Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 43
DV Fréttir LAUGARDAGUR 21. ÁQÚST2004 43 Golfari fékk kúluna í höfuðið Golfarar á golfvellinum í Grindavík óskuðu á fimmtudag eftir aðstoð lög- reglu og sjúkrabifreiðar. Að sögn lögreglunnar hafði golfiðkandi þar slegið kúlu sinni í stein, sem síðan endurkastaði henni í höfuð hans. Hann hlaut skurð á augabrún og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja undir læknishendur. Lýst eftir stolnum bát Bát var stolið í Hafn- arfirði, tegrmdarheiti SELVA 5,5 hvítum að lit, í vikunni. Utanborðs- mótor er á bátnum og Ktið plasthús. Þjófnaður- inn átti sér stað að kvöldi þriðjudagsins 17. eða aðfaranótt 18. ágúst. Lögreglan biður alla þá sem einhverjar upplýs- ingar kunna að hafa um þjófnaðinn að hafa sam- band við lögregluna í síma 525 3300. Réttindalaus á ofsahraða Laust fyrir miðnætti í fyrrinótt stöðvaði lög- .Æh. reglan í Keflavík akstur bifreiðar á ijrWXlj Reykjanesbraut á Strandarheiði eftir að y/pv ökuhraði bifreiðarinnar hafði mælst 124 kílómetrar á klukkustund. í ljós kom að ökumaðurinn var að- eins 19 ára og hafði áður verið sviptur ökuréttind- um. Hann var færður til lögreglustöðvar og síðan látinn laus. Epli vaxa á Suðurlandi Óvenjugott veðurfar í sumar hefur valdið því að epli vaxa í garðinum við veðurath unarstöðina Hjarðarland Biskupstung um. Eplin er smærra lagi, nokkuð sérstakt þykir að ávöxturinn vaxi hér á landi. Hitamet var slegið í Hjarð- arlandi í síðustu viku þegar hitinn fór í nálega 29 gráð- ur. Fréttavefur Suðurlands greinir frá þessum stórtíð- indum. Vísitala bygg- ingarkostnað- ar upp Vísitala byggingar- kostnaðar hækkaði um 0,13% í ágúst frá fyrri mánuði en síðastliðna 12 mánuði hefur vísital- an hækkað um 5,3%. Byggingarkostnaður hef- ur vaxið um 3,6% að meðaltali á mánuði fyrstu átta mánuði ársins miðað við 3,1% að með- altali á sama tíma í fyrra. Frá áramótum hefur fasteignaverð hækkað um 7% en byggingar- kostnaður hefur vaxið um 4,1% á sama tíma. Dularfull útbrot, sár og brunablöðrur sem fólk hefur fengið í góða veðrinu að und- anförnu hafa valdið læknum heilabrotum. Nú er komið í ljós að sökudólgurinn er að öllum líkindum hin fallega risahvönn í samspili við flennibirtu sólarinnar. Risahvönn og sólarljós valda ótbroloai og brnaa Nú í góða veðrinu síðustu vikuna hefur nokkuð borið á dular- fullum útbrotum og jafnvel brunasárum sem fólk og ekki síst börn hafa fengið á líkamann. Um er að ræða rauðar rákir og bletti og oft brunablöðrur sem í sumum tilfellum hafa orðið nokkuð stórar. Hafa þeir sem fyrir hafa orðið sjaldnast getað tengt þessi útbrot við neitt sérstakt og læknar stóðu í fyrstu ráðþrota. Nú hefur sökudólg- urinn hins vegar fundist. Hann er risahvönn sem víða finnst úti í nátt- úrunni og jafnvel í görðum fólks. Þótt hvönnin sé falleg getur hún gef- ið frá sér eitruð efni sem valda of- næmi ef við bætist mikil sól. Áttuðu sig ekki í fyrstu Sigurður Kristjánsson, sérffæð- ingur í ofnæmissjúkdómum á Barnaspítala Hringsins, staðfestir að hafa meðhöndlað fimm ára dreng sem ásamt móður sinni var allur út- steyptur í torkennOegum útbrotum. „Við áttuðum okkur í fyrstu ekki á af hvaða völdum þetta væri en ljóst var að um einhvers konar snertiof- næmi var að ræða. Eftir að í ljós kom að þau mæðgin höfðu verið úti í náttúrunni í góða veðrinu um helg- ina og komist í snertingu við hvönn áttuðum við okkur á uppruna út- brotanna," segir Sigurður. Þau mæðgin höfðu verið við Rangá síðastíiðinn laugardag í mOdu sólskini en útbrotin komu fyrst fram á mánudag. Fleiri dæmi eru um fólk sem leitaði læknis með sams konar útbrot eftir helgina. Tíu ára drengur fékk þau til dæmis eftir að hafa verið við Emstrur, skammt frá Land- mannalaugum. Ekki borða sellerí í sólinni Sigurður leggur áherslu á að hvönnin ein og sér sé sauðmeinlaus, sólin