Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Page 37
honum farið að förla. Hann dó í svefni, 22. jan ,1922,
á 84. aldursári.
Fróðleiksfýsn hans knúði hann til að kynna sér
öll lönd, allar þjóðir, öli fjöll, i heimi; í rúm 60 ár
var hann að kanna hnöttinn. Á unglingsaldri lærði
hann jarðfræði og grasafræði á göngum um Skotland
með föður sínum. Hann var heiðursdoklor við nær
20 helztu háskóla í Evrópu og Ameríku og félagi
heiztu vísindafélaga í Evrópu, sat i alþjóðadómi í
Haag og var sæmdur æðsta heiðursmerki Englands,
Order of Merit, sem að eins 12 menn verða sæmdir.
I Studies in Historg and Jurisprudence, 1901, er grein
um stjórnarfar hins íslenzka lýðveldis, samanburður
við stjórnarfar Grikkja og Rómverja, gerður með
frábærri snilld. Viva vox juris um lögsögumanninn
er í anda Justinians. Studies in Contemporary Bio-
graphy, 1903, og University and Historical Addresses,
1913, má enn nefna. Hann hélt fyrirlestur í British
Academy, er hann var forseti, um horfur í vísindum
og náttúruvísindum á næstu 50 árum. Sumt af því,
er hann sagði, er að koma fram nú. Hann var bæði
»fróðr ok forvitri«, eins og Sæmundur.
Grein hans um ísland, land og þjóð, 43 bls., er
prentuð í bók, sem kom út eftir dauða hans, Me-
mories of Travel (Ferðaminningar úr 10 löndum),
1923; bókin er tileinkuð samferðamanni hans á ís-
landi, Sir Courteney Ilbert. Hann var 2 mánuði á
íslandi og talaði latínu, þangað til hann Iærðf ís-
lenzku. Engin lýsing á íslendingum eftir útlending,
sem eg þekki, er jafn-snilldarleg og skemmtileg sem
Bryces. Hann sýndi mér þann heiður að hlusta á
fyrirlestur um myndir af norrænum staðanöfnum á
Skotlandi og Norður Englandi i skjölum frá 11. til
15. aldar, sem eg hélt fyrir sameiginlegan fund skozkra
félaga í London með forsæti Lord Reays. Hann kom
líka á fyririestur um sjálfstæði íslands, sem eg hélt
fyrir Svía í London, 1919, en sendi árnaðaróskir á
(33) 3