Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST2004 Helgarblaö DV „Aðfluttur Reykvíkingur í Borgarnesi hefði sjálfsagt haldið sig í Borgar- firðinum, ef reykvískur vinur hans hefði ekki platað hann til að þreyta inn- tökupróf í Leiklistarkóla Island," segir Ingvar E. Sigurðsson leikari. „Skól- inn var þá til húsa I þessum gamla barnaskóla og þar fóru inntökuprófin fram. Ég mætti I prófin og hafði lært utan að og æft eintal úr Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar. Nefndarmeðlimir báru saman bækur sínar og ég var einn þeirra 16 sem komust inn I seinni hluta inntökuprófsins, átta „ þeirra máttu eiga von á að komast í Örlaqastaðurinn Skólann. I' tvær vikur fylgdist nefndin með okkur leysa ýmis verk; syngja, dansa, leika, spinna og lesa. Nokkru síöar var mér tilkynnt bréflega að ég hefði uppfyllt inntökuskilyrði nefndarinnar og gæti hafið nám við Leiklist- arskóla Islands I Miðbæjarskólanum á hausti komanda. Annars hefði ég sjálfsagt leitað á önnur mið, orðið prestur eða bara eitthvað allt annað. Þess vegna er gamli Miðbæjarskólinn örlagastaður minn og þá ekki síður vegna þess að í Leiklistarskólanum lágu leiðir mínar og konu minnar, Eddu Arnljótsdóttur, saman. Ég á leið framhjá Miðbæjarskólanum nánast á hverjum degi, en þá hugsa ég sjaldnast um hann sem örlagastaðinn. Ég hugsa oftast hvað jrað sé mikil synd að hann skuli ekki vera bamaskóli lengur," segir Ingvar E. Sigurðsson leikari. • Aí-ÍjLM.. æp® m ■ ■ • ..... ... I —p.. i 3 j u in i i Tl 1 H iw 1 Yndislegur dagur sem gleymist aldrei Liðstjórinn Guömundur Reynir Jónsson hefur veriö lengi I þessum bransa. Hann var fyrst i KR en flutti sig svo yfir I landsliöiö. Ég hafði byrjað undirbún- inginn fyrir viku. Maður er smátt og smátt að skjótast í þetta og gera klárt fyrir leikinn. A miðvikudags- morguninn fór ég inn í Knattspyrnusamband íslands og gerði allt tilbúið. Ég stillti öllu draslinu, skónum og bún- ingunum upp og var vel á veg kominn um hádegi. Þá fór ég á hótelið og hitti strákana í hádegis- mat. Stemmingin í hópnum var afar góð eins og hún er alltaf hjá þessum drengjum. Um klukkan þrjú fór ég svo með allt dótið niður á völlinn og lagði þar síðustu hönd á allt fyr- ir leikinn. Ég varð að blanda nóg af orku- drykkjum svo þeir væru tilbúnir þegar strákarnir kæmu um hálfsex. Guðmundur Reynir Jóns- son, liðstjóri fslenska lands- liðsins f knattspyrnu lýsir deginum þegar ísland sigr- aði (talfu f fótbolta Þegar strák- arnir mættu lét ég þá hafa bún- ingana sína og við athuguðum hvort það væri ekki allt örugg- lega í lagi. Ef þá vantaði takka í skóna þá reddaði ég því og öðru sem upp kom. Því næst fóru strákarnir að hita upp fyrir leikinn. Ég fór út á völlinn með þeim, tilbúinn með vatnið og orkudrykkina þegar þeir báðu um. Eftir æfinguna fórum við inn í klefa þar sem þeir fengu réttu treyjuna til að spila í. Svo byrjaði leikurinn sem var alveg stórkost- legur. í hálfleik þegar strákarnir komu inn í klefann var stemmingin frábær enda voru þeir búnir að standa sig mjög vel. Ég lét þá sem vildu fá nýja og hreina treyju enda er ég alltaf með tvær treyjur á mann í hverjum leik. Það var alveg virkilega gaman í klefanum á þessum tíma. Eftir leikinn var stemmingin ekki síðri. Þetta var búin að vera dálítil törn sem gleymist fljótt þegar vel gengur. Við skemmtun okkur mjög vel og ég á eftir að lifa á þessu kvöldi það sem eftir er og er ánægður að hafa fengið að taka þátt I þessu. Ég er búinn að ísland - Ítalía „/hdlfleik þegar strákarnir komu inn í klefann var stemmingin frábær enda voru þeir bún- ir að standa sig mjög vel." vera í þessu lengi en hef aldrei vitað 2-0 „Ég ætlaöi aldrei aöná mér niöur þegar ég kom heim um klukkan hálfellefu og mætti því meira og minna ósofmn I vinnuna daginn eftir." annað eins. Ég var í langan tíma í KR en fór með Guðjóni Þórðarsyni árið 1996 yfir í landsliðið og hef verið þar síðan. Ég var svo stoltur enda var þetta alveg meiriháttar. Ég ætíaði aldrei að ná mér niður þegar ég kom heim um klukkan hálfellefu og mættí því meira og minna ósofinn I vinnuna daginn eftir. En það fylgir þessu. Þetta var yndislegur dagur og ég er mjög ánægður með hvernig staðið var að þessu öllu saman. Eftir leikinn var Birkir með afmælisteiti á Hverfis- barnum. Ég ákvað að drífa mig heim í staðinn enda varð ég að fara að vinna klukkan fimm morguninn eftir. Þessi upplifun var alveg ógleymanleg og dagurinn frábær eins og hann lagði sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.