Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Side 41
íslenzka kvæðið bera langt af hinum og raulaði
stundum fyrir munni sér, úr því:
Þeim var ekki skapað nema að skiija.
Ker styrkti úr vasa sinum Hjálmar Thuren til að
dveljast í Færeyjum og safna vikivakalögum. Pró-
fessorar á Norðurlöndum eru vanir að fara í vasa
þjóðarinnar, en ekki sjálfra sín, í þeim erindum,
enda hafa þeir og minni launin.
Ker var ekki við eina fjölina felldur, því að hann
var ágætlega að sér í forn-ítölsku og forn-spænsku
og rannsakaði í ritum spænsk fornkvæði. Allt af var
hann í leit og fagnaði, þegar hann fann eitthvað
smellið, enda fundvís á það. Kvæði Roberts Brow-
nings »Málfræðingurinn«, sem fórnar lííi sínu í leitir,
er góð mannlýsing á Ker. Haustið 1914 sagði Ker:
Pessi N. N. þýzki málfræðingur er að gera áhlaup á
Paris, svo að eg get ekki ráðfært mig við liann. Líkt
var um Hegel, sem var svo sokkinn niður í að rila
heimspeki sína, að liann var hissa á að mæta her-
liði á götu í Jena, því að hann vissi ekkert um bardag-
ana fyrir ulan bæinn.
Ker var sjálfur forn í skapi og bar því betur en
aðrir skynbragð á listagildið í íslendingasögum. Hann
sýnir, hvernig höfundar þeirra stífla og skorða
ímyndunarafl sitt, svo að það verður að brjótast út. í
sögunum segir enginn það, sem honum býr i brjósti,
fyrr en það brýzl út, og er þá orðið magnað og
máltugt. Æðsta list í heimi er að segja sem mest í
sem fæstum orðum. Dante og Shakespeare lýsa í
fáum orðum eins og leiptur eða elding. Eg skal taka
dæmi úr sögunum. Pegar Porbjörn öxnamegin lagði
Atla, bróður Gretlis, í gegn með breiðu fjaðraspjóti
í húsdyrunum á Bjargi, mælti Atli, er hann fekk
lagið: »þau tíðkast nú en hin breiðu spjótin«, Eftir
víg Kjartans segir Guðrún við Bolla: »Mikil verða
hermdarverk; ek liefi spunhit lólf álna garn, en þú
liefir vegit Kjartan«, en svo bætir hún við: »ek tet
(37)