Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 45
DV Fréttir
LAUGARDAGUR21. ÁGÚST2004 45
Þrjú innbrot
í Firðinum
Þrjú innbrot voru til
kynnt í Hafnarfirði og
eitt í Garðabæ nú
undir vikulokin. Farið
var inn í hús í Hafn-
arfirði og stolið 500 til
1000 krónum í peningum.
Þá var brotist inn í tvo bíla
og úr þeim stolið útvarpi og
mögnunnn. í Garðabæ var
farið inn í nýbyggingu en
ekki liggur ljóst fyrir hve
miklu var stolið þaðan.
Málin eru í rannsókn lög-
reglunnar.
Braust inn í
Kvennó, náðist
á flótta
Maður braust inn í
Kvennaskólann í Reykjavík
snemma £ gærmorgun og
reyndi að komast undan á
hlaupum eftir að öryggis-
verðir urðu ferða hans var-
ir. Öryggisverðirnir náðu
ekki að stöðva manninn en
lögreglan var kölluð til og
hafði hún uppi á mannin-
um þar sem hann reyndi
að fela sig í garði á mótum
Fjólugötu og Fríkirkjuveg-
ar. Þjófurinn mun hafa
náð einhverjum lausa-
munum úr skólanum en
þeim henti hann frá sér á
hlaupunum. Hann fékk
síðan gistingu í fanga-
geymslum en var sleppt
síðdegis eftir yfirheyrslur.
Sjóræningjar
drepa bíóið
Bíóið á ísafirði stendur
afar höllum fæti og segir
starfsmaður þess í samtali
við vestfirska fréttavefinn
Bæjarins besta að sjóræn-
ingjaútgáfur kvikmynda
séu að ganga að bíóinu
dauðu. Kvikmyndimar em
komnar á vefinn snemma
og er fólk oft búið að sjá
myndimar áður en þær em
sýndar. ísafjaðrarbfó hvet-
ur fólk til að koma, en það
er nú ekki lengur rekið í
gróðaskyni heldur af ein-
skæmm kvikmyndaáhuga.
Vænn
hagnaður
hjá VÍS
Hagnaður sam-
stæðu VÍS eftir
skatta fyrstu sex
mánuði ársins
2004 nam 1.358
milljónum króna.
Hagnaður af
skaðatrygginga-
rekstri nam 776
milljónum króna og hagn-
aður af líftryggingarekstri
203 milljónum króna
þannig að hagnaður af vá-
tryggingarekstri nam sam-
tals 979 milljónum króna.
Hagnaður af fjármálarekstri
nam 790 milljónum króna.
Heildareignir samstæðunn-
ar 30. júm' 2004 námu
30.371 milljón króna og
bókfært eigið fé var 6.821
milljón króna.
Sigurjón Gunnsteinsson var í gær leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjaness. Honum er
gert að sök að hafa, ásamt félaga sínum Salvari Halldóri Björnssyni, flutt til lands-
ins um 325 grömm af kókaíni. Dópinu höfðu þeir komið fyrir í endaþarmi auk þess
að fela það í sokkum. Sigurjón neitaði í gær sök en viðurkenndi að hafa flutt inn
dópið til eigin neyslu.
„Þetta er allt rangt," sagði Sigurjón Gunnsteinsson annar kókaín-
boxaranna í héraðsdómi í gær. Félagi Sigurjóns, Salvar Halldór
Bjömsson, var ekki í salnum. Hann býr nú og starfar á Spáni en er
væntanlegur til landsins í byrjun september. Mál gegn þeim var í
gær tekið fyrir í héraðsdómi. Mennirnir störfuðu á sínum tíma við
hnefaleikakennslu og settu á fót samtök gegn sjálfsvígum.
í ákæru Lögreglustjórans á Kefla-
víkurflugvölli segir að höfðað sé mál
vegna fíkniefhalagabrots sem framið
hafi verið þriðjudaginn 2. desember
2003. Salvar Halldór Bjömsson og
Sigurjón Gunnsteinsson em ákærðir
fyrir að hafa flutt hingað til lands ffá
Hollandi 324,94 grömm af kókaíni
sem þykir ljóst að ætluð hafi verið til
sölu hér á landi í hagnaðarskyni.
Teknir með smokka í enda-
þarmi
ÁSigurjónifannst 49,01 grammaf
kókaíni sem hann faldi í sokkunum
sínum. Þá fundust 110,29 grömm af
kókaíni falin í smokki í endaþarmi
hans. Félagi hans Salvar var 165,64
grömm af kókaíni
í endaþarm-
inum.
