Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST2004 Sport DV Southampton-Blackburn Graeme Souness tekur eina skoska tæklingu á eftirlitsdómarann þegar sá neitar að nudda stífar axlir stjórans £ miðjum leik. Mölbrýtur á honum vinstri ökklann. Souness er dæmdur í 2ja ára bann frá enska boltanum. Lau. Skjár einn kl. 11.45 Man. Ctty-Liverpool Hressleiki og léttir svífur yfir vötnum hjá Owen-lausu Liverpool- Hlaupið með skriðdrekum Sölvi Blöndal, tónlistarmaðurinn geðþekki, er mikill áhugamaður um knattspyrnu og þá sérstaklega Boca liði og allir aðdáendur liðsins eru enn að klípa sig í handlegginn - bíða eftir að vakna af góðum draumi. Trúa því hreinlega ekki hvað Real Madrid lét þá hafa mikið fyrir Owen. Lau. Skjár einn kl. 14 Man. Utd.-Norwich Sir Alex Ferguson er alltaf að verða rauðari og rauðari £ framan eftir þv£ sem hann vælir meira yfir meiðslavandræðum liðsins. Kanarf- fuglarnir gera ekki margt af viti i þessum leik en tapa þó varla með meira en fímm marka mun. WBA-Aston Vllla Nágrannaslagur af bestu eða verstu sort. Fer eftir þv£ hvernig á málið er 1 i I i ð. Sun. Skjár einn kl. 12 Arsonal-Middiesbrough Óstöðvandi Arsenal-liðar geta bara ekki tapað og vesalings leik- menn Middlesbrough hringsnúast eins og strumpar um Strympu. Sam- kynhneigðir vinir Freddie Ljungbergs syngja It's raining men, hallelujah, og viti menn - flóðgáttirnar opnast og völlurinn fyllist af gullfallegum, viij- ugum og kynþokkafullum kalrmönn- um. Sun.Skjáreinn kl. 15 Birmingham-Chelsea Bardagi þeirra bláu. Þegar slefið slitnar loksins á milli Jose Mourinho og Eiðs Smára átta þeir sig á því að bolabfturinn Steve Bruce er ekki bara frfður heldur lfka hörku stjóri. Charlton-Portsmouth Hemmi Hreiðars mætir trylltur til leiks eftir að hafa rúllað ítala- skröttunum upp á fullum Laugar- dalsvelli £ vikunni. Tekur lærisveina Redknapps og pakkar þeim saman. Crystal Palace-Everton Vá, hvað þetta er óspennandi leikur. Lau.Skjáreinn ki. 16.10 BOLTINN EFTIRVINNU Það þarf að gera eitthvað varðandi hausinn á Alan Smith. Með stuttu millibili hefur honum tekist tvisvar að læsa sig inni á æfingasvæðinu. Einn af læknum liðsins telur að grípa þurfi til aðgerða og að jafnvel verði að græða minniskubb í kappann. LIÐIÐ MITT C3 Juniors frá Argentinu. Sölvi er dygg- ur aðdáandi liðsins og þekkir sögu þess vel. „Þetta er uppeldisstöð fyrir nokkra af bestu knattspyrnumenn heims fyrr og síðar," segir Sölvi, full- ur aðdáunar. „Maradona, Claudio Caniggia og Batistuta hafa allir spil- að með Boca Juniors, svo einhverjir séu nefndir." Að sögn Sölva er Boca lið fátæka fólksins og tilheyrir samnefndu hverfi i Buenos Aires. „Þeirra aðal- keppinautur, River Plate, tilheyrir rika fólkinu. Það eru snobbararnir. Þetta er ekki bara fótbolti i þeirra huga heldur lægri stéttimar að berja á þeim hærri. Maradona er t.d. kom- inn af sárafátæku fólki og þvi' rfkti mikil gleði þegar einn hinna fátæku sló í gegn“. Eftir að ferli Maradona lauk hef- ur þó sigið undan fæti hjá kallinum og íjölmiðlar duglegir að íjalla um vandræði hans á eiturlyfjasviðinu. „Það breytir engu £ augum fátæka fólksins sem dáir hann og dýrkar". Sölvi dvaldist um tfma i Buenos Aires og sótti fjölmarga leiki með Boca Juniors. Hann segir fyrsta leik- inn hafa verið upplifun sem hafi breytt sér fyrir lffstfð. „Þetta var rosalegt! Leikvangarnir eru ekki samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, það