Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Side 2
2 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 Fyrst og fremst UV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslng- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um leildar-? tunguhver 1 Hvar er hann? 2 Hvað er hann heitur? 3 Hvert er vatnsmagn hans? 4 Hvað hetir burkninn sem vex við hann? 5 Hvað var Deildartungu- veiki? Svör neöst á síöunni Hamast á forsetanum Þetta er heimasíða kvik- myndagerðarmannsins umdeilda, Michaels Moore. Þar skrifar hann greinar um cillt sem honum þykir mið- ur í bandarísku samfélagi en bloggar líka reglulega. Á síðunni kemur fram að Vefsíðan www.michaelmoore.com Moore er nú á fyrirlestrar- ferð um Bandaríkin, á næstu vikum ætlar hann að tala um Bandaríkjaforseta og komandi kosningar í 60 borgum í 20 fylkjum. Á síð- unni er slóð inn á vefsíðu The Washington Post, þar sem birtar eru myndir og frásagnir af bandarískum hermönnum sem fallið hafa frak. Á vefsíðu Moore er einnig að finna ýmsan fróðleik um myndir hans og bækur. Keisaraskurðir Keisaraskurður er upp- skurður á kvið til þess aðná afkvæmi sem móöir getur ekki fætt. Sagan segiraö Gaius Júllus Sesar hafi séð dagsins Ijós þegar kunn- áttumönnum tókst að líkna honum og Árelíu móöur hans. Sögnin caedere á latínu merkir að skera, jafnvel upp eða frá. I Ih. nt. er hún caesus og sá sem skorinn var frá kviðarholi móður sinnar var þá bók- staflega; caesus matris ut- ero. Orðið er kunnugt af bókum hér á landi frá fyrri hluta 19.aldar. Málið Svör neöst á síöunni 1.1 Reykholtsdal í Borgarfirði. 2.100*C. 3. 200 lítrar á sekúndu. 4. Skollakambi. 5. Mæðiveiki. <U Q. -Q. a> *o T3 rn *o «3 E *o a; Líf í bíl og borg eykjavík hefur aldrei verið þröng Evr- ópuborg. Hún hefur aldrei verið, er ekki og verður engar Feneyjar eða gotneski miðbærinn í Barcelona. Hinir frægu túristabæ- ir Evrópu eru dauðir og orðnir að söfnum, en Reykjavík er efnahagshjarta íslenzka ríkisins, borg bfla, umferðar, mislægra gatnamóta. Reykjavík mun ekki batna við að verða þrengd að evrópskum stöðlum. Ákvörðun um að búa til þrengsli verður að taka, þegar hverfi er skipulagt, ekki löngu síðar. Að þétta ofan í fyrri byggð er áreiti, sem leiðir til ósam- komulags, ófriðarefna og á endanum til mála- ferla, þar sem menn heimta skaðabætur. Þar á ofan leiðir þétting byggðar til erfiðari umferðar um æðar, sem voru hannaðar áður en gert var ráð fyrir þéttingu byggðar. Miklar nýbyggingar upp af Skúlagötu, við Mýrargötu og fyrir utan Ánanaust kalla á umferðar- mannvirfd, sem ekki hefur enn verið gert ráð fyrir í skipulagi borgarinnar. Undarlegust er andstaða borgaryfirvalda við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Með sömu röksemdum og nú eru hafðar uppi gegn þessum mislægu gatnamótum, hefði verið hægt að stöðva öll hin fjölmörgu mislægu gatnamót, sem reist hafa verið á borgarsvæðinu af minni þörf en þessari. Gersamlega er fir áleitt að halda fram, að bfll, sem ekið er viðstöðulaust á 60 km hraða meginþorra leiðar hans um bæinn, valdi meiri mengun en bfll, sem þarf að stöðva nokkrum sinnum, láta standa kyrran í gangi nokkrum sinnum og síðan auka ferðina frá núll og upp í 60 km nokkrum sinnum. öllu viti bomu fólki má vera ljóst, að skrykkjótt umferð um gatnaljós veldur meiri mengun en viðstöðulaus umferð mn mislæg gatnamóL Samt hafa oddvitar Reykjavlkur- listans haldið fram röngum staðreyndum á prenti xun þetta mál og gera enn. Það em ekki skoðanir, heldur röng meðferð staðreynda. Þá er tryggingafélögunum Ijóst, að meiri slys verða á homum umferðarljósa en mis- lægra gatnamóta. Þessi fyrirtæki borga brús- ann og eiga að vita, hvað þeim sjálfum er fyrir beztu. Eina umræðuhæfa röksemdin gegn mislægum gatnamótum er, að þau flytji vandann til. Slflct gfldir um öll mislæg gama- móL Úr því að Reykjavflcurlistinn hefúr víðs veg- ar um borgina séð ástæðu til mislægra gatna- móta, sem flytja umferðarvandann tfl, hljóma röksemdir hans eins og fiugusuð, þegar full- trúar hans tala um flutning