Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Síða 42
þat þó síöast, er mér þykkir mest vert, at Hrefna
mun eigi ganga hlægjandi at sænginni í kveld«. Og
undir æfilokin, þegar hún er orðin einsetukona, s< gir
hún við Bolla, son sinn: »þeim var eg verst (vest),
er ek unna mest«. íslendingar á elleftu öid hafa
borið verst fram vesú Eftir Flugumýrarbrennu, þegar
steiktur búkurinn af ísleifi syni hans, innan í bryn-
junni, og brjóstin af Gró, konu hans, var borið út á
skjöldum að Gizuri jarli, mælti hann: »Páll frændi,
hér máttu nú sjá ísleif son minn ok Gró konu mína«.
Fann Pál), að Gizur »leit frá ok stökk ór andlitinu
sem haglkorn væri«. Líkt er um Viga-Glúm: »setti
at honum hlátr ok brá honum svá við, at hann gerði
fölvan í andliti ok hrutu ór augum honum tár þau,
er því voru lík sem hagl þat, er stórt er. Ok þann
veg brá honum oft síðan, þá er vígahugur var í hon-
um«. Ekki hefir vígahugurinn verið minni í Gizuri
en i Glúmi.
Grettir var veturvist á Reykhólum hjá Porgils Ara-
syni. Voru með honum í vistinni þeir fóstbræður
Porgeir og Pormóður Hávarssynir, er mestir ójafn-
aðar- og ofstopa-menn þóttu þá vera á ísiandi. Um
vorið var Grettir spurður, hversu honum hefði lík-
að veturvistin, og sagði hann þá: »þar hefi ek svá
verit, at ek hefi jafnan mínum mat verið fegnastr,
þá er ek náða honum«. Lýsing Porgils á skapferli
þessara þriggja manna (»voru allir sekir ok þó stillti
hann þá svá, at engi hefir öðrum mein gert«, segir
Skafti lögsögumaður) — er öll merkileg. Ker leggur
mikla áherzlu á drengskap fornmanna. Að vera góðr
drengr var líkt og að vera gentleman á Englandi, en
þó meiri og æðri hugsjón. Gísli Súrsson t. d. er góðr
drengr. Draumkonuvitranir hans lýsa hugarþeli hans.
Góðr drengr heldur vörð um ættina, ber hátt merki
hennar. Skallagrímur og ættmenn hans bjóða Har-
aldi hárfagra byrgin. Skallagrímur segir í höll kon-
ungs: »Eigi mun ek þjóna þér, því at ek veit, at ek
(38)