skipti sköpum og við það verði efnaskipti í húðinni sem valdi bruna. Hann tekur sérstaklega fram að brunanum fylgi ekki mikiU sárs- auki eða óþægindi heldur myndist rákir í húðinni. „Þetta tekur viku tO tíu daga að gróa en liturinn situr lengi í húðinni og hverfur ekki svo glatt," segir Sig- urður og bendir á að jurtabruni samfara sólarljósi sé ekki óþekktur og nefnir í því sambandi seUerí. „Það getur til að mynda verið hættulegt að borða mikið seUerí og fara síðan í sólarljós." Litamunur á húð í árafjöld Sigurður segir ástæðu tU að að- vara menn; að þeir gæti að sér í góðu veðri þegar sólin skín glatt eins og hún hefur gert undanfarna daga. Eituráhrif efna af þeim plöntu- flokki sem risahvönnin tilheyrir æs- ast upp í sólarljósi. Þetta kemur ff am á vísindavef Háskóla íslands. Þar segir enn fremur að snerting við risa- eða tröUahvönn að viðbættu sólarljósi valdi því að húðin roðni. Síðan myndist sársaukafuUar blöðr- ur. Eftír að blöðrurnar hjaðni sitji eftir litamunur í húðinni sem geti verið áberandi í mörg ár. bergl]ot@dv.is Þegar þessar myndir voru teknar voru útbrotin farin að hjaðna veru- lega Búið er að sprengja stórar blöðrur sem ífyrstu einkenndu ummerkin eftir hvönnina og sólskinið. „Þetta tekur viku til tíu daga að gróa en liturinn situr lengi í húðinni og hverfur ekki svo glatt." Glæpamaður dæmdur Hjónin í gleraugnabúðinni í Hafnarfirði Stal heilu innbúi á mánuði Snorri Valur Einarsson, 24 ára, var í gær dæmdur í 15 mánaða fang- elsi fyrir brot í 15 liðum. 17. maí síðastíiðinn stal hann 14 ára gamaUi daihatsu-bif- reið og ók á Laugarvatn þar sem hann framdi rán í versluninni H-Seli á Laug- arvatni, vopnaður rörtöng. Hann var stoppaður á ÞingvöUum og reyndist vera uppdópaður af lyfj- unum klónazepam og nítrazepam. Það var há- punktur glæparispu hans síðustu mánuðina. í mars og aprfl stal hann í nánast öUum hverfum Reykjavíkurborgar. Hann stal peningaveski í Tónlistar- skólanum við Skipholt, öðru veski í Piaystation Snorri Valur Ein arsson stal meðal annars playstationtölvu og brauðrist. Langarima í Grafarvogi og Play- station- og Dreamcast-leUcjatölvum, sjónvarpstæki, dvd-spUara og myndbandstæki í VölvufeUi. Þá braust hann inn í geymslu yið Hraunbæ í Árbænum og stal tölvu, örbylgjuofni, samlokugriUi, ljósmyndum, töskum og brauðrist. Segja má að hann hafi náð að ræna heflu innbúi, fyrir utan hús- gögn, en hann hafði einnig útvegað sér kredikort. Hann stal kortinu af tví- tugri stúlku og notaði það í leigubfla, pool og vídeóspólur. Auk þess var hann margoft tekinn uppdópaður undir stýri á ýmsum bifreiðum víða um borgina. Við lofum ekki neinu „Mormónar eru heiðarlegasta fólk á jarðríki," segir Björg Marteins- dóttir, sem rekur gleraugnaverslun- ina Sjónarhól með eiginmanni sín- um Olafi Einarssyni. í DV í gær var haft eftir dóttur lát- ins krabbameinssjúklings að Ólafur sprautaði fólk með ósoni í lækninga- skyni. Dóttirin segir móður sína hafa látist eftir meðferð hjá Ólafi sem kostað hafi tæpar 200 þúsund krón- ur. Ólafur og Björg eru bæði morm- ónar en segja ósonmeðferðina ekki tengjast kirkjunni. „Við presenterum þetta ekki í kirkjunni," segir Björg en söfnuður þeirra heitir Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. Björg segir það undarlegt að söfnuðurinn sé dreg- inn inn í þetta. „Er það bara af því mormónar eru skrítnir?" spyr hún og hvetur fólk til að fá mormóna í heimsókn til sín. Segir að á sex dögum geti þeir ffætt fólk um allan sannleik biblíunnar. Varðandi fréttina í DV í gær segir Björg rangt að þau hjónin lofi fólki bata af krabbameini. „Við lofum ekki neinu," segir hún. „Við fræðum bara fólk um hvernig það getur náð bata." Björg Marteinsdóttir og Ólafur Einars- son Ósonhjónin eru mormónar. Þau segja mormóna heiðarlegasta fólk iheimi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.