Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 47
UV Síðast en ekki sist LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST2004 47 Guð, menn og Mammon Pólitík og peningar spila stóra rullu í samfélagi manna, ekki síst guðhræddra manna. Þannig hefur það víst alltaf verið. Peningar eru afl þeirra hluta sem trúin ætlar sér og trúarhitinn kyndir undir valda- græðgi og umvöndunarsemi hinna trúræknu. Bankinn í Vatikaninu er hornsteinn kaþólskrar trúar og hin ýmsu trúarsamfélög í Bandaríkjun- um og víðar eru fyrst og fremst í bisniss. Trúfastir músh'mar drepa sig og aðra af pólitískum ástæðum. Trú- in flytur ekki bara fjöll heldur er hún helsta uppspretta blóðflaums ver- aldarsögunnar. Kirkjukrytur er al- þekkt fyrirbæri á íslandi. í gegnum tíðina hefur hvergi verið meiri óffið- ur í annars friðsömu íslensku samfé- lagi en einmitt í kringum kirkjur, presta og kirkjusöfnuði. Frelsaðir repúblikanar gegn kynvillu Trúræknir kristnir Bandaríkja- menn mynda harðasta hægri kjarnann í Repúblikana- flokknum. Þar fer hinn frelsaði for- seti, George Bush, fremstur í flokki. Hinir trúföstu hafa það helst á stefnuskrá sinni að banna án und- antekninga fóst- ureyðingar og uppræta sam- kynhneigð, Glúmur Bladvinsson skrifar um trú og peninga. Kjallari telja til kyn- og trúvillu og bera vitni um úrkynjun. Aukinheldur eru hinir ofsatrúuðu íhaldssamir þegar kem- ur að jafnrétti kynjanna og frjálsum ástum. Hinir trúheitu hægrimenn telja sig þurfa að hafa vit fyrir öllum hinum villuráfandi sauðunum. Þetta guðshrædda kirkjurækna fólk telur sig beintengt við guð og gefur út boð og bönn í guðs nafni. Umburðar- Iyndi er eitthvað sem orðaforði þessa fólks nær ekki að fanga. í ísrael er svipað uppi á hinum trúarlega teningi. Bókstafstrúar- menn og öfgasinnar ráða lögum og lofum í Lflcúdbandalaginu, hægri flokki Gyðinga, sem nú fer með völdin í landinu helga. Kjarninn í Lflcúdbandalaginu hefur staðið í vegi fyrir friðarumleitunum ísraela við arabíska nágranna sína. Bók- stafstrúarmennirnir eru herskáir og ofstækisfullir og vilja traðka ná- granna sína í svaðið (en eru sjálfir undanþegnir herskyldu). Það fer lít- ið fyrir nágrannakærleik og um- burðarlyndi hjá hinum guðsútvöldu. Þannig hefur þeim tekist að eyði- leggja málstað Gyðinga í augum heimsbyggðarinnar. Kratinn Kristur? Kristni boðar náungakærleik og umburðarlyndi gagnvart bræðrum og systrum. Þess vegna skýtur það skökku við að þeir sem telja sig næst guði, eins og hægrisamkunda Repúblikana, skuli þekkja hvorugt. Þvert á móti virðast hinir trúræknu ofstopafyllri og umvöndunarsamari en þeir sem kenna sig við frjálslyndi á vinstri væng stjórnmálanna sem ekki flagga trú sinni í sama mæli. Ég las það í Fréttablaðinu nýverið að Jesús Kristur hefði verið fyrsti demókratinn. „Hafi einhvem tíma verið til vinstrimaður sem hugsaði með hjartanu var það Jesús Kristur," segir James C. Moore á ráðstefnu miðju- og vinstrisinnaðra kristinna manna. Eg er ekki frá því að Moore hafi hitt naglann á höfuðið. Alla vega er ég viss um að ef Jesús sneri aftur, eins og margir hinna heittrúðu spá, gengi hann ekki í Repúblikanaflokk- inn