Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST2004
Helgarblað DV
íslendingar hafa löngum stært sig af því að hingað geti fræga fólkið komið og notið þess að spóka sig
án þess að verða fyrir áreiti vegfarenda eða fjölmiðlamanna. Þetta er búið og stétt ljósmyndara sér-
hæfir sig í að mynda hina ríku og frægu við^Ll tækifæri. Atli Már Gylfason er tímanna tákn.
Papparass Islands
af mér. Ein af þeim myndum mínum
sem hafa farið víða.“
Og Atli Már hefur verið í sambandi
við hina erlendu gulu pressu í tengsl-
um við frétt um Nicolas Cage þegar
hann millilenti hér.
Byrjaði 14 ára með Fjölni
Atli Már er Keflvíkingur og hann var að-
eins 14 ára þegar hann lét til sín taka
sem papparass. Þá voru það Fjölnir
Þorgeirsson og Mel B sem urðu fyrir
barðinu á honum. „Hann kemst ekki í
hálfkvisti við Pink. Ég var þá að flækjast
uppi á flugstöð að ná myndum af frægu
fólid. Ég hafði spumir af því að Mel B og
Fjölnir væru þar tíðum: Alltaf að koma
og fara. Þá var maður með venjulega
filmumyndavél og stundum einnota
myndavél. Bara til að ná einhverju. Eitt
skiptið þegar Fjölnir og Mel B lentu
með áætlunarflugi aldrei þessu vant,
en þau voru vön að koma með einka-
þotu, urðu þau að koma út úr tollinum
eins og allir aðrir. Ég reyndi að ná af
þeim myndum og Fjölnir bað mig um
að hætta. En ég hélt áffam... bjóst ekki
við því að hann færi að skipta sér af mér
pollanum þama í flughöfninni. En það
gerði hann. Hann sleppti kerrunni og
hljóp að mér. Ég tók á sprett og náði að
hlaupa hann af mér. Hann gafst fljót-
lega upp enda beið stórstjaman hans
eftir honum."
Og umfjöllunin um þetta atvik lét
ekki á sér standa. „Stuttu eftir þetta fór
ég með vini mínum í viðtal hjá Séð og
heyrt á sfnum tíma vegna þess. Séð og
heyrt var náttúrlega með Fjölni alveg á
heilanum. Þeir keyptu af mér mynd
sem þeir birtu ásamt viðtali við mig og
vin minn. Þetta var fyrsta myndin sem
ég seldi. Alveg sæmilegur peningur
sem ég fékk fyrir það og gat keypt meira
af einnota myndavélum. Aðalsportið
14 ára var náttúrlega að lenda í Séð og
heyrt. Mikill heiður... á þeim tíma."
Papparassinn ungi vissi hvert hann
vildi fara, hóf nám í fjölbrautaskóla
Suðumesja, í upplýsinga- og fjölmiðla-
fræði og lauk því námi í Flensborgar-
skóla þremur árum síðar. Hann sótti
um á Vfkurfréttum og hefur nú starfað
þar í nokkra mánuði. Og ævintýrin hafa
ekki látið á sér standa. Sjálfu vamarlið-
inu þótti nóg um ágengan Atla Má og
lenti hann eitt sinn í stappi við her-
menn sem vildu meina honum að
mynda fýrir frétt í Víkurfréttum.
Pink kallar okkar mann fávita
„Ég hafði haft af því spumir... ,“
þannig hefur Atli Már frásögn sína af
samskiptum sínum og Pink. Helstu
veiðistaðir Atla em Leifsstöð og Bláa
lónið. Hann segist hafa sambönd all-
staðar. „Já, ég hafði samband við að-
stoðarframkvæmdastjóra Bláa lónsins
sem tók það fram að beðið hefði verið
um að ekki yrðu teknar myndir af Pink.
Og ljósmyndurum, bæði almenningi
og blaðamönnum, var óheimill að-
gangur að útsýnispalli þar sem sjá má
yfir Lónið. Ég sagði við hana að hún
gæti nú ekki stoppað mig ef ég borgaði
mig inn sem almennur gestur. Og tæki
myndir þama af Lóninu eins og gengur
og gerist. Hún féllst á þetta."
