Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Síða 35
sagnaritarafundi i Rómaborg 1903, fór pá um alla
Sikiley og gekk upp á Etnu (11000 fet á hæö), en
1904 var hann á Korsíku, og fór svo sjöundu ferð
sina um Bandaríkin, meö íyrirlestrum við háskólana
par, haustið 1904. Árið 1903 fer hann um vorið um
Grikkland og eyjarnar og Litlu-Asíu-strendur, og um
haustið frá Ungverjalandi um Balkanskaga, Serbíu,
Macedoníu, Búlgaríu, Rúmeníu, gengur fjöllin og
skoðar fæðingarstað Justinians, hins mikla Iögvitrings.
Nú komst hans flokkur að við kosningar, 1905, og
hann var skípaður ráðherra trlands, og var pað
vandamesta staðan í ráðuneytinu. Hann feröaðisl
um og kynnti sér írland, stofnaði kapólskan háskóla
í Dyflinni — háskólinn par var prótestantiskur —
og hliðraði svo mjög til við íra, að sumum pótti nóg
um. Tók pá stjórnin pað óskaráð að skipa hann
seodiherra í Washington. England átti brösur við
Bandaríkin, síðan Cleveland hafði í frammi hótanir
út af Venezuela. Eini maðurinn, sem gat komið öllu
í lag og Bandaríkjamenn treystu betur en nokkurum
samlanda, var Bryce. Hann sagði pá af sér 22 ára
pingmennsku fyrir Aherdeen, 1907, og var sendiherra
i Bandaríkjunum 1907—13. Ferðaðist hann að venju
og hélt fyrirlestra, en 1910 fór hann um alla Suður-
Ameríku, hvert einasta ríki, og suður á Falklands-
eyjar, suður að heimskauti, og kom út mikil bók
»South America#, 1912 Hann samdi og kom á gerð-
arsamningum milli Englands og Ameríku. Árið 1912
fór hann um margar Kyrrahafs-eyjar, New-Zealand
og Ástralíu, mest-alla. Vorið 1913 sagði hann af sér
sendiherrastöðunni. líinu sinni var hann á ferð í
Bandaríkjunum, og samferðamaður hans, lögfræð-
ingur, sem ekki pekkti hann, var að prefa við hann
um atriði í stjórnarfari Bandaríkjanna. Loksins leidd-
'st lögfræðingnum pólið og’sagði: »Eg veit, að eg
stend á réttu máii; pað stendur hjá Bryce«. Pá sagði
til nafns síns og kvað hann hafa misskilið sig.
(31)