Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR21. ÁGÚST2004
Helgarblað DV
Söngkonan Eivör Pálsdóttir hætti skólagöngu sinni þegar hún
var aðeins 15 ára til að geta einbeitt sér að tónlistinni. Eivör
stefnir á að koma með nýja plötu fyrir jólin en í næstu viku
spilar hún fyrir sjálfan Noregskonung.
„Strax og ég kom hingað fann ég
einhver tengsl við landið. Tungu-
málið, tónlistin, fólkið og allt þetta.
Mér líður bara svo vel hér,“ segir
færeyska söngkonan Eivör Páls-
dóttir.
Eivör kom hingað frá Götu í Fær-
eyjum fyrir tveimur og hálfu ári síð-
an. Gata er um 1.000 manna sam-
félag í klukkustunda akstursfjarlægð
frá Þórshöfn. Hún varð strax ást-
fangin af fslandi og er ekkert á leið-
inni burt. Platan hennar, með
hljómsveitinni Krákunni, hefur
fengið góðar viðtökur og ef til vill
eigum við von á nýrri plötu fyrir jól-
in.
Hætti í skóla 15 ára
Eivör hætti í skólanum þegar hún
var aðeins 15 ára. Þá hafði hún feng-
ið nóg af skólagöngu og vildi hella
sér á kaf í tónlistina. Þrátt fyrir að
foreldrar hennar hefðu frekar óskað
þess að hún hefði haldið skólagöng-
unni áfram stóðu þau þétt við bakið
á henni. „Ég var í skóla í Götu í sjö ár
og hélt svo áfram í Fuglafirði. Ég var
bara svo ákveðin og búin að negla
niður að ætía að hætta. Mér fannst
ég vera búin að eyða of miklum tíma
í skólann og vildi fara í músíkina og
þroskast sem tónlistarmaður.
Mamma skildi mig enda hefur hún
alltaf haft mikla trú á mér. Tímarnir
hafa breyst svo mikið. Þegar foreldr-
ar mínir voru ungir hefði engum í
Færeyjum dottið í hug að ætía að
vinna við tónlist, það hefði þótt al-
veg út í hött,“ segir Eivör og bætir við
að mamma hennar sé hennar besti
vinur. „Mamma hefur kennt mér svo
margt, hún er alltaf jákvæð og glöð
og ég dáist að henni og vona að ég
eigi eftir að erfa sýn hennar á lífið."
Eftir 9. bekkinn gaf Eivör út sína
fýrstu plötu. Nokkru seinna kom svo
út plata með rokkhljómsveitinni
Clickhaze og svo enn önnur með
djassbandinu Yggdrasil. „Þessi nýja
plata er nokkuð sem mig hefur lengi
larigað að gera og nú loksins ætía ég
að láta verða af því. Hinar plöturnar
mínar eru mjög færeyskar en þessi
inniheldur lög sem ég elska að
syngja. Þarna verða bæði mín eigin
lög, ensk og íslensk og þar á meðal
lagið Ég veit þú kemur.“
Velgengni plötu Krákunnar kom
henni á óvart en hún segist hafa ver-
ið mjög heppin með samstarfs-
menn. „Strax og ég kom hingað
ákvað ég að gera plötu og vildi gera
hana almennilega og spurðist því
fyrir um besta tónlistarfólkið."
Sjálfstætt náttúrubarn
Eivör hefur sinn eigin stíl. Hún
heldur fast í færeyska arfinn og er
mikið náttúrubarn. Hún er mjög
sjálfstæð og viðurkennir að ef til vill
sé hún gömul sál í ungum líkama.
„Ég er nýorðin 21 árs en fólk hefur
alltaf haldið að ég væri eldri en ég er
síðan ég var 12 ára.“
Fyrst eftir að hún flutti til lands-
ins bjó hún hjá konu sem hún
kynntist í söngskólanum í Þórshöfn
en fann sér svo sína eigin íbúð, fýrst
í Skerjafirðinum en nú í miðbænum.
„Ég er rosalega ánægð hérna og
finnst þessi íbúð alveg æðisleg. Al-
veg síðan ég hætti í skólanum hef ég
viljað sjá um mig sjálf enda er ég
mjög sjálfstæð. Ég sakna samt fjöl-
skyldunnar minnar en ég er dugleg
að kíkja í heimsókn." Eivör á fjögur
systkini; tvær yngri systur og tvo
eldri hálfbræður sem búa í Dan-
mörku. Hún segir að mömmu henn-
ar hafi fundist erfitt þegar hún hafi
flutt enda hafi hún bara verið 19 ára.