Atli borgaði sig ofan í, tók með sér
myndavél með minnstu linsunni svo
ekki færi mikið fyrir henni, myndavélin
var ekki vatnsheld og Ath lét h'tið fyrir
sér fara. „Ég beið þess að hún væri búin
í nuddinu. Þá var ég spottaður af vin-
konu Pink sem lét öryggisverðina vita,
og mínútu síðar var íslenskur stæltur
öryggisvörður kominn ofan í lónið við
hliðina á mér. Hann segir að ég megi
ekki taka myndir. Ég sagðist skilja það
að hann væri að vinna vinnuna sína en
það yrði að vera gagnkvæmt. Ég yrði að
taka mínar myndir. Nokkrum mínút-
um síðar fara líffverðimir hennar á stjá
og ég vissi að eitthvað var í aðsigi. Ég
færði mig inn á opnara svæði þar sem
almennir gestir vom nokkrir og beið
eftir því að ég sæi hana. Hún h'tur fyrir
homið á nuddsvæðinu, sér mig munda
myndavéhna og sýnir mér þessa fallegu
löngutöng sína með tilheyrandi grett-
um og ulli. Stuttu seinna staðsetur vin-
kona hennar sig fyrir ffarnan hana og
þau koma nær. Ég byrja að bakka með
myndavéhna en fór hægt enda botninn
erfiður. Pink var því fljót að ná mér og
fór að skvetta á mig vatni. Ég sneri mér
undan og hló, hélt þetta væri grín, en
það var nú ekki. Ég kahaði því hátt og
skýrt: Hey! Hey! Barst öll athyglin þá að
okkur og hún kærði sig ekki um það og
hætti snarlega. Þegar hún fór frá mér
kallaði hún að hún ætlaði að fá á mig
nálgunarbann, ég væri fáviti og fifl. Ég
lenti í ryskingum við lífverðina hennar
og var að endingu beðinn um að fara
upp úr. Og gerði það en beið eftir henni
og náði mynd af henni í gjafavöruversl-
uninni. Já, já, þetta komst í blöðin. Hún
var með þijá erlenda lífverði og fimm
íslenska."
Nú síðast var það svo Lou Reed.
„Við höfðum af því spumir að Mour-
inho og Reed væm báðir að koma með
sama flugi og vorum tilbúnir. Þegar við
höfðum lokið við að taka myndir af
hinum kurteisa Mourinho tóku við
öfgafulhr h'fverðir Lou Reed. Við héld-
um okkar fjarlægð fr á söngvaranum því
við vissum að hann er ekki sá skemmti-
legasti þegar fjölmiðlamenn og ljós-
myndarar em annars vegar. Við sóluð-
um í kringum hann þar til einn af
starfsmönnunum bað þessa íslensku
að láta mig hætta að taka myndir. Þá
tóku þeir einmitt í hnsuna á kamemnni
og ýttu mér út í mnna. Sögðu mér að
hypja mig í burtu og hætta að vera til
vandræða. Ég sagði honum að þeir
væm þeir einu sem væm til vandræða.
Þegar þessi erlendi sem var með Lou
Reed sá að þeir vom ekki að ná því að
koma í veg fyrir myndatökuna mætti
hann sjálfur á svæðið og skipaði mér að
ganga í burtu. Ég sagði honum að það
væri ekki inni í myndinni, ég væri bara
að sinna minni vinnu. Hann sagði að
nægur tí'mi gæfist á sjálfum tónleikun-
um en ég sagðist ekki vera með passa.
Hann sagði: Við reddum því öhu. Meiri
vitleysu hef ég ekki heyrt á æfinni. Og
enn hef ég ekki fengið neinn passa frá
LouReed."
Stefnan er skýr hjá Atla Má. Hann
ætlar sér í viðskiptafræði á Bifröst og
þaðan í meistaranám í fjölmiðlafræði.
Svo langar mig til Bandaríkjanna að
læra þar í mekka slúðurblaðamennsk-
unnar. Það er meiri vídd þar í Bret-
landi... aht of mikfll Beckham þar.
jakob@dv.is
„Ég hef aldrei lent í öðrum eins yfirgangi á æfi minni. Þeir sögðu
mér að hypja mig á brott þar sem ég stóð fyrir framan flugstöð-
ina!“ sagði Atli Már Gylfason ljósmyndari og blaðamaður Víkur-
frétta í samtali við DV. Þetta var eftir að hann hafði lent í skær-
um við lífverði Lou Reed fyrir utan Leifsstöð og ljósmyndarinn
fullur réttlátrar reiði. Atli Már er kornungur, rétt tæplega tvítug-
ur, og sannkallaður papparass íslands.