umferðarvanda- mála eingöngu vegna mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Mislæg gatnamót kalla alltaf á aðrar ffarn- kvæmdir. Þessi mislægu og mjög svo brýnu gamamót kalla á lokun móta Lönguhlíðar, á bflahús við Tjömina og undir Þingholtum. Jónas Kristjánsson Baráttan um UNDIR VENJULEGUM KRINGUMSTÆÐUM væri ekkert við það að athuga að Jón Steinar Gunnlaugsson fengi sæti í Hæstarétti. Nema síður væri. Hann er óneitanlega í hópi öflugustu lögmanna landsins og að slíkum mönnum er vit- anlega prýði í Hæstarétti, þótt ekki hafi ég forsendur til að meta hvort hann er slíkur afburðalögfræðingur sem aðdá- endur hans telja hann vera. Það getur bara vel verið. Og ég þykist að minnsta kostí alveg viss um að hann sé flinkari lögfræðingur en býsna margir þeirra sem gegnum tíðina hafa fengið sætí í Hæstaréttí. Vissulega er Jón Steinar þó umdeild- ari en flestir aðrir lögmenn, sem ýmsir kynnu að telja að stæði honum fyrir þrifum í Hæstaréttí, þar sem brýnt er að sem mestur ffiður ríki um menn, og persóna dómaranna sjálfra má sem minnst þvælast fyrir þeim. EN ÉG ER EKKI þeirrar skoðunar. Jón Steinar hefur svo sannarlega tekið full- an þátt í samfélagsumræðunni og fá- ránlegt ef hans menn kvarta sér nú und- an því að sumir telji sig eiga um sárt að binda undan honum. Hann hefur ein- faldlega oft skipað sér þar í flokk sem at- gangurinn er harðastur. En vel að merkja: þátttaka hans í umræðunni, jafnvel hápólitískri umræðu, ættí undir engum kringumstæðum að koma í veg fyrir að hann fái embættí á borð við dómarasæti í Hæstaréttí. Svo framar- lega auðvitað sem hann er líklegur til að snúa við blaðinu og láta ekki pólitískar skoðanir sínar þvælast fyrir dómara- störfúnum eða matí sínum á þeim mönnum og málefnum sem við sögu kynnu að koma í dómum. ÞAÐ KYNNIAÐ VfSU að skaða nokkuð möguleika Jóns Steinars á dómarastarf- inu að hann - eða réttara sagt talsmenn hans - hafa leynt og ljóst haldið því fram að hann vilji og eigi skilið sætí í Hæstarétti vegna þess að hann muni og ætli sér að leiða breytingu á háttemi Hæstaréttar og dómaffamkvæmd. Undanfarið hafi Hæstiréttur teygt sig inn á svið löggjafarvaldsins og það sé eitur í beinum Jóns Steinar. Því ætli hann að breyta. Hann sé því „man with a mission". Og mætti halda því fram að það sé vafasamt að stíga yfir þröskuldinn á Hæstarétti með sverðið svo augljóslega á loftí, líkt og tílbúinn í stríð við hina dómarana. (Nema náttúrlega Ólaf frænda.) AFTUR ER ÉG ÓSAMMÁLA. Þó það sé vissulega svolítið fyndið að Jón Steinar skuli á sínum tíma hafa hafið feril sinn með því að deila á dómara Hæstaréttar því að vera alltof fylgispakir hinu opin- bera í dómum sínum en skuli nú helst gagnrýna dóminn fyrir hið þveröfuga - að ganga um of gegn settum lögum (les: ríkinu) - þá eru aðrir dómarar Hæsta- Vandi Geirs er pólitískur; öllum er Ijóst að öflug pólitísk klíka innan Sjálfstæðisflokksins ætlast til þess að Jón Steinar verði valinn og mun ekki liða ersá ertil vammsf .. HRÉFT1lBI.AUSISb .. Dömariombætti? ■: viö llsestarótt Akvdrðun rdðhemuira 5 p” akipun hœiitartttardiíraan KSSsSSr crantsr 11 llp£ Kmm Fyrst og fremst réttar vitaskuld menn til að takast á við þá gagnrýni innan dómsins. Og ekkert nema gott um það að segja að þar fari ffarn umræður um grundvaUaratriði í starfsháttum Hæstaréttar. f stuttu máli sagt; hvorki þátttaka Jóns Steinars í þjóðfélagsumræðunni né viðhorf hans til lögfræði eiga að koma í veg fyrir að hann getí fengið sætí í Hæstarétti og allra síst eintómar skoð- anirhans. EN Þó ER NÚ SVO KOMIÐ að ég fæ ekki séð hvemig Geir H. Haarde settur dómsmálaráðherra getur með góðu mótí skipað hann í Hæstarétt. Sú gífurlega harða „kosningabar- átta“ sem Jón Steinar og/eða hans menn hafa rekið í fjölmiðlum og virðist gefa til kynna að það sé beinlínis lífs- spursmál að harrn nái inn í Hæstarétt þegar í fyrstu atrennu hefur varpað djúpum skugga yfir umsókn hans. Margir mjög hæfir lögfræðingar hafa mátt sætta sig við að bíða svo og svo lengi eftír sætí f Hæstarétti. Stundum