Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST2004
Helgarblað DV
Helgi Felixson kvikmyndagerðarmaður
frumsýndi nýlega nýja heimildarmynd
á tjaldi sem strengt hafði verið fyrir
fótboltamark lengst inni í frumskógum
Perú. Helga Brekkan í «
Stokkhólmi ræddi við I
hann um myndina senr
fjallar um erfitt líf M
Ashaníka-Indjána. yi
Þeir eiga í vök að Jt
verjast við að halda ^
lifnaðarháttum ®
sínum. m
‘ / *”* **' "-y *'V-
, _ !
Helgi Felixson er fæddur
og uppalinn í Kópavogi
en hefur verið búsettur í
Svíþjóð í meira en tutt-
ugu ár. Hann rekur
kvikmyndafyrirtækið Felix-Fiim í
Stokkhólmi og hefur framleitt og leik-
stýrt á öðmm tug heimildarmynda.
Raunar má segja að Stokkhólmur sé
fyrst og fremst bækistöð þar sem
hann framleiðir og klippir myndimar
sínar og elur upp drengina sína þtjá.
Stóran hluta ársins er hann nefnilega
á ferðalögum um heiminn með lífs-
förunaut sínum og samstarfskonu,
Titti Johnsson. Hún er sænsk kvik-
myndagerðarkona og líka mikill
heimshomaflakkari, enda alin upp í
Afríku og Asíu. Þau em nú að leggja
lokahönd á heimildarmynd sem þau
hafa unnið að undanfarin þtjú ár í
Suður-Afnku. Myndin heitir Little
Satars og verður frumsýnd í Jóhann-
esarborg og Stokkhólmi í haust og
um svipað leyti í Reykjavík.
Lofaði deyjandi vini sínum að
Ijúka við myndina
Nýlega komu Helgi og Titti í
heimabækistöðvamar frá Perú. Það
var ekki í fyrsta sinn sem þau fóm
þangað. Helgi hefur verið með annan
fótinn í frumskógum Amasón und-
anfarin ár. Hann starfaði í mörg ár
náið með sænska kvikmyndagerðar-
manninum Torgny Anderberg. Þeir
gerðu mynd í Suðurhöfum og aðra í
Amasónfmmskógum Perú. Torgny
lést skyndilega fyrir tveimur ámm en
áður en hann dó bað hann Helga að
ljúka við myndina sem þeir vom þá
að gera saman. Árangurinn varð
myndin Kondórmaðurinn sem ný-
lega var ffumsýnd á léreftstjaldi úti i
miðjum ffumskógi í Perú.
Raunar hafði staðið til að frum-
sýna myndina á kvikmyndahátíð í
Lima, höfuðborg Perú, en Helgi
stóðst ekki mátið að sýna myndina
fyrst Ashaníka-Indjánunum sem
myndin fjallar um. Fulltrúar þeirra
fóm svo með honum til Iima og not-
uðu ferðina til að freista þess að fá
ýmsar leiðréttingar sinna mála hjá
yfirvöldunum í Perú og fá afhent skjöl
sem staðfesta eignarrétt þeirra á
landinu við ána Apurimac í frum-
skóginum.
Tíu þúsund Ashaníkar myrtir
Áður fyrr trúðu Ashaníka-Indján-
amir þvf að land þeirra væri flöt og
endalaus jörð sem næði til allra átta.
Það halda þeir ekki lengur. í dag hafa
þeir misst veiðilendur sínar og fiskur-
inn er horfinn úr ánum. í fyrri mynd
Helga og Torgnys Anderberg, Það er
bara ein sól, segja Indjánamir frá of-
beldi og hörmungum sem þeir hafa
gengið í gegnum að undanförnu. í
myndinni má heyra sársaukafullar
lýsingar Indjána sem búa við ána
Apurimac. Lítill drengur segir frá því
þegar hann kom heim I kofann sinn
og sá að búið var að taka alla fjöl-
skyldu hans af lífi. Skæruliðar Send-
erista höfðu hálshöggvið þau öll. Og
höfðinginn Amadeo segir frá því
hvernig bróðir hans missti bömin
sín. Minnst tíu þúsundir Ashaníka
vom myrtar á hrottafenginn hátt þau
sautján ár sem stríð stjómvalda og
Senderista stóð. Nokkrir skæruliða-
hópar Sendero Luminoso hafast enn
við í skógunum á þessu svæði en
mest hætta stafar nú af öðm. Áin
Apurimac er aðalflutningsleið eitur-
lyfjasmyglara. Og sífellt em að störf-
um stórvirkar vinnuvélar sem ganga
á frumskóginn og eyðileggja lífríki
hans, dýralíf og menningu.
Ashaníkar em stærsti hópur
Indjána á Amasónsvæðinu og þrátt
fyrir mikla erfiðleika, ágang trúboða
og stríð, hefur þeim tekist að lifa af og
viðhalda siðum sínum, tungumáli og
venjum.
Og þama í frumskóginum hefur
Helgi Felixson eignast góða vini.
Kakkalakkarnir trylltust og
komu æðandi undan rúminu
„Til að komast til þorps Ashaníka-
Indjánanna þarf að ferðast fyrst yfir
Andesijöllin til bæjarins Picari. í þetta
sinn fórum við með sænska sendi-
herrann með okkur. Ég varaði hann
fyrirfram við „hótelinu" í bænum
Picari, því ég þóttist viss um að hann
væri vanur öllú meiri lúxus á sínum
diplómataferðalögum en þar tíðkast.