Tollverðir á
Keflavíkurflug-
velli stöðvuðu
Salvar og Sigur-
jón sem þóttu
Sveinn Andri Sveins-
son, lögmaður Salvars
Sagöi hann koma til
landsins í september og
hegða sér undarlega;| mæta örlögum slnum.
voru klæddir í heimatilbúna lands-
liðsbúninga hnefaleikamanna með
íslenska fánanum á.
Salvar og Sigurjón em einnig
ákærðir fyrir tollalagabrot. Þeir em
sagðir hafa ætlað að smygla til
landsins þriðjudaginn 2. desember
45 pörum af hnefaleikahönskum og
þremur höfuðhlífum alls að verð-
mæti 961,50 evmr.
Þess er svo krafist að ákærðu
verði dæmdir til refsingar.
Sigurjón Gunn-
steinsson Veittist
aö Ijósmyndara og
reyndi aö foröast
myndatöku.
Kók fyrir afganginn"
Einhverjar deilur risu í dóm-
salnum um hver tilgangur ferðar
kókaínboxaranna til Hollands
hefði verið. Vildi verjandi
Salvars meina að tilgangur-
inn hefði verið að
kaupa boxvömr en
ekki dóp.
Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi
ákæmvaldsins, sagði það skrítið að
kaupa „boxvömr, og kók fyrir af-
ganginn“ og vitnaði í skýrslu sem var
tekin af Salvari þar sem hann viður-
kennir að þeir félagar hafi verið bún-
ir að ákveða að flytja inn efni áður en
þeir lögðu af stað.
í dómsal í gær var Salvar Halldór
hvergi sjáanlegur.
Sveinn Andri Sveinsson, lög-
maður Salvars, sagði það rangt að
skjólstæðingur hans væri flúinn úr
landi. Hann væri nú búsettur á
Spáni og myndi koma hingað til
lands þegar málið verður tekið fyr-
ir í september.
„Salvar myndi," sagði Sveinn
Andri, „mæta örlögum sínum".
simon@dv.is
Geggjuð skothríð klukkan ellefu í kvöld
3000 bomburá Menningarnótt
Hjálparsveit skáta í Reykjavík mun
skjóta upp 2.857 bombum á flugelda-
sýningu á Menningamótt í Reykjavík í
kvöld. Sýning hefst klukkan 23. Skotið
verður upp frá gömlu höfninni £
Reykjavfk eins og sfðustu ár.
Að sögn Vfðis Reynissonar, skot-
stjóra sýningarinnar, hefúr flugelda-
sýningahópur Hjálparsveitarinnar
unnið stfft síðustu daga að uppsetn-
ingu og tengingu á bombunum sem
verða notaðar. Víðir segist reikna með
að 700 vinnustundir hafi farið í sýn-
inguna hjá þeim sex manns sem
komið hafa að uppsetningunni.
Aðspurður sagði Víðir að bomb-
umar væri 2 tonn að þyngd og 3,2
kílómetrar af kveiki- og rafinagns-
þráðum væm notaðir við að skjóta
bombunum á loft. Sýningin mun
standa í 9 til 10 mínútur að hans sögn.
Það þýðir að á hverri mínútu fara 317
bombur upp í loftið, eða 5 bombur á
sekúndu.
Reykjavík án rigningar í tólf daga
Langt frá rigningar
leysismeti
Þrátt fyrir að ekki hafi rignt í
Reykjavík í tólf daga, eða frá því að-
faranótt 9. ágúst, þá er það langt í frá
met í úrkomuleysi í höfuðborginni.
Að sögn Trausta Jónssonar, veður-
fræðings á Veðurstofu íslands,
rigndi ekki í 31 dag samfleytt í
Reykjavík sumarið 1960. Það var frá
3. ágúst til 4. september.
Trausti segir að almennt séð sé
ágúst fremur úrkomusamur í
Reykjavfk. Meðalfjöldi úrkomudaga
sé 20 og meðalúrkomumagnið 60
millimetrar. Það sem af er ágúst
nemur úrkoman 30 millmetrum, það
er sú rigning sem féll fyrir 9. ágúst.
Að sögn Trausta gera flestar spár
ráð fyrir að það rigni á þriðjudag,
miðvikudag og fimmtudag. Samtals
verði magnið 20 millimetrar þá
Trausti Jónsson Þaö rigndi ekki í Reykjavik
frá 3. ágúst til 4. september áriö 1960 upplýs-
ir Trausti Jónsson veöurfræöingur.
daga. Gangi það eftir, sem sé alls
óvíst á þessari stundu, sé stutt í það
að meðalúrkoma mánaðarins náist.
Þá segir Trausti að sumar spár
geri ráð fyrir síðdegisskúrum inn til
landsins þegar á sunnudag. „En það
er svo tilviljunarkennt hvar það
lendir," segir hann.
*