Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 48
JT1 Jf* ri tí í\j>J í 0 t Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^jnafnleyndar er gætt. r~1 '~l r \ f ) C ^ ^ D ^ zjzjU zj SKAFTAHLÍÐ 24, 10SREYKJAV!'k[STOFNAÐ 1910 ] SÍMI550 5000 • Enski boltinn er farinn að rúlla á ■ Skjá einum eins og alþjóð veit og sýnist sitt hverjum um ágæti þess. Flestir geta þó verið sam- mála um að Snorri Már Skúlason og félagar hafl staðið sig ágætlega fyrstu helgina sína og þeir geta vart annað en batnað þegar fram í sækir. Það verður áhorfendum stöðvarinnar þó vart mikið gleðiefni að engin ný innlend dagskrárgerð verður á stöðinni í vetur sökum þess hve dýr enski boltinn er. Áhorf- endur Skjás eins verða að sætta sig við að Vala Matt og Sirrý verða einu innlendu stjörnurnar á skjánum ásamt fótboltabullun- um... Hvað með Landsins snjallasta? „Ég varð fyrir einhverju áfalli þegar ég var 23 ára gamali," segir Björn Jónsson, sem greindist með geðklofa sem ungur maður og hefur dvaiist á stofnunum helminginn af sínu lífi en telur sig nú vera færan um að sjá um sig sjálfur. Hann vill út af stofnunum og inn á eigið heimili. „Ég vildi helst ekkert vera inni á Kleppi, þangað sem mér var komið þegar ég greindist með sjúkdóminn. Ég þurfti að bíða lengi eftir því að fá að komast inn á sambýli," segir Björn, sem á erfitt með að tjá sig eft- ir áralanga einungrun inni á stofn- unum fyrir geðsjúka að eigin sögn. Bimi finnst starfsfólk sambýlisins koma illa fram við sig og hefta hann í að lifa því frjálsa lífi sem hann vill lifa. „Ég er búinn að fá alveg meira en nóg af heilbrigðiskerfinu og vil geta boðið börnunum mínum og barnsmæðmm í heimsókn. Móðir mín og systur mínar eru þær einu sem mega heimsækja mig hingað," segir Björn, sem gerir sér vonir um að fá íbúð á vegum Félagsmála- stofnunar. Björn var sviptur sjálfræði fyrir mörgum árum og segist ekki vita hver fer með forræði yfir honum: „Hvorki móðir mín né bróðir segjast hafa forræðið þannig að ég veit ekkert hver fer með það," segir Björn. Hann segist ekki geta lifað frjálsu lífi fyrr en hann hefur fengið upplýsingar um hver fer með raun- verulega stjórn á hans lífi. „Það er lögfræðingur að vinna í því að ég fái sjálfræðið aftur," segir Bjöm og bætir því við að hann sakni þess að geta ekki notið lífsins og þeirra gmnnhvata sem aðeins frjálsa fólkið fær að njóta: Björn Jónsson geð- klofi Býr á sambýli á Bárugötu, vill komast út og segist tilbúin til þess að takast á við lifið. „Ég er búinn að vera í algjöru kynsvelti síðan ég kom hingað, ég er ekki það ómyndarlegur maður að ég geti ekki fundið mér j konu. Ég vil bara finna fallega konu sem ég get boðið heim í ástarleik, eins og karlmanni ber," segirBjöm sem á þrjú börn og jafnmargar barnsmæður. „Börnin mín geta ekki heimsótt mig hingað," segir Björn sem á þrjár dætur á aldrinum 15 til 29 ára: „Elsta barnið mitt er búið að gera mig að afa, en ég hef aldrei fengið að sjá barnabarnið mitt," segir Björn ósáttur við hlut- skipti sitt í lífinu, finnst fordómar gagnvart geðsjúkum vera allstaðar í umhverfinu, jafnvel hjá hans eigin fjölskyldu. fasteignalán nýbyggingalán sumarhúsalán hesthúsalán Þekking og reynsia í þina þágu ,Við einsetjum okkur að veita persónuiega og sveigjanlega þjónustu" Kristinn Bjarnason framkvæmdastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.