Með okkur var einnig læknirinn
Oscar Rodriguez sem hefur unnið
lengi við að hjálpa Indjánunum á
svæðinu. Sú hjálp er til dæmis fólgin í
því að gefa sprautur við algengum
sjúkdómum. Indjánamir lenda iðu-
lega miUi stafs og hurðar í kerfinu og
eiga erfitt með að fá jafnvel svo sjálf-
sagða aðstoð. Við höfum séð til þess
að læknir sé alltaf með í för þegar við
förum til Ashaníkanna og munum
halda því áffam. Hótelið í Picari var
nákvæmlega eins og ég bjóst við.
Frumskógarregnið buldi á bárujáms-
þakinu í herberginu mínu og þegar
ég kveikti á lampa kom neistaflug svo
kakkalakkamir trylltust og komu æð-
andi undan rúminu. En við skáluð-
um bara fyrir því að hafa komist heilu
og höldnu yfir hin bröttu Andesfjöll í
drullunni.
Það tekur svo klukkutíma að kom-
ast frá Picari til Indjánaþorpsins
Otari. Síðast þegar ég kom þangað
fyrir þremur árum, skömmu eftir að
Torgny Anderberg dó, sýndi ég
Indjánunum leikna mynd sem hann
hafði gert fyrir þrjátíu árum og fjallaöi
um hvemig kristnir trúboðar þving-
uðu fólk á þessu svæði til að leggja af
lifnaðarhætti sína og lifa samkvæmt
kaþólskum hugmyndum.
„Nú er varla hægt að finna
fjöður í skóginum"
Þegar við komum í þorpið vissi ég
ekkert hvað hafði gerst síðan ég kom
síðast. Það gat verið hvað sem var.
Ashaníkarnir lifa í stöðugum ótta.
Perúska ríkisstjómin gerir ekkert til
að vemda þá eða aðra Indjána gegn
óréttlæti og kúgun. Þeir hafa engin
mannréttindi og ekkert í höndunum
gegn stóm oKufyrirtækjunum og öðr-
um sem höggva niður skóginn í
kringum þá. Dýra- og fiskveiðar hafa
verið þeirra lifibrauð. Nú búa þeir
eins og á eyju þar sem skógarhöggið
og ohu- og gasleiðslur loka þá af.
Höfðinginn Amadeo hafði sagt
mér síðast þegar ég kom að nú þyrftu
þeir að ganga í marga daga til að
finna veiðidýr. Hann tók af sér hatt-
inn, rétti mér eina fjöður og sagði:
„Nú er varla hægt að finna nokkra
fjöður í skóginum. Trjábarónamir
em búnir að höggva niður öll háu
trén sem páfagaukamir Kfðu í.“
En þegar við komum til Otari
vantaði samt ekki höfðinglegar mót-
tökur. Okkur var boðið upp á drykk-
inn masato. Þegar hann er búinn til
sitja konur og böm í kringum stóran
pott. Þau tyggja fjólubláar rætur og
skyrpa niður í pottinn sem er fullur
af rótarávöxtum. Munnvamið úr
hrákunum setur gerjun af stað og
drykkurinn er því bókstaflega rót-
áfengur. Ég þekkti aftur súrt bragðið
og fannst masatoið reyndar óvenju-
gott í þetta sinn.
Indíánarnir vildu ekki
fara inn í Kondórinn
eins og þau nefndu
flugvélina og tóku
rútuítólftímaístað-
inn.
Frumsýng í fótboltamarki
Meðalaldur Ashanikanna er
fimmtíu ár. Höfðinginn Amadeo,
gamall vinur Torgnys, er nú orðinn
fjörgamaU. Hann er 73 ára og á átta
eiginkonur og 36 böm. Erfingi hans
og verðandi höfðingi er Davíð sonur
hans. Eins og föður sínum þykir Dav-
íð mjög mikilvægt að viðhalda göml-
um siðum og venjum. En hann er á
verði gagnvart okkur vegna sendi-
herrans. Hann vill vita hvers vegna
sendiherrann er með í för og af
hverju hann sjálfur hefur ekki fengið
eitthvað af öUum þeim myndum sem
hafa verið teknar upp á svæðinu.
Ame sendiherra segir honum frá
sænsku kvikmyndahátíðinni sem
halda á í Lima þar sem heiðra á
Torgny Anderberg með orðu. Davíð
hlustar og segir að lokum: „Við förum
líka með til Lima.“
Ég ákvað að sýna myndina mína
um Kondórmanninn í þorpinu svo
allir gætu séð hana. Því bara Amadeo
og hans fjölskylda ætluðu með okkur
tULima.
Það er flókið mál að sýna bíó þar
sem ekki er einu sinni rafmagn. í
Picari tókst okkur að finna litla
díseUotúna rafstöð. Við höfðum með
okkur hvítt teppi sem við spenntum
upp í fótboltamarki á grasfleti. Marg-
ir Ashanikar af svæðinu söfriuðust
saman til að sjá myndina. Sýningin
vakti mUda lukku meðal þeirra og
eitthvað skorti á myndgæðin þá var
ekkert að hljóðinu. Þetta var besta
surround-sound sem ég hef upplif-
að. Skordýrin og froskamfr sáu um
það.
Indjánarnir tuggðu sín kóka-
lauf
Snemma næsta morgun lögðum
við af stað til Lima. Með okkur í för
voru Amadeo höfðingi og kona hans
Marta, dæturnar Chabouka og Catal-
ina og svo Davíð.
Það voru mörg ár síðan þau fóm
til Lima og Marta hafði reyndar aldrei
farið út fyrir frumskóginn áður. Það
eina sem þau tóku með sér voru Utlar
handofnar töskur sem þau hengdu