Ath Már segir að hinir svoköUuðu
„papparassarí" á íslandi séu ekki marg-
ir og gengst við því að vera papparass
númer eitt. „Þetta segir fóUc og ég hika
ekki við að reyna að rísa undir því. Svo
sem ekki fi'nt að vera papparass númer
tvö eða þrjú en fi'nt að vera númer eitt.
Þá er ég sáttur."
Og það er veisla núna hjá Atla Má.
Fræga fóUdð streymir tU landsins og
hátíð í bæ verður svo þegar MTV-verð-
launahátíðin verður haldin. „Tveir
þrekvaxnir vinir mínir hafa boðist tíl að
verða mínir lífverðir þegar þar að kem-
ur.“
Enginn efi og Ath Már vekur athygh
á nokkru sem kenna má við ástar-hat-
urssamband. „Sko, frægt fólk getur
ekkert valsað um og þóst eiga staðinn.
Ég vona að þetta eigi eftir að verða virt
starfsstétt á íslandi. Og frægt fóUc verð-
ur ekki frægt nema það sé fylgst með
því."
Engar efasemdir um réttinn
Þessi ungi og knái ljósmyndari hef-
ur ekki svo mikið sem leitt hugann að
umdeildum dómi sem féU fyrir Mann-
réttindadómstóh Evrópu fyn: í sumar í
máh Karólínu prinsessu af Mónakó
gegn þýskum blöðum sem iðkuðu að
mynda hana við ýmsa iðju. Þeir töldust
hafa brotið ffiðhelgi einkah'fs hennar.
„Ég fer ekki heim tíl fóUcsins og ljós-
mynda það þar heldur aðeins á opin-
berum vettvangi þar sem heimUt er að
taka myndir. Eg hef engar efasemdir
um réttmæti þess. AUs ekki."
Aðalatriðið hjá Atla Má er að vera
fyrstur með fréttina og helst sá eini. í
öðru sæti eru gæði myndanna. „Ég ætl-
aði mér ahtaf að verða blaðamaður og
ljósmyndari. Dreymdi aUtaf um að vera
í stríði og taka myndir sem öðluðust al-
þjóðlega viðurkenningu. En mér hefur
nú eiginlega snúist hugur - stöðugt ver-
ið að ræna þeim og jafnvel drepa."
Myndir Atla Más hafa birst víða: í
DV, Fréttablaðinu og Morgunblaðinu
og á öUum helstu fréttavefjum lands-
ins. Frægasti maðurinn sem Ath Már
hefur tekið mynd af er sennUega Cohn
PoweU vamarmálaráðherra Bandaríkj-
anna. „Ég hitti hann þegar NATO-
fundurinn var. Og Robertson lávarður
framkvæmdastjóri NATO keypti af mér
mynd sem ég tók af honum umkringd-
um starfsfóUci utanríkisráðuneytisins á
fslandi fáklæddu í Bláa lóninu. Utan-
ríksiráðuneytið keypti einnig þá mynd
bragð • fjölbreytni • orka
lAtliMárGylfason
I Hefur engar efasemdir
\“mn?ttmætiþessað
I 'J0smynda freegt fólk
á °pinberum stöðum.
Bend/r reyndar á að
Pfnafrægafóikvxri
ekki svo frægt nema I
tylgst værimeð því. s
9 '
iiir
1 1 i £ f If* |i w v* II . ii nak I 1 r(
lithlJi 1 Sn M 1 I B
léttir og bragðgóðir réttir - fáar katoríur
5SRsj--saííS«*
» «“f'rfifcS vn tuð** *ra” “*
Mel B með augum 14 ára Atla
Más Papparassinn Atli byrjaöi ung-
ur aö árum og ienti í stælum við hið
víðfræga par Mel Bog Fjöini.
Varnaliðið grátt fyrir járnum Viðbún-
aður var nokkur vegna myndatöku Atla
Más igegnum girðingu Varnaliðsins.Atli
slapp meö skrekkinn.
Má v!sað>ú?Biáaíó*'nun°tgang varAtla
ekki upp við svobúiA ^ann 9°fst