Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 35
DVSport 35 Stangarstökk kvenna hefst í dag með undankeppninni. Þórey Edda Elísdóttir er mætt til Aþenu og er bjartsýn. Þórey, ætlar sér inn í úrslitin Tilbúin {slaginn Þórey Edda Elísdóttir er klár í slaginn fyrir stangarstökk kvenna sem hefst I Aþenu í dag. DV-mynd Teitur Stangarstökksdrottningin úr Hafnarfirði, Þórey Edda Elísdóttir, hefur keppni á ólympíuleikunum í Aþenu í dag þegar undankeppnin í stangarstökki kvenna fer fram. Keppni hefst um klukkan sjö að grískum tíma eða um ijögur hér á landi. „Mér líst mjög vel á aðstæð- ur. Þetta er eins og það gerist best,“ sagði Þórey Edda í spjalli við DV í ólympíuþorpinu í gær þar sem hún saöiaði kröftum fyrir keppnina. „Ég er eins tilbúin og ég get mögulega verið. Allur undir- búningur hefur gengið mjög vel og ég hefði ekki viljað gera neitt öðruvísi eða breyta neinu. Ég tel mig vera algjörlega tilbúna," sagði Þórey Edda en hún hefur heldur ekkert verið að burðast með meiðsli og því er allt eins og það á að vera. Þórey Edda hefur einmitt tvíbætt íslands- og Norður- landametið í sumar sem gefur ástæðu til bjartsýni um að ís- lendingar eignist fulltrúa í úr- slitum á leikunum. „Mig er ekkert farið að dreyma um neitt meira en að komast í úrslit eins og er. Ég byrja á því og ef það gengur upp get ég sett mér nýtt markmið. Það getur allt gerst á svona mótum og þótt maður eigi að komast í úrslit þá er það ekkert sjálfgefið," sagði Þórey Edda El- ísdóttir en hún var einnig með fyrir fjórum árum þegar Vala Flosadóttir vann bronsið. Ekki er enn ljóst hver lág- markshæðin verður til að kom- ast í 12 manna úrslitin sem fara fram á þriðjudaginn en búast má við að hún verði 4,35 m eða 4,40 m. Þórey Edda er sem stendur í 9. -11. sæti á heimslist- anum með íslands- og Norður- landamet sitt sem er upp á 4,60 metra. Þrjár stangarstökkskonur hafa verðið í algjörum sérflokki í þessari grein það sem af er ár- inu, þær Yelena Isinbayeva og Svetlana Feofanova frá Rúss- landi hafa skipst á að bæta heimsmetið í greininni, sem nú stendur nú í 4,90 m og er í eigu Isinbayevu. Stacy Dragila frá Bandaríkjunum er svo skammt undan með 4,83 m og pólska stúlkan Anna Rogowska í fjórða sæti með 4,71 m. ooj@dv.is Komið að langþráðu sumarfríi Sundstúlkan Ragnheiður Ragn- arsdótúr sagði eftir 100 metra skriðsundið, sem gekk mjög iila hjá henni, að hún æúaði að standa sig betur í 50 metra skriðsundi og það gekk eftir. Ragnheiður lenú í 31. sæú af 73 og var mjög nærri þvf að slá eigið íslandsmet. Ragnheið- ur á best 26,34 sekúndur en hún kom í mark á 26,36 sekúndum í Aþenu sem verður að teljast þokkalegt. íslenska sundfólkið hefur þar með lokið keppni í Aþenu. Ragnheiður sagði að hún hefði ekkert verið stressuð eins og þegar hún synú 100 metrana. „Mér leið miklu betur. Nú var þetta bara gaman," sagði Ragnheiður. „Það er gaman að vera búin og eiga minningarn- ar. Nú er bara komið i að langþráðu sum-í arfríi og ég er mjög 'f sáttogkát. Það erbúiðaðvera ótrúlegt að vera hérna. Al- veg rosalega gaman. Þetta mót fer beint í reynslubankann og mun nýtast mér vel á næstu 1 stórmótum og \ vonandi líka á næstu ólympíu- leikum." : EINFRI DÆLD MEOFILMU- ISETNINGU Smá dældir hverfa á meðan þú biður! Otrulegur árangur FYRSTA DÆLDIN FRITT 544-4640 Akralind 5 Kopavogur « c 11ii Lrrlcll Lrcclil. I tirl Wcill 1 « _ .Sc f l-s-il .il. I ' iii| lincin Sérstök aukasýning ||3DDy 22. ágúst mm m m m TILBOÐ kM#l Tveir fyrir einn fc— | |^| Sýnt í íslensku óperunni Miðasalo í síma 551-2190 Leikstjórnandi landsliðsins grautfúll eftir leikinn Við erum ekki orðnir þreyttir Keppnismaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson var grautfúll er blaða- maður jÓQOEa Irl í- gP AÞENA efti[ leikinn. Ekki furða þar sem leikurinn tapaðist og þar að auki komst Snorri aldrei í gang í leiknum. „Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að segja. Við byrjuðum leikinn ágæúega og vörnin var að virka vel. En það vantaði síðan alltaf einhvern herslumun bæði í vörn og sókn það sem eftir lifði leiks. Bolúnn gekk ágæúega og meðan við vorum ekki að láta negla okkur þá gekk þetta fínt en það verður að taka á því allan leikinn," sagði Snorri Steinn en hann er ekki á því að leikmenn séu orðnir þreyttir. „Nei, við erum ekki orðnir þreytt- ir. Ég var í það minnsta ekki þreyttur og ég neita að trúa því að við séum orðnir þeyttir." Það er ljóst að ekkert minna en sigur dugar gegn Rússum í loka- leiknum ef liðið æúar sér að eiga möguleika á því að komast áfram í átta hða úrslit. „Sá leikur verður bara að vinnast. Það er ekkert flóknara en það. Við værum í góðum málum ef þessi leik- ur hefði unnist en því miður þá gekk þetta ekki í dag," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. henry@dv.is Snorri segist ekki vera þreyttur SnorriSteinn Guöjónsson. DV-mynd Teitur viltu máltíð sem inniheldur færri en 270 kcal? | Caesarsalat Fáðu þér balsamic-salatsósu með gritlkjúklinga Caesarsatatinu. MjmaPOfjcra I * ijt j ivikur bragð f fjölbreytni • orka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.