Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Qupperneq 52
hluti stafsins w: wise til wy, því að x, y og z eru komnir
út. Á hverri blaðsíðu eru 3 pétt prentaðir dálkar.
Hver dátkur er meira en blaðsiða í fjögra-blaða-broti.
Pað verður því að prefalda hinar 20000 bls,, sem
pegar eru komnar út, til að gera sér grein fyrir stærð
bókarinnar. Clarendon Press, háskóla-prentsmiðjan
í Oxford, hafði fyrir nokkuru kostað milli 20 og 30
millíónum króna upp á pessa bók, eða um eina
millión kr. fyrir hvert ár, síðan hún byrjaði að koma
út, enda var reist hús úr járni, The Scriptoriam, í
Oxford til að geyma í millíónir af tilvitnana-seðlum
og hafa fyrir vinnustofu. Bandaríkjabúi sagði mér,
að prennt væri pað, sem landar sinir girntust helzt
að sjá á Englandi: Westminster-Abbey, gröf Shake-
speare’s í Stratford-on-Avon og Scriptorium í Oxford.
Pessi bók á ekki sinn líka, og að vera aðal-ritstjóri
hennar er mikill heiður og sómi, sem Craigie heflr
hlotnazt, enda kunni enginn nema hann keltnesku
og norrænu máiin jöfnum höndum. Hagsýni hans
og lærdóraur haldast í hendur við orðabókina og
alla vinnu hans.
Samt fekk hann tíma til að rita í ýmis timarit, um
Kelta og Norðurlandabúa. Hann heflr spreytt sig á
að pýða dróttkvæði á ensku og halda öllum höfuð-
stöfum og stuðlum og jafnvel kenningum, og heflr
engum nema honum tekizt pað. Pjóðtrú (Folklore)
á Norðurlöndum, 1896, trúarbrögð Norðurlandabúa,
1906, og íslendingasögur, 1913, eru litlar bækur, en
miklu pjappað saman í peim, og allt pó skýrt og ljóst.
Hann gaf út Skotlandsrímur, 1908, ortar á íslandi,
um Gowrie-samsærið gegn Skotakonungi árið 1600.
Einhvern tima mun hann rita ítarlega um íslenzkar
rímur, pví að hann er vel að sér i peim og lítur öðiu
vísi á pær en flestir aðrir. Hann varð kennari í
Norðurlandamálum við Taylorian Institute, 1905, næst-
ur eftir Guðbrand Vigfússon, og kenndi íslenzku mest
á heimili sínu. Hann fekk Geir Zoéga til að semja
(48)