„Herbergið mitt heima í Götu bíður
ennþá eftir mér en ég reyni alltaf að
fylgja hjartanu. Það er nokkuð sem
ég lifi á og því er ég stödd hérna
núna. ísland stal hjartanu mínu
strax og ég kom. Ég er samt mjög
þakklát fyrir að hafa alist upp á
svona litlum stað og finnst mjög gott
að koma þangað aftur enda er eitt-
hvað spes við staðinn sem maður
ólst upp á. Ég hef alltaf haldið að ég
myndi enda í Götu en núna veit ég
ekki. Ég á eftir að gera svo mikið og
ætía að ferðast og búa einhvers stað-
ar annars staðar í heiminum. Ég
plana ekki langt fram í tímann en ég
á að minnsta kosti eftir að vera eitt-
hvað lengur hérna. Færeyjum svipar
mjög til Islands þótt veðrið sé mild-
ara þar. Mér finnst nauðsynlegt að
hafa smá vind, fjöll og sjó enda elska
ég náttúruna. Ég er svo heilluð af
henni og stundum á ég ekki eitt ein-
asta orð fyrir hana.“
Algjör rímnakerling
Þrátt fyrir að Færeyjar séu undir
Danaveldi hefur Eivör engan áhuga
á að flytja til Danmerkur. „Ég gæti
aldrei búið þar enda næ ég engum
tengslum við Dani. Það var ekkert
mál að kynnast íslendingunum því
það er eins og við skiljum hvert ann-
að. Ég vildi að Færeyingar slitu sig
frá Dönum og hef trú á að það verði
þótt það verði ekki strax. Þjóðin
skiptist í tvennt í þessu máli, yngra
fólkið vill aðskilnað en það eldra vill
engu breyta enda fáum við mikla
peninga frá Danmörku. Þegar ný
kynslóð tekur við stjórnartaum-
unum mun kannski eitthvað ger-
ast,“ segir hún en bætir við að hún
hafi afar lítinn áhuga á pólitík. „Ég
myndi ábyggilega gera allt vitíaust ef
ég færi eitthvað að skipta mér af
stjórnmálum."
Sönghefðin er sterk í Færeyjum
og samkvæmt Eivör eru þar allir
syngjandi og dansandi. „Við höldum
mjög fast í þennan arf okkar og það
er ótrúlegt hvað allir kunna þessa
dansa og þessi erindi. Mér finnst
þetta mjög skemmtilegt enda er ég
algjör rímnakerling og hef gaman af
gömlum sögum og þess háttar."
Þægilegt að vera þekkt á
íslandi
Auk plötunnar er Eivör að vinna í
Hafrifirska leikhúsinu í verki sem
heitir Úlfhamssaga í leikstjóm Mar-
íu Ellingsen. Hún hefur því nóg að
gera. „Það er mjög sjaldan að ég fái
einhverja daga í frí en það er mér
sjálfri að kenna. Ég þarf alltaf að vera
að gera eitthvað. Ég er líka nýkomin
úr tónleikaferðalagi um Skandinav-
íu þar sem ég tók mömmu með mér.
Ferðalagið gekk vel og við skemmt-
um okkur vel. María Ellingsen
hringdi í mig fyrir tveimur árum síð-
an og bað mig að semja tónlistina
fyrir Úlfhamssögu. Ég er búin að
vera með þetta í huganum síðan og
nú emm við farin að æfa. Við vinn-
um þetta í hóp þannig að ég rétti
þeim ekki bara disk með tónlistinni
heldur er þetta allt æft með gítar-
inn.“
Að hennar mati er lítið mál að
vera þekktur tónlistarmaður á ís-
landi. Landið er lítið og fólkið jarð-
léttir og bragðgóðir réttir - fáar kaloríur
S®
:US
bragd * fjölbreytni * orka
kjúklinga- &
beikonsveitasalat
Stökkar kjúklingalundir meó beikonbitum,
brauðteningum og cheddar- og edam-osti.
loksins ætla ég að láta afþvl verða. Hinarplöt-
urnar mínar eru mjög færeyskar en þessi inni-
heldur lög sem ég elska að syngja. Þarna verða
bæði mín eigin lög, ensk og íslensk og þar á
meðal lagið Ég veitþú kemur."
bundið og kippir sér því lítið upp við
að einhver skari fram úr. „Ég er ekk-
ert merkilegri en aðrir. Ég valdi mér
tónhstina á meðan aðrir pakka fiski.
Ég vil þó fá minn frið og er núna
komin með umboðsmann sem sér
um margt fyrir mig sem er miklu
þægilegra enda verður maður bara
klikkaður á því að reyna að semja og
skipuleggja allt sjálfur."
Eivör segist ekki stefna á heims-
frægð og að fyrir henni hangi tón-
listin ekki saman við frægðina. „Ég
vil bara semja tónlist frá hjartanu og
vera sönn. Mér myndi líða illa ef ég
myndi nota tónhstina til að næla
mér í heimsfrægð. Tónlistin er allt of
dýrmæt til þess. Fyrir mér er hún
eins og bam, maður vill aht það
besta fyrir bamið sitt. Ég er líka ekki
tónlistin, hún er þarna fyrir. í raun-
inni bý ég hana ekki til heldur ýti
henni einungis út. Eins og með
börnin."
Enginn tími fyrir kærasta
Þótt Eivör hafi átt nokkra kærasta
yfir ævina hefur engum þeirra tekist
að halda í hana lengur en ár. Hún
var á tíma með Garðari Thor Cortes
en þau em í engu sambandi í dag.
Sjálf segist hún ekki hafa fundið
þann rétta ennþá enda liggi ekkert á.
„Ég er ekkert á því plani að fara að