Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Side 33
hjálpaði Hundlyrkjanum gegn Rússum, og var kos-
inn á ping i Lundúnum, 1880. Pað ár fór hann um
Grikkland og að hitta Tyrki í Konstantinopel, En
1881 fór hann aðra ferð sína um Bandaríkin, um
Suður-ríkin og Kyrrahafsströndina. Gladstone vildi
skipa hann ráöunaut vísi-konungs Indlands, en Bryce
pá ekki boðiö. Hann hætti að flytja mál 1882 og
gekk Alpafjöll, en 1883 sat hann i Rómaborg og fór
um haustiö priðju Bandaríkja-för sína, hélt fyrirlestra
við háskólana i Boston og New-York og skrapp svo
til Havaji-eyjanna. Þá villtist hann í Honolulu-fjöll-
um og preifaði sig í svartamyrkri ofan eftir örmjóu
klettabelti, nokkur púsund fet niður að sjó. Hann
barst fyrir nótt á barmi eldgigs, Kilauea, sem er
11000 feta hár, datt næsta morgun ofan í gjá, sem
var hulin kjarrviði, en svo mjó, að hann gat smám
saraan flkrað sig upp, með pví að spyrna fótum og
höndum í gjáveggina. Hann ferðaðist fram með Adría-
hati, vestan og austan, 1884 og 1885. Bærinn Aberdeen
kaus hann pingraann, 1885, og skipaði Gladstone
hann utanríkisráðherra (Under Socretary of Foreign
Aflairs), 1886, nema að nafninu ti), pví að Lord Rose-
bery var utanrikisráðgjafl að nafni. Samt gat hann sér
tíma til að vera við minningarhátið Heidelberg-
háskólans. Veturinn 1887—88 dvaldist hann í Egypta-
landi og næsta vetur, 1888—9, í Indlandi. Haustið
1888 kom út frægasta bók hans, »The American Com-
monwealth«, Bandaríkjalýðveldið; hún er enn lesin
til prófs við alla háskóla í Bandaríkjunum og talin
af öllum bezta bók, sem til er, um stjórnarfar og
horfur par í landi. Hann minnist á íslenzka pjóð-
veldið i formálanum.
Bryce kvongaðist Elizabeth Marion Ashton frá
Fordbank nalægt Manchester, 1889. Hún var í alla
staði honum samvalin og mesta hjálparhella í störf-
um hans. Hún lifir hann, en peim varð ekki barna
auðið. Pau ferðuðust um öll Bandaríkiu og Canada
(29)