hafa lakari menn vissulega verið teknir fram fyrir þá en í öðrum tilfellum hafa einfaldlega aðrir enn hæfari gengið fyr- NÚNA TELUR HÆSTIRÉTTUR sjálfúr að þrír umsækjendur séu hæfari en Jón Steinar. Það má vafalaust diskútera fram og til baka, sem og tilhögun þess álits sem Hæstiréttur gaf. Það má auð- veldlega halda því fram að út úr því megi lesa sterkan vilja núverandi dóm- ara til að fá Jón Steinar ekki til liðs við réttínn. En það má jafn auðveldlega halda því ffarn að álit Hæstaréttar sé fyrst og fr emst tilraun til að spoma gegn uppákomu eins og varð á síðasta ári þegar Bjöm Bjamason skipaði í réttinn mann sem samkvæmt öllum mæli- kvörðum hlaut að vera vægast sagt mjög aftarlega á merinni í hópi um- sækjenda. VIÐBRÖGÐ STUÐNINGSMANNA Jóns Steinars við álití Hæstaréttar virðast að minnsta kostí yfirdrifin. Það verður ekki betur séð en þeir telji að Jón Steinar eigi skilyrðislausan rétt á sætí í Hæstaréttí af því honum hefur þóknast að sækja um en slíkan rétt á náttúrlega enginn mað- ur. Sér í lagi ekki þar sem óneitanlega er við mjög hæfa „andstæðinga" að eiga þar sem em þau Eiríkur Tómasson, Stefán Már Stefánsson og Hjördís Há- konardóttir. UNDIRSKRIFTASÖFNUN LÖGMANNA til stuðnings Jóni Steinari er þó það sem virðist á góðri leið með að gera það ómögulegt að ráða hann í starfið, að minnsta kostí í þessari atrennu. Látum vera þótt þeir gefi í skyn að Jón Steinar sé eini lögmaðurinn sem komi til álita í starfið nú, þótt Eiríkur Tómasson hafi líka víðtæka reynslu af lögmennsku, auk kennslustarfa og fræðimennsku. En að starfandi lögmenn séu svo dóm- greindarlausir að þeir telji við hæfi að safrta undirskriftum úr eigin hópi til stuðnings einum umsækjanda í Hæsta- rétt er eiginlega þyngra en tárum tekur. Þetta eru þó einmitt þeir menn sem ættu að gera sér manna best grein fyrir því hversu h'tíð getur þurft til að gera dómara vanhæfan í starfi. Eða þó ekki væri nema vekja grunsemdir um slíkt. Undirskriftasöfnun hlýtur jú að fela í sér að auðveldlega megi halda því fram að Jón Steinar verði vanhæfur til að fjalla um mál hvers einasta lögmanns sem slcrifar undir plaggið, þar sem rök- styðja má - verði hann fyrir valinu í dómarasætið - að hann eigi viðkom- andi lögmanni starf sitt að þakka, þó ekki sé nema að hluta til, þar sem dómsmálaráðherra hafi tekið tillit til undirskriftalistans, ef ekki beinlínis lát- ið undan þrýstingi þeim sem hann skapaði. 0G JAFN AUGLJÓST ER að Jón Steinar verður þá jafii vanhæfur til að fjalla um mál þeirra lögmanna sem ekki hafa skrifað undir listann þar sem hann kunni að telja sig eiga harma að hefria gegn þeim. Áuðvitað er enginn kominn til með að segja að þannig muni hann h'ta á málin en möguleikinn verður fyrir hendi og möguleildnn einn er nóg til að gera dómara vanhæfan. Ekki síst í ljósi þess að Jón Steinar hefúr þegar gert sig beran að því að vera nokkuð langrækin persóna eins og sér- lega harðort og frægt bréf hans á út- mánuðum til skólastjóra Verslunarskól- ans er til vitnis um. Þar má vel vera að hann hafi haft rétt fyrir sér en orðalag eins og í bréfinu, heilum áratug eftir hinar meintu mis- gjörðir skólastjórans, em Jóni Steinari ekki til fr amdráttar nú. 0G EFTIR AÐ DV UPPLÍSTI að undir- skriftalistinn til stuðnings Jóni Steinari hefði verið saminn á skrifstofú hans og hann jafnvel sjálfur komið nálægt text- anum, þá fer nú eitthvað að kortast dómgreindin sem á að vera aðal hæsta- réttardómara. ALTÉNT ER UÓST að Geir Haarde er vandi á höndum. Væri allt eðlilegt myndi hann væntanlega bara velja ein- hvem þremenningana, sem Hæstirétt- ur taldi hæfari en Jón Steinar, og skipa Jón Steinar þá kannski frekar seinna, ef hann sækti næst um með ögn minni hamagangi. En vandi Geirs er póhti'sk- ur; öllum er Ijóst að öflug póhtísk klíka innan Sjálfstæðisflokksins ætlast til þess að Jón Steinar verði valinn og mun ekki h'ða neitt annað. Og hagar sér einhverra hluta vegna eins og það séu síðustu forvöð. Hlugijökulsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.