eða Líkúdbandalagið. Upphæðir og guð á Ómega Eg er einnig klár á að Jesús Krist- ur sneri ekki aftur til jarðrflds í þeim tilgangi að safha peningum í sjón- varpsstúdíói í nafni Guðs föður. Að vísu hafa tímarnir breyst töluvert frá því Jesús var hér síðast en slflct væri algjörlega útúr karakter hafi ég lesið Nýja testamentið og Dauðahafs- handritin rétt. Mig minnir að hann hafi boðað nægju- og hófsemi. Samt er það svo að aðdáendur og skjól- stæðingar Krists á Ómega virðast hafa Jesú og peninga á heilanum. í Guðs nafni og halelúja. Eitt kvöldið staðnæmdist ég í sta sinn við sjónvarpsefiii á mega þegar allt um þraut á hinum stöðvunum. Þar sat umsjónarmaður að spjaili við ungan mann sem rakti það hvernig hann hefði frelsast. Saga unga mannsins var hjarmæm svo mjög að ég lagði við hlustir í dá- góða stund. Sem unglingur gekk hann villur vegar í niðurbældri reiði og sorg. En svo hitti hann Guð og Guð vísaði honum á rétta braut. Uppfrá því frelsaðist ungi maðurinn og hefur síðan fylgt Guði í einu og öllu. Gestgjafinn greip inní aðra hverja setningu unga mannsins til að árétta „dýrð sé Guði“. Síðan minntust þeir æ og sí á kraftaverk, bænaranda, nærveru guðs þarna í fyri On Konu steypt af stóli fyrir konu Svarthöfði er nokkuð ringlaður þessa dagana vegna umræðu um konuna sem var steypt af ráðherra- stóli. Framsóknarkonur eru band- brjálaðar af því að Siv Friðleifsdóttir hættir sem umhverfisráðherra þeg- ar sjálfstæðismaður bætist við í rflc- isstjórn. Þær eru illar því að konum á ekki að fækka í rfldsstjórn. Það skrítna er að sjálfstæðismaðurinn sem verður umhverfisráðherra heit- ir Sigríður Anna Þórðardóttir og er lflca kona, alveg eins og Siv. Kannski heimurinn sé orðinn of flókinn á tímum kynskiptiaðgerða, Hinsegin daga og metrósexúalisma. Kannski er Siv bara meiri kona en Sigríður. Svarthöfði hlýtur að velta fyrir sér af hverju framsóknarkonur heimti ekki konu sem forstætisráðherra. & Svarthöfði Ingibjörg Sólrún er til í tuskið. Annars hefur Svarthöfða alltaf þótt Jón Kristjánsson vera 67 pró- sent karlmaður og Geir H. Haarde 73 prósent. En þar sem Guðni Ágústs- son er rúmlega 160 prósent karl- maður fellur allt að jöfnu. Svarthöfði sá í sjónvarpsfréttun- um í fyrrakvöld að þriðjungur allra bfla sem eru fluttir inn eru jeppar. Var einhver að spá snjókomu? Svarthöfði varð agndofa þegar hann heyrði í fréttunum í sjónvarp- inu um daginn konu á besta aldri segja það afar ánægjulegt að karl- menn færu í andlitslyftingu. Nú er Svarthöfði með krumpað andlit, enda sýnir hann á sér hundrað svip- brigði dag hvern. Það var svona eins og konan hefði sagt beint framan í andlitið á honum að hann væri ekki nógu góður. Undanfarið hefir Svarthöfði gælt við metrósexúalismann. Hann hefir fjárfest í fyrirtaks kremi sem ku yngja upp húðina. Þá á hann að baki fleiri legutíma í sólbaðinu heldur en fyrir framan sófann, sem er eins- dæmi. Auk þess hefur hann lyft lóð- um „og svitnað vel“, eins og líkams- ræktarforingi hans segir í body- pumpinu. Samfara þessu hefir Svarthöfði hafið notkun svitalykt- areyðis. Á sokkabandsárum Svarthöfða „Mér brá hins vegar í brún þegar ungi