegar hann las upp dóm- inn. Hann segir Mansoor hafa misst algjörlega stjórn á skapi sínu þegar Yona Mansoor, 60 ára, tilkynnti honum að hún ætíaði til fsrael tíl að hugsa um veikan föður sinn. Eftir að Joseph hafði drepið Yonu opnaði hnepptí hann skyrtunni frá sér og stakk sig í kviðinn á japanska vísu. Sonur hjónanna fann þau og sagði aðkomuna hafa verið hryllilega. Joseph hafði notað tvo hamra til að berja konu sína en krafturinn var svo mikill að hausinn datt af öðrum þeirra í látunum. Jos- eph neitar allri sekt og segir þau hafa orðið fórnarlömb innbrots- þjófa. Morðvopnið Mansoor barði Yonu 30 sinnum með hamrinum og skar hana svo á háls. Gyðingur Samkvæmt dómaranum misstiJoseph algjörlega stjórn á skapi sínuþegar kona hans sagði honum að hún ætl- aði að flytja tilfsrael.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.