eru ekki sæti i öllum stúkum og þar fram eftir götunum. Þegar fyrsta markið var skorað rankaði ég við mér hundrað metrum þaðan sem ég var upphaflega! Þetta var eins og öfl- ugur „slammpyttur" á góðum rokktónleikum". Mikill hasar einkennir knatt- spyrnuáhangendur f Argentínu en eitthvað í kringum 50 manns látast á ári hverju í átökum sem tengjast fót- boltanum. „Yfir vetrartímann er stríðsástand hvern einasta sunnudag í Buenos Aires. Það eru vopnaðir hermenn á götum úti og hafðir eru skriðdrekar til að skilja að stuðnings- menn liðanna. Ég gleymi seint þegar ég fór með vinum mín- um, sem eru allir Boca-aðdáendur, yfir til annarrar borgar til að sjá leik þar. Þá þurftum við að hlaupa meðfram skrið- dreka meðan bensfnsprengj- ur dundu á ( >, hinni hlið f skriðdrekans. Og þetta var fótbolti! Ekki æfingabúðir fyrir hryðju- verkamenn. Fólkið lítur íþróttina allt öðrum augum en við og þetta er eins langt og hægt er frá hug- takinu fótbolti eins og við þekkjum það," segir Sölvi að lokum. Man ekkept stundinni lennur mikið lengur áfram væri aðeins tvennt til ráða: „Annað hvort verðum við að senda Smith aftur til Leeds eða ein- faldlega að græða í hann minniskubb og það finnst okkur fysilegri kostur enda búnir að borga helling fyrir hann og svo eru rosa- lega margir framherjar liðsins meiddir núna." Náinn vinur Smiths, sem einnig vildi ekki láta nafns síns getið, segir Smith alltaf hafa verið með frekar lé- legt minni en undanfarið hafi það versnað til muna: „Sko, þegar það slitnaði upp úr sambandi Smiths og Dido versnaði þetta um allan helm- ing en ég held að um leið og hann fari að rekkja með einhverri í Manchester batni ástand- ið til muna." Vesalings Alan Smith hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að Manchester United keypti hann frá Leeds á sjö milljónir punda í síðasta mánuði. Ekki að það hafi verið tekið eitthvað illa á móti honum á Old Trafford. Þvert á móti. Honum var tekið opnum örmum enda enginn fram- herji sjáanlegur annar en hann í 500 kílómetra radíus ffá vellinum. Reyndar er fullt, fullt, af framherjum hjá nágrönnunum í Manchester City, en hver vill þá? Nei, vandamálið hjá Alan Smith snýst um minni hans, hann á erfitt með að læra tölur en bæði til þess að komast inn á æfingasvæðið hjá Manchester United og yfirgefa það þarf að slá inn öryggiskóða sem hverjum og einum leikmanni er út- hlutað. Vegna þessa vandamáls hef- ur Smith margoft tekist að læsa sig inni á æf- inga- svæð- inu e þar hefur hann verið undanfarið á séræfingum og því oft yfirgefið það sfðastur manna. „Þetta var hrikalegt í eitt skiptið, en þá læsti hann sig inni á ganginum og þurfti hreinlega að öskra til þess að einhver heyrði honum. Honum var greinilega brugðið, var skömm- ustulegur á svip, og ekki skemmt þegar einhver heyrði loksins í hon- um og hleypti honum út,“ sagði einn starfsmaður svæðisins. Einn af liðs- læknum Manchester United, sem vildi ekki láta nafn Stefán Pálsson skrifar um fótbolta í DV Stefán Pálsson sagnfræðingur er kunnur fyrir skrif sín um sagnfræðileg efiii og stjórnmál en hefur nú að beiðni DV fallist á að reyna sig á nýjum vettvangi. Hann mun á næstunni skrifa vikulega pisda á íþróttasíð- urnar um fótbolta, sem er eitt af mörgum áhugamálum hans. Pistlarnir munu birtast á mánu- dögum og Stefán hyggst þar fylgjast með knattspyrnunni um heim allan og hafa