Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 47
upp í Konungsbók, aö vöxtum; »The Parliament of
Three Ages« gaf hann út 1897.
Pá er íslenzka hliðin. Hamlet er nú talin mesta
furðuverk í bókmenntum heimsins. Pegar Gollancz
var að rannsaka upptök hans, rakst hann á Ambales-
sögu og -rímur. Snæbjörn galti j'rkir fyrstur allra
um Amlóða, á tíundu öld, á íslandi: Hvatt kveða
hræra Grótta etc. Gollancz gaf út Ambales-sögu og
-rímur o, fl. i »Hamlet in Iceland«. 1898. Eg hjálpaði
dálítið við pýðinguna; fór hann pá að taka tíma í
íslenzku hjá mér og hélt pví áfram, með köflum, í
mörg ár, pó að hann kynni málið.
Pegar Gollancz var að safna um allan heim í
Hyllingar-bók Shakespeares, á ófriðarárunum, bað
hann síra Matthías um að hylla Shakespeare með-
kvæði. Pað kom of seint í bókina frá sira Matthíasi
og var prentað sérstakt, með pýðingu eftir okkur I. G.
og kallað: Ultima Thule sendeth greeting, 1916 (U. Th.
sendir kveðju). Kvæði urn Shakespeare eftir mig —
viðeigandi erindum úr Helgakviðunum undið við og
snúið upp á Shakespeare — kom út í Hyllingabók
Shakespeares, 1916. Eg kunni ekki við, að ísland væri
ekki í bók, par sem allur heimur hyllti Shakespeare,
og hljóp undir bagga af veikum mætti. Pýðing Goll-
ancz a pví kvæði er svo sniildarleg, að hún er eins
og frumort kvæði, enda luku ritdómendur b aðanna
meira lofsorði á hana en nokkurt annað kvæði í
bókinni.
Shakespeare-hliðin er sú, sem Gollancz er frægastur
fyrir. Síðan 1894 gefur hann út fagrar og handhægar
útgáfur af hverju einstöku leikriti Shakespeares,
Temple Shakespeare. Hvert leikrit er merkt skjaldar-
merki Shakespeares (Spjör-hristir, shake, skekja,
spear(e), spjör, spjót), með stuttum gagnorðum inn-
gangi. Gollancz hefir ritað svo margt um Shakspeare
og leikrit hans, að ekki er unnt að telja pað hér, enda
ber hann nú höfuð og herðar yflr flesta eða alla
(43)