Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 31
alla Evrópu. Hún er þýdd á flest Evrópumál, Og
meir en 20 útgáfur eru af henni á ensku. Rakti hann
fyrstur manna sögur keisaradóms í Vestur-Evrópu,
frá því að Karlamagnús tók sér keisaranafn, árið
800, í Péturskirkju í Róm. Um aldamótin, 1900, var
Bryce einu sinni á göngu, með konu sinni, yfir skarð
í Alpafjöllunum frá Ítalíu ofan í Sviss. Mætti hann
þá svissneskum prófessorum uppi í skarðinu á leið
ofan í ítaliu. Fylgdarmönnum beggja kom þá saman
um að skipta, svo að hvor þeirra um sig gæti náð
háttum heima þann dag. Bryce varð þess vís, að
prófessorinn þekkti fornvin hans, Borgeaud prófessor
í Lausanne, og hað þá um að skila kveöju til hans.
»Frá hverjum«, spurðu þeir. »Frá Bryce«, sagði hann.
Pá tóku allir prófessorarnir ofan, hneigðu sig djúpt
i snjónum og kölluöu, einróma: »Holy Roman Empire.«
Bryce kenndi lög í Oxford og bjó sig undir mála-
flutning, 1864—67. Stjórnin skipaði hann formann
nefndar, sem rannsakaði skólakennslu á Engiandi,
1866—67, en 1867 fór liann að flytja mál i Lincoln’s
Inn, London. Á hverju sumri ferðaðist hanu í Suður-
og Austur-Evrópu. Árið 1870 varð hann Regius Pro-
fessor of Civil Law í Oxford og ferðaðist það sumar
i fyrsta sinn um Bandarikin, en 1872 dvaldist hann
á íslandi með C P. Ilbert — seinna skjalavörður og
skrifari í House of Commons (neðri deild) — og Aeneas
Mackay, sýslumanni á Skotlandi; lærði Bryce þá ís-
lenzku hjá Halldóri Friðrikssyni, og eimdi nokkuð
eftir af þvi alia ævi hans. »Komið þér blessaðir og
sælir«, sagði hann stundum við mig. Hann tók mál-
stað íslands i Times, þegar Danir rituðu fyrirlitlega
um sjálfstæðiskröfur þess. Pegar Gladstone var að
berjast fyrir sjálfstjórn (Home Rule) Irlands, gaf
Bryce honum nákvæma skýrslu um sambandiö milli
íslands og Danmerkur. Biyce sagði mér, að í skjala-
safni utanríkisráðuneytisins væru skrifleg tilboð frá
málsmetandi íslendingum, þingmönnum o. fl. um að
(27)