skoðanir á öllu, hvort sem um er að ræða íslenska fall- baráttu, ítalsk- ar ofurstjörn- ur, enska boltann, landsleiki um víða veröld eða misvitra íþrótta- fréttamenn. Stefán hefur valið pistlum sínum heitið Boltabullið og væntum við þess að nafnið sé fremur dregið af því að hann hyggist koma eins og dýrvitlaus fótboltabulla inn í um- ræðuna heldur en að hann ætli sér að bulla þar nokkuð að ráði. Bolta bullið Fulham-Bolton Jay-Jay Okocha var ótrúlegur í fyrstu umferð og hann heldur upp- teknum hætti að hætti hússins enda fer hann varla að hætta úr þessu. Þetta gæti orðið hættulegt. Newcastle-Tottenham Alan Shearer getur hreinlega ekki beðið eftir því að velta gamla mann- inum, honum Sir Bobby Robson, úr sessi og setjast í framkvæmdastjóra- stólinn. Bruggar launráð en sá gamli sér við honum, fær móteitur hjá Sjóðríki seiðkarli og setur Patrick Kluivert í byrjunarliðið sem þakkar pent fyrir sig og yfirskyggir Shearer. OREMBINGURINN Fyrir EM í sumar kom franski landsliðsþjálfarinn, Jacques Santini, flestum á óvart þegar hann tilkynnti að hann myndi hætta með landslið- ið og taka við framkvæmdastjóra- stöðu Tottenham. Santini hefur uppi áform um að koma félaginu í fremstu röð. Trúi á nýju mennina „í fyrsta lagi þá gekk Santini mun betur með franska landsliðinu en fyrirrennara hans, í öðru lagi þá var franska landsliðið undir hans stjórn uppfullt af einstaklingum sem voru ekki lengur hungraðir, búnir að vinna allt of mikið, og í þriðja lagi, þá voru í liðinu allt of margir Arsenal-leikmenn, þannig að þetta var dæmt til að mistakast. En þó að ég hafi trú á Santini þá er ég á því að sá maður sem kemur til að skipta einna mestu máli sé Frank Arnesen, yfirmaður knattspyrnumála hjá fé- laginu, en hann kom til félagsins á svipuðum tíma og Santini. Það er ekkert öruggt í þessu lífi en ég hef trú á þessum nýju mönnum hjá Totten- ham og mér finnst hlutirnir líta bet- ur út núna en þeir hafa gert um mjög langa hríð. Tottenham er sof- andi risi sem hefur átt við óstöðugleika að stríða og það er langt um lið- W ið frá síðasta stóra titli. f En þar sem ég er KR- ingur þá kann ég að bíða og veit að réttlætið mun i sigra að lok- um," sagði j Bogi Ágústs- j son, frétta-, stjóri RÚVI og Totten- ’ ham-aðdá- andi. Bara svona jaðarfélag „Ég veit nú ekki mikið um Tottenham, þetta er bara svona jað- arfélag. Mér finnst reyndar ekkert gaman að tala illa um þetta félag en það verður bara að segjast eins og er að þetta er því miður bara smálið. Hins vegar er erfitt að kenna Santini um hvernig fór fyrir Frökkunum því það er ótrúlega erfitt að stýra svona stjörnum prýddu liði. En til þess að stýra Tottenham á einhverja sigur- braut, hvað þá gera félagið að stór- veldi, þarf ekkert minna en aðstoð frá æðri máttarvöldum. Þetta er fé- lag sem er búið að vera í tómu tjóni mjög lengi, alltaf bundnar miklar vonir við það, svona svipað og hjá Fram, og því erfitt að segja til um hvort einhver einn maður komi til með að skipta sköpum, það er ein- faldlega svo margt sem þarf að koma til. Vilji Tottenham-menn hins vegar komast að því hvernig best sé að gera hlutina þá bendi ég þeim ein- faldlega á að kynna^ sér störf Arsenes A Wenger, hann og Santini tala sama tungu- máhð þannig að það ætti ekki að vera neinn vandi," sagði Þor steinn J. V0- hjálmsson, fjöl- miðlamaður og Arsenal- aðdáandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.