mað- urinn var trufíaður í miðri frásögn affrels- un sinni við það að umsjónarmaðurinn reiddi fram stórt um- slag og sagði að nú hefðu þeim borist heilar þrjú hundruð þúsund krónur vegna frammistöðu unga mannsins en sérílagi fyrir tilstilli og nær- veru guðs í stúdíói." stúdíóinu, samfélag við guð, brauð lífsins, landið helga, undurtákn og lflctu útsendingu úr gervihnetti við endurkomu Krists. Allt gott og bless- að. Mér brá hins vegar í brún þegar ungi maðurinn var truflaður í miðri frásögn af frelsun sinni við það að umsjónarmaðurinn reiddi fram stórt umslag og sagði að nú hefðu þeim borist heilar þrjú hundruð þúsund krónur vegna frammistöðu unga mannsins en sér í lagi fyrir til- stilli og nærveru guðs í stúdíói. Þeir voru sammála um að þetta væri sannkölluð himnasending. Halelúja. Þeir voru sumsé að safna peningum. Síðan héldu þeir áfram að nefna Guð og Jesú til skiptis en þess á milli áréttaði umsjónarmaðurinn fyrir áhorfendum bankareikningsnúmer sem ég gat ekki betur skilið en að til- heyrði Guði og Jesú þótt í umboði Ómega væri - 0113 26 4750 og kennitala guðs 630890-1019. Dýrð sé drottni í upphæðum, himinháum upphæðum. Halelúja. tíðkaðist ekki að púla til þess eins að púla, heldur var unnið þegar það þurfti. En nú er Svarthöfði orðinn eins og ræktunarstöð vöðva. Honum líður svolítið eins og verðandi Big Mac. En þvert á móti veit hann að nú verður hann augnakonfekt eins og hann vildi. Flytja úr Yrsufelli Mæöginin Kristín Guðríður Hjaltadóttir ogAntonio Passero hófu í gær flutning á fötum sín- um og föggum úr Yrsufelli 7 og í bifreið þar fyrir utan. Þau hafa kvartað undan nágrönnum sín- um og sakað þá um eitt og annað misjafnt, en nágrannamir segja allt með ró og spekt. Þau hafa búið f Yrsufellinu án húsgagna, en notast við dýnur. Antonio neitar því að hafa áreitt nágranna sína, en nokkrir nágrannar segjast bera beyg í bijósti eftír viðskipti sín við hann. „Ég er staddur niöri á Hlemmi og við erum komin niöur í bæ klukkan átta á morgn- ana. Ég hef sannanir fyrir því hvar ég er á daginn." Grashöll á Selfoss Áform eru uppi um að reisa á Selfossi höll með gervigrasvelli. Fyrirtækið Sport-Tæki ehf. hefur óskað eftir viöræðum við sveitar- félagiö Árborg um samstarf með byggingu á „innanhús-gervigras- velli" Bæjarráð hefur falið forseta bæjarstjómar, formanni fþrótta- og tómstundanefndar og Einari Njálssyni bæjarstjóra að ræða við Sport-Tækni um málið. Verkfall í nánd „Við ædum að setjast niður strax eftír helgi," sagði Eiríkur Jónsson, formaöur Kennarasam- bandsins, skömmu eftír að sátta- fundi með rfldssáttasemjara lauk í gær. „Þaö em fjórar vikur til stefiiu fyrir verkfall og við mun- um halda áfram umræðum í næstu viku.“ Eiríkur sagði að fyrst yrði rætt um vinnutfmann, svo um kennsluskylduna og að lokum yröi farið í launamálin. „Maður er hæfilega bjartsýnn," sagði Eiríkur, „alla vega ekld svartsýnn." ArtAtfr/c WÍIIESMCH., . §f ^ *<is y»&nlucas .-cuL-ruo&f, 6*. J£ vL|_ „ ý vii________•> - PU**LL DAS’/tTk | 0P GjHárið- J árita og sprella á f Hard Rock cafe *■' laugard. og sunnud. kl. 16:00 SÍ9SS .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.