Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Page 53
forn-íslenzka orðabók upp úr orðabók Cleasbys og
Guðbrands Vigfússonar, og lét Clarendon Press gefa
hana út, 1910. Hann lagði síðustu hönd á hið mikla
rit York Powells og Guðbrands, Origines Islandicae,
eftir dauða Powells, 1904, en Y. P. hafði lesið ptóf-
arkir af því, svo að engu varð breytt, en pó bætt við
leiðréttingum.
Craigie ber hlýjan hug til íslands og hefir oft reynzt
íslendingum bjargvættur og hjálparhella, Hann bauð,
í Eimreiðinni, öllum íslendingum, sem ættu leið um
Suður-England, að heimsækja sig. Hann kvongaðist,
1897, skozkri stúlku frá Dundee, Jessie Hutchen, sem
hefir hjálpað honum við ritstörf og útgáfu kennslu-
bóka. Heimili peirra í Oxford er rausnarlegt og gest-
risið. Craigie ferðaðist á íslandi, 1905 og 1910. Hann
talar íslenzku lýtalaust, yrkir stundum ferskeytlur að
gamni sínu og leikur sér að erflðum bragháttum.
Hann hefir ritað bækling um pjóðskáldið Burns og
gefið út kvæði hans. Hann hefir gefið út ýmis merki-
leg skozk handrit og haldið fyrirlestra um sögu
skozkra konunga, og mun enginn par standa honum
á sporði.
Hann var prófessor í engils saxaesku'_(forn-ensku
að réttu lagi), 1916. Rúmeníustjórn bauð honum til
Búkarest, 1921, til að greiða götu enskukennslu par;
fór hann um leið kring um hnöttinn og varð heiðurs-
doktor viö Calcutta-háskólann (heiðursdoktor í St.
Andrews, 1907).
Hann gaf út lítið kver um »Framburð í ensku«,
1917; öll hljóð í ensku má sýna með broddum og
deplum yfir stöfunum og komast hjá hinni afskræmi-
lega Ijótu hljóðritun, segir hann. Kennslubækur í
ensku á öllum Evrópumálum, með táknum Craiges,
eru að koma út, og enskukennarar i Danmörku hafa
á fundi beðið stjórnina að taka tákn Craigies í stað
hljóðritunar Jespersens.
Hann hefir lagt mikla alúð við að endurreisa frís-
(49) 4