Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Page 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 3 Kennarar lá ekkl friQ fyrir fnreldrum Guðrún kennari Trúnaðarmaður kenn ara í Njarðvíkurskóla segist vera tilbúin í langt verkfall tilþess að fá kjörsín bætt. „Það er ekki gott að vera í verkfall," segir Guðrún Guðmunds- dóttir kennari í Njarðvíkurskóla. Hún er verulega ósátt við kjör kennara og er tilbúin til að vera í löngu verkfalli þó að tekjumar úr sterkum verkfailssjóði séu talsvert lægri en lélegu kennara -launin. Guðrún segir muninn vera í kringum 5.000 krónur á dag í hennar tilfelli en hún er með um 207.000 krónur í grunnlaun fyrir fulia kennslu. „Með því að vinna yfir- Skyndimyndin vinnu þá fer þetta upp í svona 250.000 sem ég fæ á mánuði í heildarlaun," segir Guðrún sem á tvo stráka og segist þurfa að vera með 350.000 krónur í laun til þess að ná endum saman og geta lif- að þokkalegu lífi. Hún er sátt ef hún fær hækkun upp í 250.000 krónur í grunnlaun. „Ég vinn frá 8 á morgnana til 7 á kvöldin, alla daga. Mín vinna er frá átta til fjögur, svo bætist aukavinnan við," segir Guðrún og bendir á að ræstingarfólk skólanna getir borið vitni um langan vinnudag kennara. Guðrúnu finnst starfið skemmtileg, segist ekki vinna það fyrir launin. Henni finnst ekki ólíklegt að hún leiti fyrir sér á öðrum vettvangi verði kjörin ekki bætt. Hún telur menntun kennara nýtast víða í atvinnulífinu. „Það eru aldrei leiðinlegir dagar, sumir em erfiðir en aldrei leiðinlegir," segir Guðrún sem segir áreitið ekki bundið við vinnutíman, for- eldrar hringi oftar en ekki heim til kennara til þess að ræða stöðu bama sinna. „Það kom kona til mín á laugardegi og bankaði upp á hjá mér til þess að ræða vandræði sem dóttir hennar ætti við að stríða í náminu. Fólk talar við okkur á öllum tímum sólarhringsins. Ég veit ekki hvað hún hefði sagt ef hún væri til dæmis að vinna í búð og ég myndi banka upp á hjá henni utan verslunartíma og segja að mig vantaði þetta eða hitt. Henni fannst bara eðlilegt að banka upp á hjá mér á laugardegi," segir Guðrún sem finnst for- eldrar geti borið virðingu fyrir frídögum kennara og er tilbúin í langt verkfall. „Ég vil ekki verkfall, en verð í verkfalli þangað til ég fæ laun sem í sætti mig við.” freyr@dv.is Spurning dagsins Hvaða dýr vildirðu vera? Vildi vera fjallarefur „Ætli þaö væri ekki skemmtilegast að vera fjallarefur. Það er frelsi hans og bar- áttan við veiðimanninn sem heillar mig. Við stjórnmálamenn eru vanir áhættu. Það er mikil spenna í lífí fjallarefsins. “ Guðni Ágústsson landbúnaðaráðherra „Það er engin spurning. Ég vildi vera stór- urriði í Þing- vallavatni. Það ereinn afhá- punktum sköp- unarverksins hér undir norður- hjaranum. Hann er fískurinn sem mig dreymir um á nótt- unni.“ Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar „Ég mundi auðvitað vilja vera Ijónynja. Ljónynjan er svo tígurleg og ævintýraleg, fögur og hættuleg. Ég sé mig svoldið þar." Edda Björgvinsdóttir leikkona „Ég vildi vera svartur pardus. Hann er fallegur og tignarlegur. Ég gæti séð mig fyrirmérlíða um frumskóginn og ógna hin- um dýrunum." Björn Leifsson, eigandi World Class „Ég mundi vilja vera marglytta. Ég held að hún lifí mjög áhyggju- lausu lífí." Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona Flestir hafa velt því fyrir sér hvernig væri að vera annað dýr en maður. Júlía hét Karlotta en Ófelía Margrét Skammt frá staðnum Stratford við Avon í Warvíkurskíri á Englandi hafa fomleifafræðingar unnið við rann- sóknir, m.a. á Cloptonsetrinu. Þar hafa þeir rannsakað brunninn sem sá hefðarfólkinu á staðnum fyrir vatni fyrr á öldum. í ljós hefur koimið að í War- vflarrskíri er alkunna að Ófeh'a Pólom'- usardóttir í Hamlet bjó á Cloptonsetr- inu, og þeir sem kunna sinn Shakespe- are muna að sjálfsögðu hvernig hún fór út úr sambandi sínu við Hamlet Dana- prins. Ærðist og drekktri sér. Vilhjálmur Shakespeare skrifaði Sögurnar í sögunum leikrit sitt um Hamlet í lok 16. aldar, m.a. upp úr Amlóðasögu. En um þær mundir heyrði hann aðra sögu; söguna af vesalings Margréti Clopton. Hún var ein þeirra kvenna í mannkynssögunni sem lagði ást á þann sem enga kunrú á móti. Elskhuginn yfirgaf hana og harmi slegin henti hún sér í brunninn við Cloptonsetrið og drukknaði. En, bæta íbúar Warvíkurskíris við, Shakespeare smíðaði líka Júh'u Kapúlett úr frænku Margrétar, Karlottu Qopton. Sumarið 1564 fór mannskæður far- aldur eins og eldur í sinu um Warvíkur- skírir. Hin unga Karlotta Clopton tók sóttina og þar kom að menn töldu hana andaða. En svo var hreint ekki, hún var því kviksett og vita alllir í Warvflonskíri að úr henni og örlögum hennar smíð- aði Shakespeare Júh'u Kapúlett, lét hana sofna í grafhýsinu svo Rómeó Montag héldi hana látna, dræpi sig á eitri, hún vaknaði og sæi hann látinn, legði sig rýtingi og hm'gj örend yfir lík hans. Júh'a hét sem sagt Karlotta og Ófelía Margrét, rétt eins og Ólaf- ur Kárason hét Magnús, Snæfríður ís- landssól var Þórdís og Halldór Laxness Einar Jóhann Grímsson, a.m.k. á ein- um stað. Myndlistin er þögul Ijóðlist og ljóðlistin er myndlist gædd máli. Símonídes skáíd 556-46B árum fyrir okkar tímatal. Þorsteinn J. Vilhjálmsson sjónvarps- stjarna og Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræð- ingur eru hálfbræður, samfeðra. Faðir þeirra var Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson heildsali fæddur i Aðalvík I Norður-lsafjaðr- arsýslu. Þorsteinn J. hefur unnið við fjöl- miðla og ritstörfárum saman. Hálfbróðir hans, Geir Viðar, var áberandi í reykvísku bæjarlífi fyrir allmörgum árum. Frábærverðtilboðá heilsársdekkjum/vetrardekkjum. 155/80R13 frá kr. 4.335 §£$6 185/65 R14 fráfcr. 5.300 fi&O 195/65R15 frá kr. 5.900 §£$0 195/70R15 8 pr. sendib. frá kr. 8.415 ’Úff Sækjum og sendum bílinn þinn! EUhOCAhD VfSA m Léttgreiðslur [bÍL'AÞ.VOTiT.UÁ JUIUUM/Um. 'BÍLKq\ bilkoliSj BetrS verð! Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.